Umræða um Evrópskt efnahagssvæði

80. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 13:12:25 (3398)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Það vekur undrun mína eftir að samningur milli Fríverslunarbandalagsins og Efnhagsbandalagsins var felldur úti í Sviss þá haldi menn því fram að sá samningur geti verið dagskráratriði áfram í þinginu. Eftir að utanrrh. er búinn að lýsa því yfir að það eigi að halda ráðstefnu um það hvað eigi að gera eftir að slíkt kemur fyrir.
    Hv. 1. þm. Norðurl. v. lýsti því yfir úr þessum ræðustól að það væri eins og að gifta dauðan mann að halda áfram með málið hér. Ef hv. þm. hefur gert samkomulag um það að giftingarathöfnin skuli fara fram með þeim dauða þá þarf ég aðeins að spyrja að því hvort það eigi að vera hérna megin grafar eða hinum megin.