Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Mánudaginn 14. desember 1992, kl. 23:56:42 (3498)


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hér hefur fylgst með umræðu að það hefur reynt mjög á líkamsþrek hæstv. utanrrh. að þurfa að sitja undir ræðum. Nú er það svo að forsætisnefndin býr nokkuð vel. Hún hefur sjö til skiptanna. Ef þetta væri sett upp í stíl hestamanna er náttúrlega ólíkt að hafa sjö tli reiðar eða þurfa að búa við einn reiðskjóta enda er ástandið þannig að það eina sem hæstv. utanrrh. hefur getað gert er að halla sér að hæstv. viðskrh. til skarfs og ráðagerða þegar erfiðar spurningar hafa komið fram. Augljós þreytumerki hafa einnig sést á hæstv. iðnrh. sem er sá sami og gegnir því að vera hæstv. viðskrh.
    Nú er það svo að ég hélt að gilti enn á þessum fundi sá listi um fjarvistir sem lesinn mun hafa verið upp í dag. Það hafði verið boðað til fundar og látið hringja út en þær hafa sagt mér á símanum að sumir séu sofnaðir og neitað að vekja þá. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort hann hafi gefið einhverjum sérstökum stuðningsmönnum hæstv. ríkisstjórnar heimild til að sofa á meðan þessi umræða fer fram.