Samningar við EB um fiskveiðimál

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 15:45:00 (2959)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Meðan verið er að sækja hæstv. utanrrh. vill forseti taka fram að talið er rétt að um þessa umræðu gildi það sem segir í 44. gr. þingskapa. Þar segir svo: ,,Forseta er heimilt að láta ákvæði 55. gr. gilda við fyrri umræðu um þáltill., er fjalla um stjórnskipun, utanríkis- eða varnarmál, staðfestingu framkvæmdaáætlana, alþjóðasáttmála eða milliríkjasamninga . . .  .``
    Ákvæði 55. gr. fjalla um að umræðutími sé ómældur. Telur forseti það rétt þar sem hér er um milliríkjasamninga að ræða.