Kjaradómur

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 16:41:13 (946)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er ljóst af orðalagi á 28. gr. varðandi hina brýnu nauðsyn að því var ekki breytt. Það er alveg ótvírætt og þess vegna m.a. tók ég þetta fram í minni ræðu á sínum tíma til að láta þá skoðun mína koma í ljós að þrátt fyrir að þessu orðalag væri ekki breytt væri það vilji ýmissa manna hér í þinginu að þetta yrði þrengt. Ég hefði sjálfur talið skynsamlegt að afnema þessa heimild með öllu og hef lýst þeirri skoðun minni opinberlega að núna væru aðstæður þannig í þjóðfélaginu og breyttar frá því að þessi grein var upphaflega sett í stjórnarskrána að ekki væri þörf fyrir slíkt ákvæði í stjórnrskránni. Unnt væri að kalla þing saman og hóa mönnum saman til funda með miklu skemmri fyrirvara en áður. En það

var ekki fallist á það. Það var ákveðið að hafa þetta svona áfram í stjórnarskránni og hvað sem skoðun minni líður þá er heimildin fyrir hendi og ríkisstjórnin hefur hana og hún taldi að brýn nauðsyn væri til að nota hana. Ég get í sjálfu sér samþykkt það úr því að þessi heimild er í stjórnarskránni hafi verið brýn nauðsyn að skera úr um þetta mál.