Ferill 16. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 16 . mál.


16. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 65 26. júní 1992, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.

Flm.: Halldór Ásgrímsson, Stefán Guðmundsson, Guðni Ágústsson,


Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Finnur Ingólfsson, Steingrímur Hermannsson,


Ingibjörg Pálmadóttir, Ólafur Þ. Þórðarson.



1. gr.


    Við lögin bætist svofellt ákvæði til bráðabirgða:
     Á fiskveiðitímabilinu 1. september 1992 til 31. ágúst 1993 er sjávarútvegsráðherra heimilt að ákveða með reglugerð, að höfðu samráði við sjávarútvegsnefnd Alþingis og hagsmunaaðila í sjávar útvegi, að aflaheimildum Hagræðingarsjóðs skuli ráðstafað án endurgjalds að öllu leyti til þeirra skipa sem verða fyrir verulegum samdrætti í aflatekjum milli veiðitímabila af veiði á tegundum sem sæta ákvæðum um leyfilegan heildarafla. Skal aflaheimildum sjóðsins ráðstafað þannig að skerðing heildaraflaheimilda verði sem jöfnust hjá þeim skipum sem sæta ákvæðum um leyfilegan heildar afla.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt í þeim tilgangi að jafna í nokkru það mikla áfall sem þorskveiðiflotinn verður fyrir vegna skertra aflaheimilda á fiskveiðiárinu 1992–1993. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir því á síðasta ári með lagasetningu að afnema jöfnunarhlutverk Hagræðingarsjóðs og ákvað að selja mætti þann afla sem hann hefur til umráða hæstbjóðanda. Með þessu var gerð veigamikil breyting á stjórnkerfi fiskveiða án þess að tilskilið samráð væri haft við sjávarútvegsnefnd Alþingis og hags munaaðila í sjávarútvegi.
    Í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar sagði m.a.: „Þá er í frumvarpinu lagt til að það hlutverk sjóðsins að koma til aðstoðar við einstök byggðarlög verði fellt úr gildi. Mun eðlilegra er að Byggðastofnun eða öðrum stjórnvöldum sé falið að grípa til þeirra ráðstafana sem þurfa þykir til að hafa áhrif á byggðaþróun í landinu.“
    Á fyrsta starfsári Hagræðingarsjóðs var aflaheimildum hans varið til að mæta skertum aflaheim ildum loðnuveiðiskipanna. Á síðasta fiskveiðiári gengu aflaheimildir sjóðsins til flotans í heild. Nú blasir við meiri skerðing en nokkru sinni fyrr og þá ákveður ríkisstjórnin að selja þessar aflaheimild ir og afnema möguleika til jöfnunar. Hér er stigið skref sem er óviðunandi fyrir þá aðila sem mest byggja á þorskveiðum. Hún felur í sér slíkt óréttlæti að ekki verður við unað.
    Ríkisstjórnin hefur rígbundið sig í að selja ákveðinn hluta veiðiheimildanna án tillits til að stæðna hverju sinni. Andstaða talsmanna sjávarútvegsins gegn þessu gerræði virðist litlu breyta. Það er því nauðsynlegt að Alþingi grípi í taumana og breyti þessum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar með lögum.
    Sjávarútvegsráðherra hefur lagt til að sjóðurinn verði notaður með svipuðum hætti og hér er lagt til, enda er það eina leiðin í þeirri stöðu sem upp er komin. Því vænta flutningsmenn frumvarpsins þess að mál þetta fái skjóta meðferð á Alþingi og þannig verði komið til móts við óskir sjávarútvegs ins.
    Ríkisstjórnin hefur vísað þessu vandamáli til Byggðastofnunar. Byggðastofnun hefur nánast enga möguleika til að koma til móts við þá aðila sem verða fyrir mestri skerðingu. Til þess hefur stofnunin hvorki fjármagn né aflaheimildir. Ríkisstjórnin hefur því vísað málinu frá sér og því er eina úrræðið að Alþingi grípi í taumana.
    Það er ljóst að rekstrarskilyrði sjávarútvegsins verða ekki bætt með þessari aðgerð einni saman. Þar þarf fleira til að koma. Þessi jöfnun er þó forsenda þess að eðlilegt jafnræði ríki í greininni þótt vissulega hafi komið til álita að nýta jafnframt aðrar aflaheimildir til jöfnunar. Með úthlutun á afla kvótum fyrir fiskveiðiárið 1992–1993 hefur ríkisstjórnin útilokað að hægt sé að grípa til slíkra úrræða. Sem dæmi um hvað hægt hefði verið að gera má nefna að rækjuafli var aukinn sérstaklega á árinu 1991 til úthlutunar vegna loðnubrests.
    Það er jafnframt nauðsynlegt að bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegsins að öðru leyti. Raungengið hefur hækkað of mikið og því getur sjávarútvegurinn ekki staðið undir þeim kostnaði sem á honum hvílir í dag með þeim tekjum sem eru til skiptanna. Það verður því að leita allra ráða til að lækka kostnaðinn og verja þannig gengi krónunnar. Ríkisstjórnin hefur enga tilburði haft uppi til að undir búa mál með þeim hætti. Nauðsynlegt er að létta margvíslegum kostnaði af sjávarútveginum. Raf magnsverð er of hátt, aðstöðugjald er óréttmætt og vextir allt of háir. Ríkisstjórnin hefur auk þess beitt sér fyrir margvíslegum álögum á sjávarútveginn og hafa aðilar í greininni metið hækkanir á opinberum álögum allt að 1 milljarði króna á árinu 1992.
    Sjávarútvegurinn hefur náð fram verulegri hagræðingu á undanförnum árum og á eftir að sýna mikinn árangur á því sviði. Hann þarf tíma og aðstæður til að halda þeirri vinnu áfram. Jafnframt þarf að skapa honum svigrúm til að nýta sér ýmsa möguleika í vannýttum tegundum og að auka vinnslu innan lands.
    Með samvinnu ríkisvalds og greinarinnar sjálfrar er mögulegt að vinna sig út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur í reynd hafnað slíku samstarfi. Ef frumvarp þetta verður að lögum er skapað nauðsynlegt andrúmsloft og aðstæður til að ríkisvaldið og atvinnugreinin taki höndum saman um úrlausn þeirra erfiðu viðfangsefna sem við blasa. Íslenskt samfélag þolir ekki þann mikla samdrátt, bölsýni og gjaldþrot sem núverandi ríkisstjórn hefur hrundið af stað. Með samþykkt þessa frum varps er stigið mikilvægt skref í þeirri viðleitni að styðja við bakið á íslenskum sjávarútvegi sem býr nú við þrengri stöðu en oftast áður.
    Flutningsmenn frumvarpsins eru þeirrar skoðunar að best sé að breyta lögunum um Hagræðing arsjóð í upphaflegt horf, en jafnframt verði varanleg heimild til að beita sjóðnum í tilfellum sem þeim er við nú stöndum frammi fyrir og stóðum frammi fyrir vegna loðnubrests 1990. Eðlilegt er að bíða með þær breytingar þar til við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Flutningsmenn flytja því breytingartillögu sem ákvæði til bráðabirgða í þeirri von að um það geti skapast meiri samstaða.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með greininni er sjávarútvegsráðherra heimilað að úthluta aflaheimildum Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins til jöfnunar. Í reynd er lögð sú skylda á sjávarútvegsráðherra að jafna skerðingu heildaraflaheimilda þeirra skipa er sæta ákvæðum um leyfilegan heildarafla. Það skal hann gera í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og sjávarútvegsnefnd Alþingis.
     Ekki þykir rétt að lögfesta með nákvæmum hætti hvernig aflaheimildum sjóðsins skuli skipt. Eðlilegt er að sjónarmið hagsmunaaðila í sjávarútvegi ráði þar miklu. Við meðferð málsins á Al þingi er líklegt að það skýrist betur þannig að hægt sé að kveða betur á um skiptinguna. Dæmi um skiptingu má sjá á fskj. V.

