Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég man mjög glöggt eftir þeirri yfirlýsingu forseta að umrætt mál hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, 17. þm. Reykv., yrði tekið á dagskrá ef einhver ný mál kæmu á dagskrá. Og nú vil ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa 37. málið sem hér er á dagskránni, það er alveg nýtt mál, það hefur aldrei verið á dagskránni áður. Það mál fjallar um frestun á fundum Alþingis. Hér fer ekkert á milli mála. Það er komið nýtt mál á dagskrána án þess að staðið sé við þá yfirlýsingu sem var gefin. Ég vona að hæstv. forseti hafi af mistökum lent í þeirri gildru að þetta hefur gerst. Ég trúi því ekki að það sé af ásetningi.