Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 22:34:32 (2815)

     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé öllum ljóst sem á þessar umræður hafa hlýtt, svo og á málflutning hæstv. fyrrv. landbrh. að hann hafði ekki áhyggjur af þessu opinberlega og sagði ekki af sér þrátt fyrir alvöru málsins á meðan hann var sjálfur landbrh.
    Ég tek það hins vegar fram að ég er aftur á móti sammála fyrrv. forsrh. Steingrími Hermannssyni um að það er hægt að koma í veg fyrir þau slys sem gætu orðið vegna þess að þessi fyrirvari féll út með lagasetningu. Það er hægt. Það er verk sem ekki var unnið í tíð Steingríms J. Sigfússonar vegna þess að hann vildi ekki sinna því og vildi heldur ekki segja af sér þó að hann væri ósáttur við samninginn. Það verk er hægt að vinna og það er verið að því nú undir forustu annars landbrh. sem er ábyrgari en sá sem um var getið áðan.