Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 16:15:11 (1938)

     Frsm. 2. minni hluta allshn. (Jón Helgason) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Vegna frásagnar hv. 6. þm. Reykv. af komu sérfræðinga til allshn. vil ég að það komi skýrt fram að þeir sögðu að Alþingi gæti ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslu hvenær sem væri, það væri pólitísk ákvörðun.
    Að öðru leyti ætla ég ekki að endurtaka þau rök sem hér hafa verið færð fram gegn málflutningi í varnarræðum hv. 6. þm. Reykv. og félaga hennar fyrir þeirri afstöðu að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu.