Almenn hegningarlög

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 19:18:17 (8414)


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Mál það sem hér er fjallað um er í reynd mismunun milli þegna landsins. Ég hef ekkert á móti því að fyrirtæki ríkisins sjái um að veita sínu starfsfólki lögfræðilega aðstoð og stefna mönnum sem með ósæmilegum hætti veitast að þeim. Það er sjálfstætt mál út af fyrir sig. En um leið og hv. þm. Sólveig Pétursdóttir, 6. þm. Reykv., talar svo ákveðið fyrir þessu máli þá hefur hennar flokkur gengið mjög grimmt fram í því að selja ríkisfyrirtæki. Með sölu þeirra hafa menn verið sviptir þessum rétti sem þeir höfðu. Þeir verða bara óbreyttir Íslendingar og af þeirri ástæðu liggur ljóst fyrir að þeir þurfa að sitja við sama borð og aðrir. Ég tel þess vegna eðlilegt að menn skoði þetta í nokkuð víðu samhengi. Það hlýtur að vera almennt viðhorf að það skuli ein lög gilda í landinu hvað þetta varðar.