Um 2. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.


    Með frumvarpi þessu fylgja eftirtalin gögn:

     1 .     Lög nr. 40 15. maí 1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.
     2 .     Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 40 15. maí 1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.
     3 .     Nefndarálit minni hluta sjávarútvegsnefndar um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 40 15. maí 1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.
     4 .     Bréf sjávarútvegsráðuneytisins til sjávarútvegsnefndar, dags. 28. júlí 1992, um úthlutun aflaheimilda.
     5 .     Yfirlit sjávarútvegsráðuneytisins, dags. 5. ágúst 1992, um breytingu aflaheimilda milli fiskveiðiára eftir sveitarfélögum, kjördæmum og útgerðarflokkum, auk útreikninga um ætluð áhrif af dreifingu aflaheimilda Hagræðingarsjóðs.



Fylgiskjal I.


Lög um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.


(Lög nr. 40 15. maí 1990.)



1. gr.

    Stofna skal sjóð er nefnist Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins og hafi það tvíþætta hlutverk að stuðla að aukinni hagkvæmni í útgerð og koma til aðstoðar byggðarlögum er standa höllum fæti vegna breytinga á útgerðarháttum.
    Sjóðurinn skal stuðla að aukinni hagkvæmni með því að laga stærð og afkastagetu fiskiskipa stólsins að afrakstursgetu nytjastofna sjávar. Í þessu skyni skal sjóðurinn kaupa fiskiskip sem kunna að vera til sölu á hverjum tíma og selja þau úr landi eða eyða þeim og ráðstafa veiðiheimildum sem honum eru framseldar eða úthlutað er til hans. Þá er sjóðnum heimilt að veita styrki til úreldingar skipa enda sé tryggt að í stað hinna úreltu skipa komi ekki ný skip í fiskiskipaflotann eða að afkasta geta flotans aukist með öðrum hætti.
    Sjóðurinn skal koma til aðstoðar í einstökum byggðarlögum með því að efla vinnslu sjávarfangs á þeim stöðum þar sem straumhvörf hafa orðið í atvinnulífi vegna sölu fiskiskipa. Í þessu skyni get ur sjóðurinn framselt tímabundið veiðiheimildir enda verði aflanum landað til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.

2. gr.

    Sjávarútvegsráðherra skipar fimm menn í stjórn Hagræðingarsjóðs til fjögurra ára í senn. Skal einn skipaður eftir tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna, einn eftir sameiginlegri til nefningu Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, einn eftir til nefningu Fiskveiðasjóðs Íslands, einn eftir tilnefningu Byggðastofnunar, en einn án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður sjóðstjórnar.
    Nýti einhver tilnefningaraðila ekki rétt sinn til tilnefningar stjórnarmanns eða náist ekki samkomulag um sameiginlega tilnefningu skipar ráðherra stjórnarmann í hans stað. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og getur í 1. mgr.

3. gr.

    Stofnfé Hagræðingarsjóðs skal vera:
1.     Þær eftirstöðvar eigna hins eldra Úreldingarsjóðs sem varðveittar eru í skuldabréfum skv. d-lið 3. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun inn an sjávarútvegsins.
2.     Eignir Aldurslagasjóðs fiskiskipa, sbr. II. kafla laga nr. 37/1978, um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum.
3.     Söluandvirði eigna eða stofnana ríkisins sem lagt kann að verða til sjóðsins með sérstökum lögum.

4. gr.

    Eigendur fiskiskipa 10 brl. og stærri skulu árlega greiða gjald til Hagræðingarsjóðs. Skal gjaldið nema 800 kr. af hverri brúttórúmlest en þó skal gjaldið aldrei vera hærra en 240.000 kr. fyrir hvert skip. Gjalddagi hagræðingarsjóðsgjalds er 1. janúar ár hvert og greiðist gjaldið án tillits til þess hvort skipi er haldið til veiða eða ekki. Liggi brúttórúmlestamæling skips ekki fyrir skal miða gjald ið við brúttótonn.
    Gjald skv. 1. mgr. skal innheimt gegnum greiðslumiðlunarkerfi sjávarútvegsins og skal hluti þess fjár, sem greiðist inn á vátryggingarreikning skips skv. 2. tölul. 7. gr. laga nr. 24/1986, ganga til greiðslu gjaldsins. Skal Landssamband íslenskra útvegsmanna mánaðarlega skila þessum hluta til Hagræðingarsjóðs uns fullnaðarskil vegna viðkomandi almanaksárs hafa verið gerð.
    Sé gjald ekki greitt fyrir lok álagningarárs skal greiða í Hagræðingarsjóð dráttarvexti af því sem gjaldfallið er samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma, sbr. III. kafla vaxtalaga, nr. 25/1987, með síðari breytingum. Lögveð er í skipum fyrir hagræðingarsjóðsgjaldi.
    Hagræðingarsjóðsgjald skv. 1. mgr. er grunngjald. Ráðherra er heimilt að hækka gjald þetta allt að því að það hækki í réttu hlutfalli við þá hækkun sem kann að verða á vísitölu byggingarkostnaðar, sbr. lög nr. 42/1987. Grunntaxti gjaldsins er miðaður við byggingarvísitölu í janúar 1990, þ.e. 159,6 stig.

5. gr.

    Hagræðingarsjóði skal árlega úthlutað þeim aflaheimildum sem ekki nýttust á næstliðnu fisk veiðiári vegna álags á aflamark við útflutning á óunnum fiski, sbr. 7. mgr. 10. gr. laga um stjórn fisk veiða. Aflaheimildir þessar skulu þó aldrei vera meiri en 12.000 þorskígildistonn árlega miðað við verðmætahlutföll er ráðherra ákveður. Skal allt að helmingi þessara aflaheimilda varið til eflingar fiskvinnslu í byggðarlögum er höllum fæti standa, sbr. 9. gr., en að öðru leyti skulu aflaheimildir þessar framseldar skv. ákvæðum 8. gr. til að standa undir kaupum á skipum til úreldingar.

6. gr.

    Stjórn Hagræðingarsjóðs er heimilt árlega að taka lán vegna skipakaupa að fjárhæð allt að 80% af áætluðu samanlögðu kaupverði skipa á árinu eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjár málaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu lána þessara.
    Noti stjórn Hagræðingarsjóðs heimild 1. mgr. að fullu, eða hluta, til yfirtöku áhvílandi lána á fiskiskipi við kaup ber ríkissjóður sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu eftirstöðva þeirra eftir að veði hefur verið fargað eða það selt úr landi. Fiskveiðasjóði Íslands er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 11. gr. laga nr. 44/1976, að tryggja lán með ábyrgð ríkissjóðs samkvæmt þessari málsgrein í stað 1. veðrétt ar í skipi.

7. gr.

