Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 74 . mál.


241. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Jónasar Hallgrímssonar um opinber fjárframlög til mannvirkjagerðar vegna móttöku ferðamanna á helstu innkomustöðum til landsins.

    Hver er heildarkostnaður við flugstöðvarbyggingu (Leifsstöð) á Keflavíkurflugvelli og tilheyrandi aðstöðu? Hver er farþegafjöldi á ári sl. fimm ár?

    Heildarbyggingarkostnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var 4.771.357.383 kr. á verðlagi 31. desember 1991.
    Farþegafjöldi sl. fimm ár var sem hér segir:

Farþegafjöldi



Árið 1987     
748.774

Árið 1988     
736.199

Árið 1989     
658.096

Árið 1990     
699.445

Árið 1991     
687.215


    Hver er heildarkostnaður við breytingar og aðstöðubætur á Reykjavíkurflugvelli vegna farþegaflugs til og frá landinu? Hver er farþegafjöldi á ári hverju sl. fimm ár?

    Flugmálastjórn hefur ekki lagt í kostnað vegna breytinga eða aðstöðubóta á Reykjavíkurflugvelli vegna farþegaflugs til og frá landinu.
    Farþegafjöldi sl. fimm ár var sem hér segir:

Farþegafjöldi



Árið 1987     
304.980

Árið 1988     
275.563

Árið 1989     
297.299

Árið 1990     
306.627

Árið 1991     
293.864


    Hver er heildarkostnaður við breytingar og aðstöðubætur vegna beins flugs til Akureyrar erlendis frá? Hver er fjöldi farþega frá því að þessi starfsemi hófst skipt eftir árum?

    Flugmálastjórn hefur ekki lagt í kostnað vegna breytinga og aðstöðubóta vegna beins flugs til Akureyrar erlendis frá. Hins vegar er gert ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli í þessu skyni og jafnframt til að bæta aðstöðu fyrir farþega í innanlandsflugi og er vinna við hönnun hafin.
    Farþegafjöldi sl. fimm ár var sem hér segir:

Farþegafjöldi



Árið 1987     
130.499

Árið 1988     
121.268

Árið 1989     
120.305

Árið 1990     
120.877

Árið 1991     
115.804



    Hver er heildarkostnaður framkvæmda vegna móttöku ferðamanna á Seyðisfirði frá því að siglingar hófust með farþegaskipum þangað? Hver er fjöldi farþega á ári sl. fimm ár?

Yfirlit yfir ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir á Seyðisfirði


sem tengjast ferjulægi .



Kostnaður á

Framreiknað


  Ár   Framkvæmd (lýsing)

verðlagi ársins

til okt. 1992



1975     Breytingar á stálþili Fjarðarhafnar v. ferjuaðstöðu, gerð skutaðstaða
            fyrir Smyril      10 895
1976     Dýpkun Fjarðarhafnar, 8.600 m 3
    
90
7.258
            (Að hluta til vegna annarrar skipaumferðar.)
1983     Aðstaða lagfærð fyrir nýju ferjuna Norröna     
218
940
1984     Ferjuaðstaða endurbætt     
300
1.096
1987     Þekja við ferjuaðstöðu     
2.022
3.820

             Samtals kostnaður á verðlagi í október 1991      14.009

Framreiknað miðað við byggingarvísitölu í þús. kr.

Yfirlit yfir farþega og bílaflutning með Smyril Line.



Farþegafjöldi


Komufarþegar*

Bílar



Árið 1984     
5.639
–  
Árið 1985     
5.600
–  
Árið 1986     
6.489
–  
Árið 1987     
6.181
3.474
Árið 1988     
7.110
3.888
Árið 1989     
7.189
4.600
Árið 1990     
6.525
4.700
Árið 1991     
7.911
4.800

* Upplýsingar eru um fjölda komufarþega. Gera má ráð fyrir að brottfarir séu álíka margar.

(Heimild: Austfar hf. og sýsluskrifstofan Seyðisfirði.)

    Hvaða aðilar, opinberir og einkaaðilar, hafa lagt fé til fyrrgreindra mannvirkja og hve mikið hver?

    Ríkissjóður Íslands og stjórn Bandaríkjanna lögðu fé til byggingar flugstöðvarinnar í Keflavík. Skiptingin var í grófum dráttum þannig að hlutur ríkissjóðs var 2 / 3 og hlutur Bandaríkjastjórnar 1 / 3 .
    Flugleiðir hf. hafa stækkað flugstöð sína á Reykjavíkurflugvelli, enda er hún alfarið rekin á þeirra vegum. Enn fremur hafa þeir komið upp fríhafnarverslun fyrir utanlandsfarþega.
    Flugfélag Norðurlands hefur komið upp lítilli fríhafnarverslun á Akureyrarflugvelli til þess að þjóna farþegum í utanlandsflugi.
    Austfar hf., Seyðisfirði, hefur komið upp aðstöðu til farþegaafgreiðslu á Seyðisfirði.