Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 14:09:10 (3920)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að mótmæla harðlega skatti sem lagður er á skattstofn sem er svo misjafn eftir búsetu manna eins og hér um ræðir. Ég vil, virðulegi forseti, nefna það að stjórnarliðar hafa sagt að skattinn eigi að jafna út. Samkvæmt þeim gögnum sem við höfum fengið varðandi 14% skattinn í efh.- og viðskn. þá er munurinn á því sem íbúar landsins þurfa að greiða frá því að vera 2.800 kr. á 400 rúmmetra hús upp í það að vera 7.800 kr. Sem sagt langt yfir 100% munur. Við höfum enga útreikninga séð sem sýna hvernig hægt er að jafna þetta út. Við höfum að vísu heyrt yfirlýsingar einstakra þingmanna þess efnis að hér sé verið að jafna hitunarkostnað. Það er að vísu eingöngu hægt að sjá það út með því að því hærri sem skatturinn verði því meiri verði jöfnuðurinn. Það er að vísu hægt að finna rök í þeim málflutningi. Þess vegna hlýt ég að spyrja hv. stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar: Hvað þyrfti að hækka skattinn mikið til þess að mismunurinn jafnaðist svona nokkurn veginn út? Þessari spurningu varpa ég sérstaklega til hv. 3. þm. Suðurl. ( Forseti: Það var nú verið að gera grein fyrir atkvæði sínu og væri gott að heyra hvað þingmaðurinn vill gera.) Ég segi nei.