    Við kaup á skipum til úreldingar skal stjórn sjóðsins miða við að fiskiskipastóllinn þróist þannig að fiskstofnarnir séu nýttir með sem hagkvæmustum hætti, m.a. með tilliti til aldursdreifingar afla og aflameðferðar um borð.
    Aflaheimildir þeirra skipa, sem sjóðurinn kaupir, falla ekki niður þótt þeim skipum, sem þær höfðu, sé fargað. Flytjast þær til sjóðsins er ráðstafar þeim samkvæmt ákvæðum laga þessara að teknu tilliti til ákvæða laga um stjórn fiskveiða á hverjum tíma.
    Aldrei skal Hagræðingarsjóður þó fá ráðstöfunarrétt umfram 5% af heildaraflaheimildum af botnfiski eða 5% af heildaraflaheimildum af einstökum tegundum sérveiða. Hafi hlutdeild sjóðsins náð framangreindu hámarki skulu aflaheimildir þeirra skipa, sem úrelt eru, bætast hlutfallslega við aflaheimildir þeirra fiskiskipa sem viðkomandi veiðar stunda frá upphafi næsta árs eða næstu vertíð ar. Hafi botnfiskheimildir sjóðsins náð fyrrgreindu hámarki skulu botnfiskveiðiheimildir úreltra báta þó eingöngu dreifast hlutfallslega á bátaflotann og heimildir úreltra togara með sama hætti ein göngu á togaraflotann. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að lækka hámark þeirra aflaheimilda sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar samkvæmt þessari málsgrein.
    Styrkir vegna úreldingar skipa, sbr. lokamálslið 1. gr., mega aldrei nema meira en 1/ 10 hluta húftryggingarverðs skips. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um úreldingarstyrki samkvæmt þessari málsgrein.

8. gr.

    Hagræðingarsjóður skal við upphaf hvers fiskveiðiárs eða veiðitímabils gefa þeim skipum, er tilteknar veiðar stunda, kost á að fá framseldar til sín gegn endurgjaldi heimildir til þeirra veiða, sem sjóðurinn hefur forræði á, í hlutfalli við veiðiheimildir hvers skips. Skal endurgjaldið miðað við al mennt gangverð á sams konar aflaheimildum að mati sjóðstjórnar. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið lágmark þeirra aflaheimilda sem forkaupsréttur samkvæmt þessari málsgrein nær til.
    Þær veiðiheimildir, sem forkaupsréttur er ekki nýttur á skv. 1. mgr., skal sjóðstjórn framselja hæstbjóðanda samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur í reglugerð. Sama gildir um framsal afla heimilda á því fiskveiðiári eða veiðitímabili sem fiskiskip er keypt.
    Stjórn sjóðsins getur við kaup á fiskiskipi samið svo um að seljandi njóti forkaupsréttar á afla heimildum í tiltekinn tíma eftir kaupin gegn endurgjaldi er miðist við almennt gangverð á sams kon ar aflaheimildum að mati sjóðstjórnar. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki meðan svo er ástatt.

9. gr.

    Sjóðurinn veitir aðstoð sína til eflingar vinnslu sjávarfangs í byggðarlögum, er höllum fæti standa, með því að framselja veiðiheimildir sem honum hafa verið úthlutaðar í því skyni skv. 5. gr. Aflaheimildirnar skulu framseldar gegn því skilyrði að aflanum verði landað til vinnslu í því byggð arlagi sem aðstoð hefur verið samþykkt við. Skal sveitarstjórn í viðkomandi byggðarlagi eiga ráð stöfunarrétt að veiðiheimildum þessum gegn endurgjaldi skv. 1. mgr. 8. gr. Neyti sveitarstjórn ekki ráðstöfunarréttar síns skulu veiðiheimildir framseldar til skipa og gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 8. gr. þá um endurgjald fyrir veiðiheimildir þessar eftir því sem við á. Fáist ekki skip til veiðanna með þeim skilmálum getur stjórn sjóðsins, að fengnu samþykki ráðherra, ákveðið lægra endurgjald eða fallið frá endurgjaldi standi sérstaklega á. Forkaupsréttarákvæði 1. mgr. 8. gr. gildir ekki um framsal veiðiheimilda samkvæmt þessari málsgrein.
    Skilyrði fyrir aðstoð sjóðsins er að sala fiskiskips eða fiskiskipa hafi valdið straumhvörfum í atvinnumálum viðkomandi byggðarlags þannig að fyrirsjáanleg sé veruleg fækkun starfa og byggða röskun sé yfirvofandi. Sjóðstjórn skal taka ákvörðun um aðstoð að fengnu samþykki Byggðastofn unar.
    Þær aflaheimildir skv. 1. mgr., sem ekki verða nýttar á viðkomandi fiskveiðiári til aðstoðar skv. ákvæðum þessarar greinar, skulu framseldar skv. ákvæðum 2. mgr. 8. gr.

10. gr.

    Fiskveiðasjóður Íslands annast reikningshald og rekstur Hagræðingarsjóðs eftir nánara sam komulagi við sjóðstjórn.
    Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga Hagræðingarsjóðs.
    Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Hagræðingarsjóðs og greiðir þær ef eignir og tekjur sjóðsins hrökkva ekki til.

11. gr.

    Hagræðingarsjóður fiskiskipa skal undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum hverju nafni sem nefnast. Öll skjöl viðvíkjandi lánum, sem sjóðurinn veitir eða tekur, skulu undanþegin stimpilgjaldi.

12. gr.

    Sjávarútvegsráðherra setur nánari reglur um Hagræðingarsjóð fiskiskipa með reglugerð.

13. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1991. Jafnframt fellur úr gildi II. kafli laga nr. 37 11. maí 1978, um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Gjald skv. 4. gr. skal lagt á í fyrsta skipti fyrir árið 1991.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1991 skal Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins úthlutað þeim afla heimildum sem ekki nýttust á árinu 1990 vegna álags á aflamark eða aflahámark á útflutningi á óunnum fiski skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 3 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988–1990. Aflaheimildir þessar skulu þó ekki vera meiri en sem nemur 8.000 þorskígildistonnum. Um ráðstöfun þessara heimilda fer eftir 5. og 9. gr. laganna.

II.


    Sjávarútvegsráðherra skal fyrir árslok 1992 láta endurskoða lög þessi. Hafa skal samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis og helstu hagsmunasamtök í sjávarútvegi við þá endurskoðun.


Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.






Fylgiskjal II.


Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 40 15. maí 1990,


um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.


(124. mál 115. löggjafarþings.)



1. gr.


    1. gr. laganna orðist svo:
     Stofna skal sjóð er nefnist Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins. Hlutverk Hagræðingarsjóðs er að stuðla að aukinni hagkvæmni í útgerð með því að laga stærð og afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna sjávar. Í þessu skyni skal sjóðurinn veita styrki til úreldingar skipa enda sé tryggt að í stað hinna úreltu skipa komi ekki ný skip í fiskiskipaflotann eða afkastageta flotans aukist með öðrum hætti.

2. gr.


    2. gr. laganna orðist svo:
     Stjórn Fiskveiðasjóðs Íslands skal jafnframt annast stjórn Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins.
     Fiskveiðasjóður annast reikningshald og rekstur Hagræðingarsjóðs.
     Fjárhagur Hagræðingarsjóðs skal aðskilinn fjárhag Fiskveiðasjóðs.

3. gr.


    5. gr. laganna orðist svo:
     Hagræðingarsjóði skal á hverju fiskveiðiári úthlutað aflaheimildum er nema 12.000 þorskígild um í lestum talið. Skal þessum aflaheimildum skipt á þær botnfisktegundir sem sæta hámarksafla í hlutfalli við leyfðan heildarafla og miðað við þau verðmætahlutföll er ráðherra ákveður. Taka skal tillit til aflaheimilda Hagræðingarsjóðs við ákvörðun aflamarks einstakra skipa.

4. gr.


    6. gr. laganna orðist svo:
     Hagræðingarsjóður skal við upphaf hvers fiskveiðiárs gefa útgerðum þeirra skipa er aflahlut deild hafa af botnfisktegundum sem sjóðurinn fær úthlutað skv. 5. gr. kost á að fá framseldar til sín aflaheimildir sjóðsins gegn endurgjaldi. Skal forkaupsrétturinn boðinn útgerðum í hlutfalli við afla hlutdeild hvers skips af þeim tegundum sem sjóðurinn hefur forræði á. Endurgjald skal miðað við almennt gangverð á sams konar heimildum að mati ráðherra. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið lágmark þeirra aflaheimilda sem forkaupsréttur samkvæmt þessari málsgrein nær til.
     Þær veiðiheimildir, sem forkaupsréttur er ekki nýttur á skv. 1. mgr., skal framselja hæstbjóðanda samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur í reglugerð.
     Öllum tekjum Hagræðingarsjóðs af ráðstöfun aflaheimilda samkvæmt þessari grein skal varið til að standa straum af kostnaði við Hafrannsóknastofnunina. Sjóðurinn skal standa stofnuninni jafnharðan skil á innheimtum tekjum.

