Vegáætlun 1992

72. fundur
Mánudaginn 07. desember 1992, kl. 13:49:15 (3093)

     Hjörleifur Guttormsson:
    Virðulegur forseti. Segja má að að formi til sé kannski ekki stórt mál á ferðinni en þó tengist það vinnubrögðum af hálfu hæstv. samgrh. og ríkisstjórnar í sambandi við vegamál og fjárveitingar til vegamála sem ástæða er til að mótmæla mjög kröftuglega. Í því felst að verið er að hverfa frá farsælu samstarfi þingmanna kjördæmanna í samband við ákvarðanir um framkvæmdir í vegamálum. Síðan er það að gerast að hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það að auka fjármagn til vegamála tímabundið eru að verða að engu. Nú síðast í morgun heyrum við að formaður fjvn. er með hugmyndir um að skerða enn frekar framlag til vegamála.
    Ég sé ekki ástæðu til að styðja þetta mál og sit því hjá við atkvæðagreiðsluna.