Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

25. fundur
Þriðjudaginn 06. október 1992, kl. 16:50:55 (1109)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Mér sýnist svarið við þessu vera það að hér hlýtur að vera gerð einföld hæfniskrafa en það sé ekki verið að mismuna eftir þjóðerni. En ég tek það enn og aftur fram að það er auðvitað sá sem ræður í stöðuna sem velur úr hópi umsækjenda og þeir kunna að vera af mörgu þjóðerni. En ég tel ekki felast í þessu að mismunað yrði fyrir fram eftir þjóðerni heldur verði gerðar hæfniskröfur. ( VS: Verði frv. að lögum.) Að sjálfsögðu.