Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Mánudaginn 14. desember 1992, kl. 23:53:43 (3496)

     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir hans viðbrögð við þessu. Ég tek fram að mér finnst málflutningur hans og hvernig málið er túlkað bera vott um að hann hefur öðlast nýja sýn til málsins og miklu

traustari sýn en var þegar hann leiddi ríkisstjórn. Það er sannarlega góðs viti. Ég tel hins vegar ekki að það sé viðunandi niðurstaða fyrir Framsfl. eða formann hans ef það er ekki öruggt að allur flokkurinn greiði atkvæði gegn þeim ógjörningi sem hér er á ferðinni og hv. þm. hefur fært mjög gild rök að, ekki síst með vísan í stjórnarskrána. Það er enn þá vafi hver niðurstaðan verður og við skulum vona að niðurstaðan verði eins og hv. þm. hefur sannarlega mælt fyrir. Heill sé honum fyrir þann málflutning og þann tón sem hann hefur gefið hér.