Tekjustofnar sveitarfélaga

88. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 03:24:57 (4127)

     Frsm. minni hluta félmn. (Kristinn H. Gunnarsson) :
    Virðulegur forseti. Aðeins örstutt. Ég bið hæstv. ráðherra að doka við. ( Gripið fram í: Hann kemur aftur.) Það hefur komið fram í þessari umræðu að landsútsvar mun leggjast af þeim fyrirtækjum sem það er innheimt af nú ef þeim fyrirtækjum verður breytt í hlutafélag, t.d. Sementsverksmiðju ríkisins og Áburðarverksmiðju ríkisins. Við vitum að það eru uppi áform hjá hæstv. ríkisstjórn að breyta þeim tveimur fyrirtækjum sem ég nefndi í hlutafélög, þ.e. Áburðarverksmiðjunni og Sementsverksmiðjunni. Það þýðir samkvæmt lögum um landsútsvar að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun verða af tekjum því 3 / 4 hlutar af landsútsvari rennur í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ég vil spyrja hæstv. iðnrh. hvort gert sé

ráð fyrir því í þeim áformum ríkisstjórnarinnar að breyta þessum fyrirtækjum í hlutafélag að bæta Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þann tekjumissi sem verður við að fyrirtækjunum er breytt í hlutafélag, sem aftur leiðir af sér að landsútsvar verður ekki lengur lagt á þessi fyrirtæki, svo ég nefni þau sem sérstakt dæmi.