Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 227 . mál.


284. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um skipulag Húsnæðisstofnunar ríkisins.

Frá Svanhildi Árnadóttur.



    Hvaða breytinga er að vænta á skipulagi Húsnæðisstofnunar ríkisins?
    Hversu háar fjárhæðir mundu sparast í árlegum rekstrarkostnaði við að leggja Húsnæðisstofnun niður og fela öðrum að annast nauðsynleg verkefni stofnunarinnar, t.d. bönkum eða sveitarstjórnum eftir því sem við á?

Greinargerð.


    Hjá Húsnæðisstofnun ríkisins vinna nú u.þ.b. 60 manns. Stofnunin hefur aðsetur í nýju og stóru húsnæði. Hvort tveggja kostar mikið fé. Í athugasemdum með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1993 kemur fram að félagsmálaráðherra muni „á næstunni“ leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins sem „m.a.“ muni lúta að atriðum sem tilgreind eru varðandi sparnað í rekstri stofnunarinnar. Í því felst væntanlega að boðað frumvarp feli í sér víðtækar breytingar á Húsnæðisstofnun.


Skriflegt svar óskast.