Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 16:59:54 (4018)


     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Það er rétt sem kom hér fram hjá hv. 5. þm. Norðurl. e. að nefnd sú sem hæstv. heilbr.- og trmrh. skipaði til þess að gera tillögur um framhald á rekstri á Kristnesspítala taldi vænlegustu leiðina vera þá að leggja reksturinn undir FSA. En nefndin sagði ekki að það mundi ganga að hafa þann

hátt á. Og tilfærsla frá Ríkisspítölunum til FSA vegna Kristness tryggir ekki rekstur spítalans. Tillaga sú sem hér er borin upp til atkvæða er því síður en svo óþörf, hún er nauðsynleg og verði hún felld, þá liggur það fyrir að það þarf að gjörbreyta rekstri spítalans hvað sem líður fögrum yfirlýsingum frá hæstv. heilbrrh. og hæstv. samgrh. úr þessari pontu. Það vantar fjármagn til rekstursins. Ég segi því já við þessari tillögu.