Menningarsjóður

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 16:48:14 (8394)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í þessari tillögu gerum við ráð fyrir að Rithöfundasambandi Íslands, Hagþenki og heimspekideild Háskóla Íslands gefist kostur á að tilnefna menn í stjórn hins nýja Menningarsjóðs. Við teljum að það sé ófullnægjandi fyrirkomulag sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að stjórnin verði kosin einvörðungu hlutfallskosningu á Alþingi. Við teljum að þessir aðilar sem ég nefndi eigi að eiga kost á því að hafa áhrif á það hvernig fjármunum úr þessum sjóði er varið. Fari svo sem sýnist vera á töflunni að þessari tillögu verði hafnað þá er ég þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að sitja hjá um málið að öðru leyti og ríkisstjórnin eigi það ein eins og til þess er stofnað.