Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 17:44:23 (2580)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin svo langt sem þau náðu. Hið alvarlega sem stendur eftir er auðvitað það og er ómótmælt að tekjuskattar einstaklinga hækka á næsta ári um 31%. Það getur kallast ómerkilegt peningaþvætti að tala svona eins og ég geri en það er engu að síður staðreynd að tekjuskattar einstaklinga hækka um 31% og skattar á hverja fjögurra manna fjölskyldu hækka að meðaltali um 100 þús. kr. Hæstv. forsrh. getur neitað því að þetta þýði það að leggja niður stefnu Sjálfstfl. en það er hans vandamál en ekki mitt.