Kvöldfundur

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 18:15:58 (3804)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegur forseti. Það er rétt og ég vil upplýsa það hér að ég mætti fyrir hönd míns þingflokks á þingflokksformannafundi í dag. Við gerðum athugasemd við það aðrir þingflokksformenn að það vantaði fulltrúa frá Framsfl. Það var rætt um það, eins og kom fram hjá hv. þm. Geir H. Haarde hér áðan, að taka þessi þrjú mál sem væru samkomulagsmál innan nefnda. Tvö af þeim eru mál sem nefndirnar sjálfar leggja fram. Þegar það hafði verið rætt var rætt um að halda áfram fundi í kvöld, í kvöld ekki í nótt, og ekki rætt um nein tímatakmörk í því. En það síðasta sem við aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðum þegar við fórum af þessum fundi var að skilyrðið væri að Framsfl. samþykkti þetta. Það er það eina sem ég get upplýst um það.