Framhald þingfundar

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 21:26:25 (8462)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég beindi áðan máli mínu til hæstv. forseta og benti forseta á 20. dagskrármálið, Atvinnuþróun í Mývatnssveit, samkomulagsmál hér í tveimur þingnefndum sem fjallað hafa um málið, nál. liggur fyrir. Hvað veldur því að ekki er mælt fyrir þessu máli, virðulegur forseti? Það hefur ekki komið orð um það frá forseta og var þó sú stefna mörkuð af forseta í morgun að forgang skyldu hafa mál sem samstaða væri um frá þingnefndum. Ég óska eftir skýrum svörum um þetta efni af hálfu forseta áður en þessum fundi er slitið.