5. gr.


    7. gr. laganna orðist svo:
     Úreldingarstyrkur skal vera tiltekið hlutfall af húftryggingarverðmæti fiskiskips að hámarki 30%. Skal ráðherra ákveða styrkhlutfall fyrir upphaf hvers almanaksárs að fengnum tillögum stjórn ar sjóðsins. Úreldingarstyrkur vegna hvers einstaks skips skal þó aldrei vera hærri en 50 m.kr. Sú fjárhæð er grunnfjárhæð sem breytist í sama hlutfalli og gjald til sjóðsins skv. 4. mgr. 4. gr.
     Sjóðurinn veitir eingöngu styrki vegna úreldingar þeirra skipa sem gjaldskyld eru skv. 1. mgr. 4. gr. Skal styrkur miðaður við það hlutfall er gilti á því ári er umsókn um styrkinn barst og styrkur reiknaður af húftryggingarverðmæti skips í upphafi þess árs.
     Komi í ljós að fjárhagur sjóðsins leyfi ekki greiðslu úreldingarstyrkja skv. 1. mgr. þessarar greinar er ráðherra heimilt að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins að lækka þegar ákveðið styrkhlut fall ársins. Jafnframt er stjórn sjóðsins heimilt að ákveða frestun á greiðslu styrkja ef hún telur að um tímabundinn skort á ráðstöfunarfé sé að ræða.

6. gr.


    8. gr. laganna orðist svo:
     Skilyrði fyrir veitingu loforðs um styrk vegna úreldingar fiskiskips er að eigandi þess lýsi því yfir að skipið verði tekið af skipaskrá, að réttur til endurnýjunar þess verði ekki nýttur og enn fremur að allar veiðiheimildir skipsins verði varanlega sameinaðar aflaheimildum annarra fiskiskipa.
     Óheimilt er að greiða úreldingarstyrk fyrr en fyrir liggur vottorð Siglingamálastofnunar ríkisins um afskráningu skipsins af skipaskrá og yfirlýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu um að allar afla heimildir skipsins hafi varanlega verið sameinaðar aflaheimildum annarra skipa og að fallið hafi verið frá rétti til endurnýjunar skipsins.

7. gr.


    9. og 10. gr. laganna falli niður og breytist töluröð annarra greina til samræmis við það. Jafn framt fellur ákvæði til bráðabirgða II niður.

8. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    
Á fiskveiðiárinu 1. september 1991 til 31. ágúst 1992 skal þeim aflaheimildum, sem
Hagræðingarsjóður fær til ráðstöfunar skv. 5. gr. laga nr. 40 15. maí 1990, varið til hækkunar á afla marki einstakra skipa í hlutfalli við aflahlutdeild hvers skips af þeim fisktegundum sem sjóðurinn hefur til umráða.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Á 111. löggjafarþingi var lagt fram frumvarp til laga um Úreldingarsjóð fiskiskipa. Þetta frum varp hlaut ekki afgreiðslu á því þingi og því var það endurflutt á 112. löggjafarþingi. Með frumvarp inu var lagt til að stofnaður skyldi sjóður sem hefði það hlutverk að stuðla að fækkun fiskiskipa. Þessu hlutverki skyldi sjóðurinn sinna með tvennum hætti. Í fyrsta lagi skyldi sjóðurinn kaupa fiski skip með aflaheimildum. Í öðru lagi skyldi sjóðurinn greiða úreldingarstyrki sem gátu numið allt að 10% af húftryggingarverðmæti fiskiskipa.
     Við afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu vorið 1990 voru gerðar verulegar breytingar á efni þess. Nafni sjóðsins var m.a. breytt í Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins og sjóðnum úthlutað aflaheimild um sem námu allt að 12.000 þorskígildislestum. Þessum aflaheimildum átti sjóðurinn að ráðstafa með tvennum hætti. Í fyrsta lagi skyldi sjóðurinn framselja allt að helmingi þessara aflaheimilda til eflingar fiskvinnslu í byggðarlögum sem standa höllum fæti. Í öðru lagi skyldi sjóðurinn framselja heimildir sínar til einstakra fiskiskipa. Allar tekjur sjóðsins af framsali aflaheimilda áttu að renna til að standa undir fækkun fiskiskipa.
     Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I við lög nr. 40/1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins, skyldi sjóðurinn fá úthlutað allt að 8.000 þorskígildislestum á fiskveiðitímabilinu sem hófst 1. jan úar 1991 og lauk 31. ágúst 1991. Með lögum nr. 13/1991, um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnu veiðum, var sjávarútvegsráðherra veitt heimild til að úthluta aflaheimildum sjóðsins til loðnuskipa. Ráðherra nýtti þessa heimild laganna og var með reglugerð nr. 152/1991 tekin ákvörðun um skipt ingu 8.000 þorskígildislesta milli einstakra loðnuskipa. Hagræðingarsjóður fékk því ekki úthlutað aflaheimildum á umræddu fiskveiðitímabili.
     Með þessu frumvarpi er lagt til að talsverðar breytingar verði gerðar á lögum um Hagræðingar sjóð sjávarútvegsins. Í fyrsta lagi er lagt til að hlutverk sjóðsins verði einfaldað verulega frá því sem gildandi lög um sjóðinn gera ráð fyrir. Tilgangur þessarar breytingar er að stuðla að raunhæfri fækk un fiskiskipa. Í öðru lagi er lagt til að allar tekjur sjóðsins af framsali aflaheimilda renni til Hafrann sóknastofnunar. Er þetta í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að láta atvinnuvegina bera í rík ari mæli en nú kostnað af því rannsóknar- og þjónustustarfi sem fram fer í þeirra þágu á vegum ríkis ins. Jafnframt er gert ráð fyrir að samfara þessu verði hafrannsóknir efldar og hefur m.a. verið tekin ákvörðun um að hefja umfangsmiklar fjölstofnarannsóknir og rannsóknir á heildarsamhengi lífríkis sjávar.
     Samkvæmt gildandi lögum um Hagræðingarsjóð er sjóðnum heimilt að greiða úreldingarstyrki sem nema allt að 10% af húftryggingarmati fiskiskipa. Skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja er að aflaheimildir þess fiskiskips, sem úrelt er, verði sameinaðar varanlega aflaheimildum annarra fiski skipa í flotanum. Reynslan hefur sýnt að þetta hlutfall er of lágt því að sjóðnum hefur nánast ekki borist fullgild umsókn um greiðslu styrks. Hafa margir útgerðarmenn frekar kosið að selja endur nýjunarrétt fiskiskipa sem aflaheimildir hafa verið fluttar af eða að halda þeim til veiða á vannýttum tegundum. Þetta mun hins vegar leiða til vaxandi sóknar í þessar tegundir og getur þannig flýtt fyrir að grípa verði til þess að setja hámarksafla á fleiri tegundir en nú er. Þá liggja allmörg fiskiskip bundin við bryggju þar sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvernig skipin skulu nýtt. Hætt er við að sum þessara skipa muni verða nýtt til stækkunar á nýjum skipum. Með því að hækka þetta hlutfall í allt að 30% af húftryggingarverðmæti er gert ráð fyrir að hægt verði að ná umtalsverðum árangri í að fækka fiskiskipum.
     Með frumvarpinu er ekki lagt til að gjald, sem eigendur fiskiskipa 10 brl. og stærri greiða til sjóðsins í samræmi við stærð skipanna, verði hækkað. Árlegar tekjur sjóðsins af þessu gjaldi nema um 80 millj. kr. en eigið fé hans nam 600 millj. kr. 1. september sl. Reynist eftirspurn eftir styrkjum til úreldinga mikil á næstu árum þarf því annaðhvort að hækka iðgjöldin eða lækka það hlutfall af húftryggingarverðmæti sem styrkfjárhæðin miðast við.
     Með frumvarpinu er lagt til að heimild sjóðsins til þess að kaupa fiskiskip með aflaheimildum verði felld niður. Reynslan hefur sýnt að umframeftirspurn er eftir fiskiskipum til kaups. Þetta end urspeglast í háu verði á fiskiskipum og hætt er við að samkeppni frá opinberum sjóði geti haft óheppileg áhrif á alla verðmyndun. Þá er vandséð miðað við hið háa verð að kaup á fiskiskipum í því skyni að framselja árlegar aflaheimildir þeirra til að standa undir kaupverðinu fái staðist. Það er því eðlilegt að þessi heimild sjóðsins verði felld úr gildi.
     Þá er í frumvarpinu lagt til að það hlutverk sjóðsins að koma til aðstoðar við einstök byggðarlög verði fellt úr gildi. Mun eðlilegra er að Byggðastofnun eða öðrum stjórnvöldum sé falið að grípa til þeirra ráðstafana sem þurfa þykir til að hafa áhrif á byggðaþróun í landinu.
     Eins og áður er rakið er gert ráð fyrir að andvirði þeirra 12.000 þorskígildislesta, sem sjóðurinn fær árlega úthlutað, verði varið til Hafrannsóknastofnunar. Meginhluta teknanna verður varið til að standa undir almennum rekstrarkostnaði stofnunarinnar en að hluta verða þessir fjármunir nýttir til að standa undir sérstökum rannsóknarverkefnum sem eru fyrirhuguð. Gert er ráð fyrir að árlegar aflaheimildir sjóðsins verði framseldar til fiskiskipa eftir sömu reglum og eru í gildandi lögum um sjóðinn. Í upphafi hvers fiskveiðiárs verður útgerðum því boðinn forkaupsréttur að aflaheimildum sjóðsins í réttu hlutfalli við aflahlutdeild hvers skips. Nýti útgerð ekki forkaupsrétt verða þær afla heimildir, sem þannig falla niður, framseldar hæstbjóðanda.
     Með þeim breytingum, sem lagðar eru til á lögum nr. 40/1990, um Hagræðingarsjóð sjávarút vegsins, er gert ráð fyrir að hlutverk sjóðsins verði einfaldað verulega frá því sem er. Með hliðsjón af því er lagt til að ekki verði skipuð sérstök stjórn fyrir sjóðinn eins og kveðið er á um í gildandi lögum. Í þess stað er lagt til að stjórn Fiskveiðasjóðs Íslands verði falið að annast veitingu úrelding arstyrkja úr sjóðnum en samkvæmt gildandi lögum um Hagræðingarsjóð annast Fiskveiðasjóður daglegan rekstur sjóðsins.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er kveðið á um að nafn sjóðsins skuli óbreytt, þ.e. Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins. Hins vegar er gerð breyting á hlutverki sjóðsins frá því sem áður var. Hlutverk sjóðsins er nú eingöngu að draga úr afkastagetu fiskiskipaflotans og auka þar með hagkvæmni í útgerð. Heimild sjóðsins til að koma til aðstoðar einstökum byggðarlögum er því felld niður.

