Aðild Íslands að Vestur-Evrópusambandinu

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 14:45:00 (2456)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þá hefst utandagskrárumræða sú sem boðuð hefur verið. Hún fer fram að beiðni hv. 7. þm. Reykn. og er um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að Íslandi gerist aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu. Nú sér forseti að hæstv. utanrrh. er ekki staddur í salnum en hann mun væntanlega birtast innan tíðar ef hv. þm. vill aðeins hinkra við.