Atvinnuleysistryggingar

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 21:55:14 (8270)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef þetta er svarið, að það hljóti að vera skylda þeirra að bjóða upp á tiltekið námskeið og ef þeim takist það ekki þá falli þetta einfaldlega niður og þá þurfi þessi viðkomandi aðili ekki að taka námskeið, þá hefði auðvitað verið miklu réttara að kveða nánar á um það í lögunum því það þarf líka að skilgreina rétt fólksins sem fær bæturnar og á að sækja þessi námskeið. Það hefði þá verið miklu nær að kveða skýrt á um að standi þessu fólki þetta ekki til boða og ekki sé hægt að bjóða því það, muni það eftir sem áður halda sínum bótum.