Um 2. gr.


    Í 1. mgr. er kveðið á um stjórn sjóðsins. Er lagt til að stjórn Fiskveiðasjóðs verði falið að annast stjórn sjóðsins en ekki verði skipuð sérstök stjórn eins og kveðið er á um í gildandi lögum. Þessi breyting þykir eðlileg þar sem gert er ráð fyrir að hlutverk sjóðsins verði einfaldað verulega.
     Þá er kveðið á um að sjóðurinn skulu áfram vistaður hjá Fiskveiðasjóði og fjárhagur sjóðsins verði aðskilinn fjárhag Fiskveiðasjóðs.

Um 3. gr.


    Samkvæmt þessari grein skal sjóðnum árlega úthlutað 12.000 þorskígildislestum af botnfiski. Lagt er til að aflaheimildir skiptist milli einstakra botnfisktegunda í hlutfalli við leyfðan heildarafla og miðað við verðmætahlutföll milli tegunda sem ráðherra ákveður í upphafi hvers fiskveiðiárs. Áður en leyfilegum heildarafla er skipt á milli einstakra fiskiskipa þarf því að taka tillit til aflaheim ilda sjóðsins með sambærilegum hætti og gert er varðandi þann hluta línuafla sem telst utan afla marks í fjóra mánuði á ári hverju.

Um 4. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um hvernig aflaheimildum sjóðsins skuli ráðstafað. Er lagt til að út gerðum fiskiskipa, sem hafa aflahlutdeild af þeim tegundum sem sjóðurinn fær úthlutað, verði veitt ur forkaupsréttur að aflaheimildum sjóðsins. Forkaupsrétturinn verður boðinn í upphafi hvers fisk veiðiárs í hlutfalli við aflahlutdeild hvers fiskiskips af þeim tegundum sem sjóðurinn hefur forræði á. Verðið skal ákveðið af ráðherra og miðast við gangverð sambærilegra heimilda. Er gert ráð fyrir að framkvæmd þessara atriða verði í samráði við sjávarútvegsráðuneytið og að forkaupsrétturinn verði boðinn um leið og ráðuneytið sendir út tilkynningar um aflaheimildir við upphaf hvers fisk veiðiárs.
     Þær aflaheimildir, sem forkaupsréttur er ekki nýttur á, skulu framseldar hæstbjóðanda. Er gert ráð fyrir að stjórn sjóðsins verði falið að annast útboð þeirra aflaheimilda samkvæmt reglum sem ráðherra setur.
     Öllum tekjum Hagræðingarsjóðs af ráðstöfun aflaheimilda skal varið til að standa straum af kostnaði við Hafrannsóknastofnunina. Er hér um breytingu að ræða frá gildandi lögum en sam kvæmt þeim skal tekjum sjóðsins af ráðstöfun aflaheimilda varið til fækkunar fiskiskipa.

Um 5. gr.


    Til að minnka afkastagetu fiskiskipaflotans skal sjóðurinn greiða styrki til úreldingar fiskiskipa sem nema allt að 30% af húftryggingarverðmæti þess skips sem úrelda á. Er lagt til að ráðherra ákveði, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, fyrir upphaf hvers almanaksárs hve háu hlutfalli af húftryggingarverðmæti fiskiskips styrkurinn nemur. Það ræðst fyrst og fremst af fjárhagsstöðu sjóðsins og áætlunum um úreldingu skipa hversu hátt þetta hlutfall verður. Þá er lagt til að sett verði 50 m.kr. hámark á þann styrk sem greiða má vegna úreldingar hvers einstaks skips. Er það gert til að beina úreldingu frekar að eldri og verðminni skipum og draga úr hættu á því að einstakar úreld ingar geti kollvarpað fjárhagsáætlunum sjóðsins. Í þessu sambandi má einnig benda á að iðgjöld til sjóðsins sæta tilteknu hámarki. Í 2. mgr. er kveðið á um til hvaða fiskiskipa heimilt er að greiða styrki til úreldingar. Er einungis heimilt að greiða styrki vegna þeirra skipa sem gjaldskyld eru til sjóðsins. Jafnframt er kveðið á um að við greiðslu úreldingarstyrkja skuli miða við húftryggingar verðmæti fiskiskipa eins og það var í upphafi þess almanaksárs sem umsókn barst.
     Þar sem ekki er gert ráð fyrir að sjóðnum verði heimilt að taka lán er í 3. mgr. ákvæði þess efnis að hægt sé að lækka styrkhlutfallið innan ársins. Þá er stjórn sjóðsins enn fremur heimilt að fresta greiðslu styrkja ef hún telur að um tímabundinn skort á ráðstöfunarfé sé að ræða.

