Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 170 . mál.


195. Fyrirspurn



til samstarfsráðherra norrænna málefna um mannréttindi í Eystrasaltsríkjunum.

Frá Guðrúnu Helgadóttur.



    Hefur norræna ráðherranefndin vakið athygli yfirvalda í Eystrasaltsríkjunum á ólíkum viðhorfum Norðurlandaþjóða annars vegar og í Eystrasaltsríkjunum hins vegar til borgaralegra réttinda íbúanna, t.d. réttinda til þátttöku í almennum kosningum?
    Telur ráðherranefndin ástæðu til að kynna sér þessi mál með tilliti til fyrirhugaðrar samvinnu Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkjanna og verulegra fjárframlaga sem Norðurlandaþjóðir hyggjast leggja fram til að styrkja tvíhliða samvinnu?