Flutningur á starfsemi Landhelgisgæslunnar

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 18:54:10 (1834)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Það stendur svo merkilega á, skulum við segja, að ég verð að þakka hv. ræðumanni fyrir hans ræðu. Ég tel að hann eigi að flytja hana orðrétta inni í þingflokksherbergi Sjálfstfl. og náttúrlega á hann þá að beina augunum að réttum aðilum. ( StG: Þar er ekki hlustað.) Það verkar ekkert í málinu að skamma einn stjórnarandstæðing, jafnvel þótt það sé gert af myndugleika. Það bara dugar ekki. Það eru ráðherrarnir á hverjum tíma sem verður að taka á beinið. Auðvitað er rétt að það þarf að samræma verkefni. Þá gengur heldur ekki að láta sér detta það í hug að fara með hnífinn á starfsemina og skera hana niður því að starfsemi sem búið er að skera niður er ekki hægt að nota til annarra verkefna. Ég treysti því að hv. 16. þm. Reykv. mæti í fullum sjómannaskrúða og flytji þeim eldmessu á sínum tíma þegar fjárlögin verða tekin fyrir í þingflokksherbergi Sjálfstfl.