Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 22 . mál.


267. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um vinnumarkaðsmál vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu Berglind Ásgeirsdóttir, Gylfi Kristinsson og Gunnar Sigurðsson frá félagsmálaráðuneytinu. Enn fremur komu Hrafnhildur Stefánsdóttir frá VSÍ, Hjörtur Eiríksson frá VMSS, Björn Arnórsson frá BSRB, Páll Halldórsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Eggert Lárusson frá BHMR, Ari Skúlason frá ASÍ, Ragnhildur Hjaltadóttir frá samgönguráðuneytinu og Guðjón A. Kristjánsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Þá studdist nefndin við umsagnir er bárust á 115. löggjafarþingi frá VMSS, Sambandi byggingamanna, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, BHMR, Jafnréttisráði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stéttarsambandi bænda, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, ASÍ, Vinnuveitendasambandi Íslands, Kennarasambandi Íslands, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins verði frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið samþykkt. Einstakir nefndarmenn áskilja sér jafnframt rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma. Eggert Haukdal tekur fram að stuðningur hans við frumvarpið sé óháður því hvaða afstöðu hann muni taka við afgreiðslu frumvarps um Evrópska efnahagssvæðið.

Alþingi, 10. nóv. 1992.



Guðjón Guðmundsson,

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Pálmadóttir,


varaform., frsm.

með fyrirvara.



Drífa Hjartardóttir.

Kristinn H. Gunnarsson,

Jón Kristjánsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Össur Skarphéðinsson.

Eggert Haukdal.

Pétur Sigurðsson.