Jarðhitaréttindi

28. fundur
Fimmtudaginn 08. október 1992, kl. 14:34:13 (1192)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það þarf í sjálfu sér ekki miklu við að bæta ágæta framsöguræðu hv. 1. flm. frv., hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar. Mig langar aðeins að fylgja eftir spurningu hans varðandi væntanlegt stjfrv. Ráðherra gat þess ekki að nauðsynlegt væri að afgreiða það fyrir áramót en mér sýnist á öllu að það hljóti að hanga saman að ný lög um eignarhald taki gildi áður en samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi um næstu áramót í fyrsta lagi. Ég vil því spyrja hæstv. iðnrh. hvort það sé ekki rétt skilið hjá mér að áform ríkisstjórnarinnar séu að væntanlegt stjfrv. verði afgreitt hér sem lög fyrir gildistöku samningsins um EES.