Umræða um lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 16:05:38 (852)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Mér þætti vænt um ef forseti benti okkur á það hvar í þingskapalögunum eru ákvæði um takmörk fyrir því hvað menn mega kveðja sér oft hljóðs um þingsköp. En það var ekki atriðið heldur hitt að það kom fram hjá hæstv. ráðherra sjálfum að hann ætlaði að svara en varð of seinn að biðja um orðið. Það er kjarni málsins, virðulegur forseti. Það liggur fyrir að ráðherra ætlaði að svara og hann lýsti því yfir héðan úr ræðustól. Þingmenn vilja fá að heyra svar ráðherra. Ég vil nú ráðleggja hæstv. forseta að verða við þessu sem er vilji allra í málinu.