Geymslufé

55. fundur
Þriðjudaginn 17. nóvember 1992, kl. 16:53:44 (2336)


     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að það frv. sem hér er verið að flytja er tæknilegs eðlis. Það er sérkennilegt að það skuli ekki hafa verið flutt fyrir löngu vegna þess að gildandi ákvæði laganna frá 1978 eru of takmörkuð eins og hæstv. ráðherra benti á. Flutningur þessa frv. kemur því samningi um Evrópskt efnahagssvæði ekkert við út af fyrir sig. Samt sem áður er gildistökuákvæðið eins og það er. Ég endurtek það sem fram kom í umræðunum áðan um ráðstafanir gegn peningaþvætti. Ég tel að gildistökuákvæðinu ætti að breyta í frv. Um efni frv. getur örugglega orðið fullt samkomulag hvað sem líður Evrópsku efnahagssvæði.