Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 18:39:10 (2778)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er enn í vandræðum með það aö skilja þetta framsal á valdi sem hv. þm. er að heimila þremur fjórðu hlutum þingmanna. Hann segir í öðru orðinu að þessi aukni meiri hluti geti framselt íslenskt ríkisvald. Síðan er bætt við að hann geti það ekki nema stjórnarskránni sé breytt. Ég skil ekki hvernig þessi röksemdafærsla gengur upp. Annaðhvort hefur þessi aukni meiri hluti heimild til þess að framselja vald og þá þarf ekki að gera meira eða hann hefur ekki heimild til að gera alþjóðasamning sem framselur íslenskt vald og þá þarf að gera eitthvað meira og ef það er ekki gert, þá hlýtur hann að vera að brjóta í bága við stjórnarskrána.