Um 6. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um þau skilyrði sem eigandi fiskiskips, sem sækir um styrk til úreld ingar, þarf að uppfylla áður en stjórn sjóðsins er heimilt að veita loforð um styrk. Í fyrsta lagi þarf eigandi skips að lýsa því yfir að skipið verði tekið af skipaskrá. Í öðru lagi að réttur til endurnýjunar þess verði ekki nýttur. Í þriðja lagi að allar aflaheimildir skipsins verði sameinaðar varanlega afla heimildum annarra skipa. Með þessu móti er tryggt að greiðsla úreldingarstyrks úr sjóðnum mun í öllum tilvikum leiða til að dragi úr afkastagetu fiskiskipaflotans. Þá er í 2. mgr. kveðið á um að stjórn sjóðsins sé óheimilt að greiða út styrk fyrr en öll þau skilyrði, sem rakin eru í 1. mgr., hafa verið uppfyllt.

Um 7. gr.


    Þessa grein leiðir af breyttu hlutverki sjóðsins og þarfnast því ekki frekari skýringa.

Um 8. gr.


    Þessi grein þarfnast ekki skýringa. Rétt er þó að taka fram að ákvæði 3. gr. frumvarpsins koma ekki til framkvæmda fyrr en við úthlutun aflaheimilda í upphafi þess fiskveiðiárs sem hefst 1. sept ember 1992. Þær heimildir, sem sjóðurinn fær til ráðstöfunar á yfirstandandi fiskveiðiári, eru því skv. 5. gr. laga nr. 40/1990. Hér er um að ræða samtals rúmlega 11.000 þorskígildislestir. Um ráð stöfun þeirra er gerð tillaga í ákvæði til bráðabirgða.

Um ákvæði til bráðabirgða.


     Hér er kveðið á um ráðstöfun aflaheimilda sjóðsins á fiskveiðiárinu sem hófst þann 1. september 1991 og lýkur 31. ágúst 1992. Lagt er til að öllum aflaheimildum sjóðsins á þessu fiskveiðiári verði varið til hækkunar á aflamarki einstakra fiskiskipa í samræmi við aflahlutdeild þeirra af þeim teg undum sem sjóðurinn hefur til umráða. Það verður því fyrst við upphaf þess fiskveiðiárs sem hefst 1. september 1992 sem eigendum fiskiskipa verður boðinn forkaupsréttur að aflaheimildum sjóðs ins samkvæmt ákvæðum 4. gr.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.


    
Með frumvarpinu eru gerðar tvenns konar breytingar á lögum nr. 40/1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Annars vegar eru breytt ákvæði um ráðstöfun aflaheimilda sjóðsins. Hins vegar eru breytt ákvæði um styrkveitingar sjóðsins til úreldingar fiskiskipa.
     Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992 er gert ráð fyrir að afla Hafrannsóknastofnun 525 m.kr. með sérstökum tekjum. Samkvæmt frumvarpinu hyggst sjávarútvegsráðuneytið ná því marki með framsali aflaheimilda Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins til eins árs í senn gegn endurgjaldi, en sjóðurinn fær úthlutað 12.000 þorskígildislestir á ári hverju. Til þess að ná áðurnefndri fjárhæð þyrfti meðalverð hvers kílós, sem sjóðurinn framselur, að vera tæpar 44 kr. Þetta mun vera nokkuð umfram gangverð slíkra heimilda í dag. Þar sem hér er um mjög mikið magn að ræða er óvíst hver áhrif sölunnar verða á markaðinn. Ef ekki tekst að afla áðurnefndra tekna með þessu móti verður að leita annarra leiða til að ná endum saman í rekstri Hafrannsóknastofnunar á árinu 1992.
     Breytingar frumvarpsins varðandi styrki til úreldingar fiskiskipa hafa ekki áhrif á fjárhag ríkis sjóðs þar sem þeir eru fjármagnaðir með sérstöku gjaldi á fiskiskip en ekki með framlagi úr ríkis sjóði.




Fylgiskjal III.



Nefndarálit minni hluta sjávarútvegsnefndar


um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 40 15. maí 1990,


um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.


(Þskj. 310 á 115. löggjafarþingi.)



    Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta á nokkrum fundum en fengið lítinn tíma til umfjöllunar um málið. Frumvarp þetta verður að skoðast í ljósi þess að í ákvæði til bráðabirgða í núgildandi lög um um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins kemur fram að ráðherra skuli fyrir árslok 1992 láta endur skoða lögin. Í því sambandi er honum skylt að hafa samráð við sjávarútvegsnefnd Alþingis og sam tök helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi við þá endurskoðun.
     Á árinu 1986 fór fram viðamikil endurskoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins. Nefnd sú, sem vann að endurskoðuninni, lagði til að gamli Úreldingarsjóður fiskiskipa, sem stofnaður var árið 1980, yrði lagður niður. Ástæða þess var einkum sú að nefndin lagði til að útflutningsgjald af sjávarafurð um yrði lagt niður og við það hvarf aðaltekjustofn sjóðsins. Nefndin taldi jafnframt að þörf væri á því að gera starfsemi Úreldingarsjóðs og Aldurslagasjóðs fiskiskipa markvissari en verið hafði. Þótti sjóðurinn hafa unnið gegn upprunalegum tilgangi sínum því styrkveitingum úr sjóðnum var oftast ráðstafað til kaupa á nýjum og afkastameiri skipum í stað þeirra sem úrelt voru. Gerði nefndin ráð fyrir að síðar yrðu sett ný lög um starfsemi sjóðsins og jafnframt yrðu ákvæði um Aldurslaga sjóð endurskoðuð.
     Í framhaldi af þessari endurskoðun var lagt fram á 111. löggjafarþingi 1988–1989 frumvarp til laga um Úreldingarsjóð fiskiskipa. Hinum nýja úreldingarsjóði var ætlað það hlutverk að kaupa fiskiskip, sem eru til sölu á frjálsum markaði, eyða þeim eða selja úr landi. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að sjóðurinn ráðstafaði veiðiheimildum þeirra skipa sem hann kaupir gegn endurgjaldi og standi með þeim hætti undir frekari skipakaupum. Þá var sjóðnum einnig heimilt að veita beina styrki til úreldingar skipa, enda sé tryggt að úreldingin leiði ekki til kaupa á nýjum skipum er bætist í flotann eða auki afkastagetu hans með öðrum hætti.
     Þá var lagt til að stofnfé sjóðsins verði eignir eldra Úreldingarsjóðs fiskiskipa auk eigna Aldurs lagasjóðs fiskiskipa sem námu þá rúmlega 300 millj. kr. en þá var gert ráð fyrir því að sjóðnum yrði markaður tekjustofn sem gæfi u.þ.b. 90 millj. kr. á ári. Auk þess var gert ráð fyrir því að sjóðurinn fengi tekjur af sölu veiðiheimilda sem hann eignaðist með kaupum á fiskiskipum en ekki gert ráð fyrir því að hann fengi veiðiheimildir í upphafi.
     Þá var lagt til að sjóðnum yrði heimilað að yfirtaka áhvílandi lán á þeim fiskiskipum sem hann kaupir eða að öðrum kosti að taka lán fyrir allt að 80% af kaupverðinu. Þetta var gert til að skapa möguleika fyrir sjóðinn til að hafa raunveruleg áhrif á stærð fiskiskipaflotans strax á fyrstu starfsár unum. Við kaup á fiskiskipum átti sjóðurinn að gæta tveggja meginsjónarmiða. Annars vegar að skipakaupunum sé hagað á þann veg að sem hagkvæmust samsetning náist í fiskiskipaflotanum þannig að líklegt sé að afli dreifist á þá árganga nytjastofna sem hámarksafrakstur gefa. Hins vegar var stefnt að betri aflameðferð með því að kaupa þau skip sem ekki fullnægðu nýjustu kröfum um meðferð afla.
     Í þessu frumvarpi var gert ráð fyrir að Úreldingarsjóður ráðstafaði gegn endurgjaldi veiðiheim ildum þeirra skipa sem hann eignaðist. Það var gert til þess að sjóðurinn gæti staðið undir greiðslum afborgana og vaxta sem á hann féllu vegna kaupa á fiskiskipum til úreldingar. Gert var ráð fyrir við ráðstöfun veiðiheimilda að útgerðum þeirra skipa, sem tilteknar veiðar stunda, væri gefinn for kaupsréttur á veiðiheimildum.
     Jafnframt var gert ráð fyrir því að sjóðurinn hefði heimild til að styrkja aðila, sem vildu úrelda skip sín, með sérstökum fjárframlögum. Þar var gert ráð fyrir að slíkir styrkir væru ekki veittir nema til kæmi raunveruleg úrelding þannig að skipum væri eytt án þess að önnur kæmu í staðinn. Jafn framt var gert ráð fyrir að óheimilt væri að nýta endurnýjunarrétt til stækkunar nýrra skipa. Styrkj unum var einkum ætlað að hvetja eigendur fiskiskipa til að sameina veiðiheimildir og leggja niður óhagkvæm skip í flotanum.
    Því voru sett tiltekin takmörk hversu miklar aflaheimildir sjóðurinn mátti eiga. Honum var ekki ætlað að kaupa aflaheimildir umfram það sem nauðsynlegt var til að ná tilgangi sínum. Gert var ráð fyrir að sjóðurinn hefði þau takmörk að hann mætti aldrei öðlast meiri ráðstöfunarrétt en á að 3% heildaraflaheimilda. Ef hlutdeild sjóðsins næði því marki mundu aflaheimildir þeirra skipa, sem sjóðurinn eignast, bætast hlutfallslega við aflaheimildir alls flotans og þannig stuðla að bættum rekstrargrundvelli hans. Gert var ráð fyrir að ráðherra hefði heimild til að lækka þetta hámark með reglugerð. Þannig var gert ráð fyrir að sjóðurinn ynni að aukinni hagræðingu í útgerð sem kæmi öll um flotanum til góða. Smátt og smátt hefði flotinn minnkað og aflaheimildir þeirra skipa sem eftir stóðu aukist.
     Mikil umræða varð um frumvarp þetta samhliða þeirri viðamiklu umræðu sem fór fram um stjórn fiskveiða. Upphaflega höfðu verið settar fram hugmyndir um það að sjóðurinn eignaðist lítils háttar aflaheimildir þannig að hægt yrði að beita honum af meiri krafti til að minnka flotann. Það var almennt viðurkennt að flotinn væri of stór en á skorti að samþykktar væru aðgerðir til að ná því marki. Á þessum tíma komu upp vandamál í einstökum byggðarlögum vegna þess að fiskiskip voru seld þaðan í burtu. Háværar kröfur komu upp um að fiskveiðistefnunni yrði breytt til að koma til móts við þessi sjónarmið og stjórnvöld voru krafin um úrræði til að koma viðkomandi byggðarlög um til hjálpar. Ákveðnar kröfur komu fram á Alþingi um breytingar á stjórn fiskveiða til þess að koma til móts við þessi sjónarmið þar sem m.a. var gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra fengi opna heimild til að stækka flotann í því skyni að tryggja hagsmuni byggðarlaga sem höfðu misst frá sér fiskiskip. Slík heimild hefði orðið til þess að flotinn hefði stækkað. Í atkvæðagreiðslu á Alþingi var slík tillaga felld með aðeins eins atkvæðis mun. Af þessu mátti ráða að sú krafa hafði mikið fylgi að meira tillit væri tekið til hagsmuna einstakra byggðarlaga að því er varðar stjórnun fiskveiða.
     Í framhaldi af allri þessari umfjöllun var gerð tillaga um það að Úreldingarsjóðurinn fengi nýtt hlutverk og þjónaði byggðarlögum þar sem sérstakar aðstæður hefðu komið upp. Jafnframt var ákveðið í ljósi þess nýja hlutverks að breyta nafni hans og nefndist hann eftir það Hagræðingarsjóð ur sjávarútvegsins. Aðstoðarhlutverki sínu í þágu byggðarlaga, sem höllum fæti standa, átti sjóður inn að sinna með því að ráðstafa aflaheimildum sem honum eru úthlutaðar í þessu skyni enda yrði honum landað til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi. Samkvæmt núgildandi lögum verður ástæða vandans að vera sala fiskiskips eða fiskiskipa úr viðkomandi byggðarlagi sem leiðir til fyrirsjáan legrar fækkunar starfa og byggðaröskun sé yfirvofandi af þeim sökum. Áður en ákvörðun er tekin um slíka aðstoð er ljóst að heildarúttekt á atvinnumálum í viðkomandi byggðarlagi verður að liggja fyrir og aðstoð sjóðsins að vera tímabundin hjálp meðan varanlegri úrræða er leitað. Hafi ákvörðun um aðstoð verið tekin skal fyrst og fremst veita sveitarstjórn í viðkomandi byggðarlagi kost á að ráð stafa þeim aflaheimildum sem samþykkt hefur verið að verja í þessu skyni gegn greiðslu samkvæmt gangverði. Kjósi sveitarstjórn ekki að hafa slíka milligöngu skal stjórn sjóðsins ráðstafa aflaheim ildum til einstakra skipa annaðhvort á almennu gangverði eða til hæstbjóðanda. Það ræðst því af að stæðum á hverjum stað hvað útgerðir einstakra skipa eru tilbúnar til að greiða til að fá heimildir til að veiða viðbótarafla með því skilyrði að honum verði landað til vinnslu á staðnum. Séu skip, sem skortir aflaheimild, gerð út frá viðkomandi stað eða liggi hann vel við miðum og sé nærri heimahöfn annarra skipa er líklegt að útgerðaraðilar væru tilbúnir til að greiða eðlilegt verð fyrir viðbótarheim ildir enda þótt þær væru bundnar slíku löndunarskilyrði. Séu aðstæður örðugri, t.d. um afskekkt byggðarlag að ræða með lélega hafnaraðstöðu, mundi endurgjald, sem fengist fyrir aflaheimildirn ar, verða lægra og í undantekningartilfellum getur stjórn sjóðsins fallið frá endurgjaldi að fengnu samþykki ráðherra. Ekki er talið líklegt að slík staða komi upp almennt þar sem mikil umframa fkastageta er hjá fiskiskipaflotanum og ætti því að vera fremur auðvelt að fá skip til veiða.
