Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 16:38:53 (4009)

     Jón Helgason (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Eins og fram kom m.a. í umræðum hér í dag, þá hafa stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar ákveðið að hætta við að fella fyrirvara- og undirbúningslaust niður embætti hreppstjóra og flytja nú brtt. við frv. til fjárlaga þar sem gert er ráð fyrir launum til þeirra nokkuð sambærilegri við þá tillögu sem hér er komin til atkvæðagreiðslu. Þar sem ég vænti þess að þeir muni frekar vilja greiða atkvæði með tillögu fjárln. þá dreg ég þessa brtt. 468 til baka þar sem ég tel að hún hafi þegar þjónað tilgangi sínum.