Vinnumarkaðsmál

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 15:39:55 (1060)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Það er einungis ein spurning sem ég ætla að bera fram. Hún er í sambandi við 5. gr. Þar stendur, með leyfi forseta:
    ,,Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma, fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.``
    Það sem mig langar að fá að vita er þetta: Er verið að banna verkalýðsfélögum á Íslandi að semja um starfsaldurshækkanir? Ef maður les þennan texta er ekki hægt að skilja það öðruvísi. Svo ég endurtaki þetta er ákvæðið svona: ,, . . .  skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma . . .  `` Ég óska eftir að hæstv. ráðherra svari því hvort verkalýðsfélögin á Íslandi megi ekki semja um starfsaldurshækkanir í framtíðinni.