Stjórnarskipunarlög

10. fundur
Mánudaginn 31. ágúst 1992, kl. 15:30:11 (156)


     Flm. (Steingrímur Hermannsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég bar mikið traust til hæstv. utanrrh. í þá tíð en hins vegar hafði ég líka lögfræðing, sem var minn aðstoðarmaður, sem fylgdist með þessum málum. Ég held að vel hafi verið gengið frá forúrskurðunum.
    Hér segir Stefán Már í skýrslunni, með leyfi forseta: ,,Í heild má segja að það sé óumdeilt að forúrskurðir dómstóls EB séu bindandi fyrir þann dómstól aðildarríkis sem óskaði eftir forúrskurði.``
    Það er því alltaf um það að ræða að dómstóllinn óski eftir forúrskurði. Þetta er löng skýrsla og margt fróðlegt í henni. Hv. þm. getur fengið hana lánaða ef hann vill. Það var alltaf um það að ræða að óska eftir forúrskurði og það er í lagi eins og kemur fram hjá fjórmenningunum. Annars er maður farinn að endurtaka sig svo oft að það er orðið þreytandi. Það minnir mann á orðin um að skvetta vatni á ákveðna dýrategund. Ég vona að ég þurfi ekki að gera það mikið oftar.