Kjaradómur

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 11:07:15 (1022)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Nú er komið að lokaafgreiðslu þessa máls. Ég vil því ítreka fyrir hönd okkar kvennalistakvenna að í fyrsta lagi teljum við að ekki hafi borið brýna nauðsyn til þess að setja þau lög sem frv. þetta er til staðfestingar á. Í öðru lagi teljum við að ríkisstjórnin hafi átt að kalla Alþingi saman til þess að ræða niðurstöðu Kjaradóms og í þriðja lagi erum við andvígar því að stjórnvöld grípi inn í kjaramál með þessum hætti hverjir sem í hlut eiga. Slíkt ber vott um slæma stjórnarhætti. Ég segi nei.