Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:43:18 (4204)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Þvert á yfirlýsta stefnu stjórnarflokkanna er verið að stórhækka skatta í landinu

á almennu launafólki. Það er sýnd ótrúleg hugkvæmni við að afla nýrra tekna í ríkissjóð. Það er hækkaður tekjuskattur, það er lækkaður persónuafsláttur, það er breytt reglum um vaxtabætur og settur virðisaukaskattur á ýmsar nauðsynjar, svo sem húshitun. Með þessum miklu skattbreytingum er Sjálfstfl. að skattleggja sig út af markaðnum. Það er vandamál Sjálfstfl. en frv. er vandamál þjóðarinnar og ég segi nei við frv.