Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 15:38:56 (933)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Hér hefur það komið fram að ýmsar skýringar eru uppi á því hvers vegna Alþb. hafi ekki komið betur út úr skoðanakönnunum. Menn tala eins og það séu bara tveir valkostir, annars vegar að þeirra rétta eðli hafi komið í ljós og hins vegar að það sé afstaðan til þessa máls. Ég minnist þess að formaður Alþb. gerði sér sérstaka ferð til Bandaríkjanna á fund demókrata og það er mikil spurning hvort það hafi haft áhrif á afstöðu manna, hvort menn telja að hann sé kominn of langt yfir á þann kantinn. Ég vil að þetta komi fram.