Fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:18:13 (3978)

     Frsm. minni hluta allshn. (Jón Helgason) (andsvar) :
    Herra forseti. Þessi orð hæstv. kirkjumrh. um afstöðu biskups og kirkjuráðs stangast algerlega á við þær upplýsingar sem biskup gaf á samráðsfundi Alþingis og þjóðkirkju fyrir nokkrum vikum síðan og einnig biskupsritara sem mætti á fund allshn. þar sem þeir tóku fram að það væri að sjálfsögðu ekki að vilja kirkjunnar sem stofninn væri skertur. Þeir létu það koma skýrt fram, þannig að segja að þetta sé gert eftir tillögum kirkjunnar, er algerlega í ósamræmi við það. ( ÓRG: Atlaga ráðherrans að biskupnum heldur bara áfram.)