Hækkun meðlags til einstæðra foreldra

30. fundur
Þriðjudaginn 13. október 1992, kl. 14:00:44 (1276)

     Guðný Guðbjörnsdóttir :
    Virðulegi forseti. Er hæstv. heilbr.- og trmrh. tilbúinn að beita sér fyrir því að nýta sér tiltækar lagaheimildir til að hækka meðlagsgreiðslur til einstæðra foreldra, annaðhvort almennt þannig að meðlag nemi helmingi af framfærslukostnaði barns, eins og Félag einstæðra foreldra hefur lagt til, eða þannig að meðlagsgreiðslur endurspegli greiðslugetu þess foreldris sem er meðlagsskylt eins og sérstök nefnd sem nýlega hefur fjallað um þessi mál leggur til?