Atvinnuleysistryggingar

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 21:54:25 (8269)

     Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Sigbjörn Gunnarsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það hafi gætt örlítils misskilnings í andsvari hv. þm. sem talaði á undan. Það voru mín orð að ég teldi, og samkvæmt því sem fram hefur komið við meðferð málsins í heilbr.- og trn., að það væri Atvinnuleysistryggingasjóður og úthlutunarnefndir á hans vegum sem skyldu annast um eða viðurkenna námskeið í þessum efnum.
    Það er auðvitað ljóst, ef við nefnum einhvern lítinn stað úti á landi, að ef ekki reynist unnt að halda þar námskeið af einhverjum sökum þá hlýtur þessi réttur að falla niður. Það hlýtur að vera skylda úthlutunarnefndanna og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs að sjá um að þetta sé gert.