Jarðhitaréttindi

28. fundur
Fimmtudaginn 08. október 1992, kl. 14:38:24 (1195)

     Jón Helgason :
    Herra forseti. Það hefur komið fram að til þess að tryggja forræði Íslendinga yfir orkulindum sínum eftir að EES-samningur verður fullgildur, ef af verður, þyrftu þær að vera á ótvíræðu forræði eða eign íslenska ríkisins. Nú hefur það heyrst að það sé ætlun núv. ríkisstjórnar að breyta þeim fyrirtækjum sem ekki eru þegar hlutafélög eins og Rafmagnsveitum ríkisins. Landsvirkjun er þegar hlutafélag. Er nokkur möguleiki samkvæmt samningnum að koma í veg fyrir að erlendir aðilar eignist hlutabréf í slíkum fyrirtækjum sem hefur verið veitt réttindi til virkjana og þar með raunveruleg yfirráð yfir virkjunum? Það er tekið fram í þessum samningi að útlendingar megi ekki eiga aðild að sjávarútvegsfyrirtækjum og þá væntanlega ekki heldur hlutabréfum. En er nokkur undanþága í samningnum um það að þeir megi ekki eiga hlutabréf og þar með að öllu leyti fyrirtæki sem hafa fengið einkarétt til að virkja?