Eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum

26. fundur
Miðvikudaginn 07. október 1992, kl. 14:28:23 (1123)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Auðvitað er landbúnaðurinn hluti af þeim samningi sem hér er talað um. Ég vil líka leiðrétta það sem kom fram hjá hv. þm. þegar hann sagði að samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði kæmi ekki inn á sjávarútveginn. Þessi samningur opnar okkur leið fyrir útflutning á ferskum og söltum flökum og saltfiski til landa Evrópubandalagsins án tolla en á hinn bóginn veldur það okkur miklum vonbrigðum og vandræðum að við skyldum ekki hafa náð því sama fram t.d. um síld, eins og hv. þm. er kunnugt.