Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 14:13:06 (2539)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Batnandi mönnum er best að lifa. Það er rétt að oft getur verið nauðsynlegt að setja upp slíka sjóði. Sjávarútvegurinn bjó við enn þá erfiðari rekstrarskilyrði 1988 heldur en þau eru í dag og þá var það réttlætanlegt að þetta skyldi gert. Hins vegar er staðan núna sú að það þarf engan nýjan sjóð. Það er hægt að framkvæma allar þessar aðgerðir með einföldum lagabreytingum á Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins sem nú er til. Þess vegna læðist sú spurning auðvitað að manni: Er þetta gert í þeim tilgangi fyrst og fremst að ná nýjum mönnum inn í stjórn þessa sjóðs þar sem kommissararnir fyrir Sjálfstfl. eiga að vera í forgrunninum?