Flutningur á starfsemi Landhelgisgæslunnar

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 18:43:26 (1830)

     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna þeirra orða sem féllu hjá hv. 3. þm. Reykv., Birni Bjarnasyni, langar mig til að fá hann til þess að tala aðeins skýrar en hann gerði vegna þess að ég veit að hann er kunnugur innviðum núv. ríkisstjórnar.
    Mér fannst hann segja að uppi væru hugmyndir um það að fjármagna Landhelgisgæsluna á annan hátt en verið hefði. Ég held það hljóti að vera fleiri en ég hér inni sem töldu sig heyra hv. þm. orða það svo. Hv. þm. sagði að það væri verið að athuga slíkt og það væri eðlilegt.