Umhverfismat á virkjunarframkvæmdum á Jökulsá á Fjöllum

57. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 11:59:32 (2423)

    Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil í örfáu orðum varpa fram þeirri spurningu hvort í því dæmi, þegar rætt er um heildarorku sem hagkvæmt sé að virkja á Íslandi, taki menn nægilegt tillit til umhverfisþátta. Það læðist að mér sá grunur að þegar farið er að leggja umhverfismat á hverja einstaka framkvæmd fyrir sig gæti komið út önnur stærð en sú sem er talað um í dag sem hina hagkvæmu vatnsorku tl þess að virkja. Þess vegna tel ég mjög brýnt að á þetta sé lagt mat í heild svo við göngum ekki á orkuforðann á þann hátt að það verði okkur Íslendingum til óþurftar þegar fram í sækir.