Ferill 52. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 52 . mál.


86. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Finns Ingólfssonar um útboð á vegum félagsmálaráðuneytisins á árinu 1991 til og með 31. ágúst 1992.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg útboð í vöru, þjónustu og framkvæmdir voru á vegum ráðuneytisins og stofnana, sem undir það heyra, á árinu 1991 til og með 31. ágúst 1992?
    Hvaða útboð voru þetta?
    Í hve mörgum og hvaða tilvikum var lægsta tilboði tekið?
    Í hve mörgum og hvaða tilvikum var lægsta tilboði ekki tekið? Hvaða rökstuddu ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun?


    Á vegum félagsmálaráðuneytisins fóru fram tvö útboð á umræddu tímabili. Annars vegar vegna frágangs innan húss í byggingu Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöðvar Austurlands á Egilsstöðum og hins vegar alútboð vegna byggingar heimilis fyrir einhverfa að Hólabergi 86, Reykjavík.
    Í báðum tilvikum var gengið að tilboðum lægstbjóðenda sem voru frá Birkitré hf. vegna byggingar Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöðvar og Sveinbirni Sigurðssyni hf. vegna byggingar Hólabergs 86.