Ferill 30. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 30 . mál.


282. Nefndarálit



um frv. til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944.

Frá meiri hluta stjórnarskrárnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta er lýtur að því að bæta við stjórnarskrá Íslands nýrri grein um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nefndin fjallaði um frumvarpið samhliða 29. máli þingsins er felur í sér tillögu um breytingu á 21. gr. stjórnarskrárinnar um samninga við önnur ríki.
    Um umfjöllun nefndarinnar um frumvarpið vísar meiri hluti nefndarinnar til nefndarálits síns um 29. mál. Afstaða meiri hlutans til frumvarpsins er sú sama og til 29. máls og leggur hann því til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 12. nóv. 1992.



Sólveig Pétursdóttir,

Geir H. Haarde.

Björn Bjarnason.


form., frsm.



Karl Steinar Guðnason.

Vilhjálmur Egilsson.