Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 19:05:36 (2792)

     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er auðvitað miður að hæstv. utanrrh. er ekki viðstaddur. Hér er hins vegar talað í umboði hans og lesin upp skrifleg afstaða, ef ég hef tekið rétt eftir í upphafsræðu hæstv. ráðherra. Menn geta auðvitað velt því fyrir sér á þennan eða hinn háttinn hvað felst í því að koma fram með

hugmyndir af því tagi sem hér var gert. Hvað segðu Íslendingar um það ef komnar væru upp raddir erlendis í þá veru að Ísland gæti tekið pokann sinn og sagt sig úr EFTA ef Alþingi Íslendinga þóknaðist ekki að samþykkja þennan samning eða íslensku þjóðinni ef hefði verið haft fyrir því að bera málið undir hana?