Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 171 . mál.


292. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Ólafsdóttur Björnsson um áfengis- og vímuefnameðferð árið 1991.

    Hve margar stofnanir og heimili sáu um áfengis- og vímuefnameðferð árið 1991?
    Alls sjá 15 aðilar um áfengis- og vímuefnameðferð.

    Landspítalinn með deild 33a, deild 33e, Vífilsstaðir og Gunnarsholt.
    Tindar er afeitrunar- og enduruppeldisstofnun fyrir unga áfengis- og vímuefnaneytendur þar sem dvölin tekur allt að þrjá mánuði. Eftir þann tíma er skjólstæðingum ætlað að nýta eftirmeðferðargöngudeild Tinda í allt að heilt ár. Fjölskyldan er mjög snar þátttakandi í meðferðinni. Rekstur er í höndum Unglingaheimilis ríkisins.
    Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið með Vog, Vík, Staðarfell og Síðumúlagöngudeild.
    Verndarhúsið með göngudeild Verndar. Rekstur annast fangahjálpin Vernd.
    Hlaðgerðarkot er afeitrunar- og eftirmeðferðarstöð. Rekstur er í höndum Samhjálpar sem er félag innan Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík.
    Víðines rekur langlegudeild í nafni Bláa bandsins.
    Skjöldur er áfangastaður fyrir karlmenn eftir að meðferð þeirra á stofnun lýkur. Samnefnt félag rekur heimilið.
    SÁÁ, Norðurlandi, rekur áfangastaðinn Fjóluna.
    Risið er áfangastaður rekinn af samnefndu félagi.
    Takmarkið er áfangastaður rekinn af samnefndu félagi.
    Þrepið er áfangastaður rekinn af samnefndu félagi.
    Dyngjan er áfangastaður kvenna rekinn af félaginu Konan.
    Krossinn er áfangastaður rekinn af samnefndu félagi.
    Gistiskýlið Þingholtsstræti er í eigu Reykjavíkurborgar, en rekið af félaginu Samhjálp.
    Krísuvíkurskólahúsið er langdvalarstofnun sem Krísuvíkursamtökin reka.

    Hve margir komu á hvert þeirra og hver var meðallengd dvalar þeirra? Óskast sundurliðað eftir heimilum.

    Komufjöldi var 21.216, en þar af voru göngudeildarkomur vegna einkaviðtala og hópvinnu 17.248. Vistunardagar reyndust því 3.968. (Hér eru hvorki taldar með gistinætur í Gistiskýlinu né í Krísuvík.)

    Hve háar fjárveitingar voru til hvers heimilis fyrir sig? Óskast sundurliðað eftir heimilum.

    Sundurliðað svar er í töflunni hér á eftir, þriðja dálki.

Áfengisstofnanir starfræktar 1991.




Komufjöldi

Meðaldvöl

Fjárveitingar

Vistrými


í tölum

í dögum

ríkisins

fjöldi


Heiti stofnana

í þús. kr.

rýma



Landspítalinn, deild 33a     
470
9.74 51.6 15
Landspítalinn, göngudeild 33e     
9.480
19.8
Vífilsstaðir     
156
29.0 43.2 16
Gunnarsholt     
97
86.5 41.7 24
Tindar          
71
37.1 47.5 15
Tindar, göngudeildarmeðferð     
884

Vogur          
1.852
11.9 149.3 60
Síðumúli, göngudeild     
3.841
13.7
Vík
               417 25.6 37.4 30
Staðarfell     
402
29.3 35.4 30
Hlaðgerðarkot     
427
27.3 36.4 30
SÁÁ, göngudeild, Norðurlandi     
2.683
1
Víðines     
98
249.6 70.5 67
Stoðbýli fyrrv. fanga, Vernd     
45
75.6 5.5 17
Stoðbýlið Skjöldur     
38
221.3 1.2 22
Stoðbýlið Risið     
42
208.6 0.3 25
Stoðbýlið Takmarkið     
51
80.3 0 18
Stoðbýlið Þrepið     
37
108.5 0.5 11
Stoðbýlið Dyngjan     
80
91.3 0.5 20
Stoðbýlið Krossinn     
27
108.1 1.5 8
Gistiskýli til einnar nætur     
1.0 15
Krísuvík, án heimildar     
8
Samtals     
21.198
1400 .74 557 423



Heimilisföng til skýringar:
Skjöldur, Ránargötu 6–8, Reykjavík, íbúar karlar,
Risið, Stakkholti 3, Reykjavík, íbúar karlar,
Þrepið, Laugarásvegi 24, Reykjavík, íbúar karlar,
Takmarkið, Barónsstíg 13, Reykjavík, íbúar karlar,
Dyngjan, Snekkjuvogi 21, Reykjavík, íbúar konur,
Krossinn, Álfhólsvegi, Kópavogi, íbúar karlar,
Þingholtsstræti 25, Reykjavík, gistiskýli.