     Eftir mikla umfjöllun um þetta mál varð ekki samstaða um betri lausn til að koma til móts við þessi sjónarmið og tryggja visst öryggi fyrir þau byggðarlög í landinu sem byggja allt sitt á sjávarút vegi. Hér er um að ræða lausn sem byggir á því að nýta umframafkastagetu fiskiskipaflotans til að leysa tímabundin og staðbundin vandamál sem upp kunna að koma. Margvísleg önnur sjónarmið voru að sjálfsögðu um hvernig skyldi bregðast við þessum vandamálum en almennt var talið að hér væri um mikilvægt skref að ræða sem rétt væri að reyna í framkvæmd.
     Þegar lögin voru samþykkt á Alþingi kom skýrt fram í umfjöllun um málið að frumvarpið væri svo nátengt frumvarpi um stjórn fiskveiða að það verði hvorki rætt né afgreitt nema samhliða því. Alþingi áréttaði þessa skoðun með því að setja sams konar endurskoðunarákvæði í lögin um Hag ræðingarsjóð sjávarútvegsins og lögin um stjórn fiskveiða. Með þessu hefur Alþingi samþykkt að endurskoðun laganna skuli vera samhliða og fjallað skuli um það í nánu samstarfi við hagsmunaað ila og sjávarútvegsnefnd Alþingis. Þetta lagaákvæði hefur ekki verið virt við undirbúning málsins og hefði því í reynd verið eðlilegast að engin umfjöllun færi fram um málið á Alþingi fyrr en ákvæði laganna hefði verið fullnægt. Það er til lítils fyrir Alþingi að samþykkja ákveðin fyrirmæli til fram kvæmdarvaldsins og samþykkja síðan í reynd að ekki sé eftir þeim farið. Það hefur verið staðfest af hagsmunaaðilum í sjávarútvegi að ekkert samráð hefur verið haft við þá í þessu máli. Í samtölum við hina ýmsu aðila kom í ljós að þeim var ekki kunnugt um efni frumvarpsins.
     Sú endurskoðunarnefnd, sem nú hefur verið skipuð til að fjalla um endurskoðun á fiskveiðistefn unni, hefur ekki fjallað um málið. Allir viðmælendur nefndarinnar mæltu gegn því að þetta mál verði tekið út úr með þessum hætti og fylgdi ekki annarri endurskoðun sem snerta fiskveiðistefnuna. Enginn aðili í sjávarútvegi hefur mælt með frumvarpinu. Flestir mæla gegn því en aðrir telja rétt að endurskoðun laganna fari fram í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í núgildandi lögum. Leitað var til Landshlutasamtaka sveitarfélaga en vegna tímaskorts gafst þeim lítið tækifæri til að fara yfir málið. Ljóst er af umsögum að annaðhvort hefur aðilum ekki gefist ráðrúm til að taka afstöðu til málsins eða vara við fljótfærnislegum breytingum á lögunum. Með þeim breytingum, sem meiri hluti nefnd arinnar leggur til, koma fram grundvallarbreytingar á lögum sem snerta fiskveiðistefnuna.
    Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að þeim fjármunum, sem koma inn vegna sölu veiðiheimilda, verði varið til að fjármagna kostnað ríkissjóðs af hafrannsóknum. Hér er því stigið fyrsta skrefið til að afla tekna í ríkissjóð af sölu veiðiheimilda og að koma á auðlindaskatti. Óttast minni hluti nefndarinnar að svo sé.
     Því er haldið fram að hér sé ekki um nýjar álögur á sjávarútveginn að ræða. Það er ekki rétt og er engan veginn sambærilegt við ráðstöfun fjárins til úreldingar fiskiskipa. Sú ráðstöfun hefði kom ið fljótt fram í auknum tekjum flotans vegna hagkvæmari reksturs. Sú skipan, sem tillaga er gerð um, eykur hins vegar tekjur ríkissjóðs en ekki sjávarútvegsins.
    Í öðru lagi er ekki lengur mögulegt að koma til móts við byggðarlög vegna sérstakra aðstæðna. Meiri hluti nefndarinnar leggur til að byggðarlög með ákveðnar aðstæður skuli hafa möguleika á að kaupa veiðiheimildir enda komi fullt verð fyrir. Á mörgum minni stöðum eru aðstæður þannig að ekki er líklegt að þau geti keppt um veiðiheimildir við ýmsa sterkari aðila. Með því að ekki er lengur mögulegt að lækka verð á veiðiheimildum við slíkar aðstæður er ljóst að hér er ekki um neina aðstoð að ræða.
    Í þriðja lagi er ekki lengur gert ráð fyrir að fjármagn sjóðsins nýtist til úreldingar fiskiskipa. Vegna erfiðrar stöðu sjávarútvegsins er afar mikilvægt að verulegt átak verði gert í hagræðingu. Þar sem sjóðurinn hefur ekki lengur tekjur til að standa undir umtalsverðri úreldingu fiskiskipa né möguleika til að kaupa skip til að taka úr rekstri er dregið verulega úr möguleikum sjávarútvegsins til að bæta rekstur sinn.
     Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að eðlilegra sé að Byggðastofnun eða öðrum stjórn völdum sé falið að grípa til þeirra ráðstafana sem þurfa þykir til að hafa áhrif á byggðaþróun í land inu. Engar slíkar ráðstafanir virðast vera í sjónmáli enda gert ráð fyrir að skerða möguleika Byggða stofnunar í hvívetna. Forstjóri Byggðastofnunar upplýsti á fundi nefndarinnar að hann sæi enga möguleika fyrir Byggðastofnun að hjálpa til í málum sem þessum. Það er því ljóst að núverandi rík isstjórn og fylgismenn hennar hafa ákveðið að virða að vettugi þau sjónarmið sem hafa verið uppi varðandi þennan viðkvæma þátt fiskveiðistefnunnar. Með þeim breytingum, sem nú á að keyra í gegn á Alþingi án eðlilegrar umfjöllunar, er samstöðu um breytingar á fiskveiðistefnunni stefnt í verulega hættu. Er með ólíkindum að svo stóru hagsmunamáli skuli vera stefnt í slíka óvissu. Meiri hluti nefndarinnar reynir að klóra yfir þessar staðreyndir með breytingartillögum sem litlu eða engu máli skipta. Það er krafa minni hluta nefndarinnar að máli þessu verði vísað frá og um það fjallað í samræmi við lög um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Það er því tillaga minni hlutans að málinu verði vísað frá eins og fram kemur á sérstöku þingskjali. Með því er virtur vilji Alþingis sem fram kemur í ákvæði til bráðabirgða í lögum um stjórn Hagræðingarsjóðs.
     Minni hluti nefndarinnar er andvígur flestum greinum frumvarpsins en getur fallist á að hækka hlutfall úreldingarstyrkja og að aflaheimildir Hagræðingarsjóðs komi til úthlutunar flotans í heild á fiskveiðiárinu 1991–1992 vegna hins lélega ástands í sjávarútveginum. Minni hluti nefndarinnar gæti fallist á að gera slíkar breytingar á lögunum um stjórn Hagræðingarsjóðs enda fela þær ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á fiskveiðistefnunni. Minni hluti nefndarinnar harmar að meiri hluti nefndarinnar skuli ekki hafa leitast við að ná samkomulagi í svo mikilvægu máli. Af því má vera ljóst að núverandi stjórnarmeirihluti hyggst ekki leita eftir breiðri samstöðu um endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Hér kemur fram eins og oft áður að samkomulag formanna stjórnarflokkanna í Viðey virðist vera allsráðandi í þessu máli.
     Fulltrúi Samtaka um kvennalista, Anna Ólafsdóttir Björnsson, sótti fundi nefndarinnar og er sammála afstöðu minni hluta nefndarinnar.

Alþingi, 18. des. 1991.



    Halldór Ásgrímsson,     Steingrímur J. Sigfússon.     Stefán Guðmundsson.
    frsm.          

Jóhann Ársælsson.






Fylgiskjal IV.


Bréf sjávarútvegsráðuneytisins til sjávarútvegsnefndar


um úthlutun aflaheimilda.


(28. júlí 1992.)



(Tölvutækur texti ekki til.)





Fylgiskjal V.


Yfirlit sjávarútvegsráðuneytisins um breytingu aflaheimilda


milli fiskveiðiára auk útreikninga um ætluð áhrif af dreifingu


aflaheimilda Hagræðingarsjóðs.


(5. ágúst 1992.)



(Tölvutækur texti ekki til.)