Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 244 . mál.


313. Tillaga til þingsályktunar



um stuðning við frumkvöðla í atvinnulífinu.

Flm.: Árni R. Árnason.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og hefja stuðning við frumkvöðla í atvinnulíf inu með
—    námsframboði í framhaldsskólum og háskólum, svo og utan skóla,
—    stofnun sérstakra eignarhaldsfélaga um nemendafyrirtæki í tengslum við frumkvöðlanám,
—    stofnun sérstaks frumkvöðlasjóðs — eða frumkvöðladeilda við þá sjóði er styðja atvinnuþróun og nýsköpun — til að veita fjármuni til áhættufjármögnunar fyrirtækja þeirra,
—    upplýsingamiðlun um hvar þeim veitist stuðningur.

Greinargerð.



Nýsköpunar er þörf.
    Mikils samdráttar hefur á undanförnum árum gætt í íslensku atvinnulífi og efnhagsstarfsemi. Um nokkurt árabil gætti áhrifa samdráttarins ekki mjög á vinnumarkaði vegna útþenslu ríkisum svifa og vaxandi framkvæmda hins opinbera. Afleiðing samdráttar í atvinnustarfsemi er rýrnun tekjustofna ríkis og annarra opinberra aðila og minni geta þeirra til reksturs þjónustu og fram kvæmda. Nú þegar samdráttur verður í ríkisumsvifum til viðbótar samdrætti atvinnuveganna eykst atvinnuleysi hratt og nýrra atvinnutækifæra er brýn þörf.
    Nýsköpun undanfarinna ára hefur að miklum hluta verið í formi tilrauna með nýjar atvinnugrein ar sem hafa mistekist ellegar í atvinnugreinum sem sæta takmörkunum vegna rýrnandi auðlinda, svo sem fiskveiðum og fiskvinnslu, og þjónustugreinum við sjávarútveg sem verða fyrir barðinu á afleiðingum takmarkana hans. Nýsköpun í öðrum greinum hefur ekki nægt til að mæta samdrætt inum, enda er ævinlega mikill árangur nýsköpunar fólginn í hagræðingu og fækkun starfa vegna tæknivæðingar. Við þörfnumst mjög þeirrar nýsköpunar sem leitast við að nýta viðskiptamöguleika sem enn eru ónýttir eða vannýttir, þ.e. frumkvöðlastarfs.

Frumkvæði skortir.
    Starfsfólk, sem byggir tilveru sína og tekjur á takmarkaðri starfsþekkingu, treystir mjög á frum kvæði annarra í atvinnulífi og leitar í raun aðeins eftir launaðri vinnu, ekki tækifærum til að aðhafast sjálft. Þegar umsvif eru mikil og gróska í atvinnulífi hefur það almennt næga vinnu en þegar sam dráttar gætir er það á vonarvöl.
    Flest einkafyrirtæki í iðngreinum eru þannig til komin að iðnaðarmenn stofna fyrirtæki um sig og iðn sína — flest í byggingargreinum. Nú er verulegur samdráttur í nýbyggingum og öðrum verkefnum verktaka sem og annarri starfsemi. Þessi fyrirtæki draga
þá saman seglin en lítið er um að þau leiti sér annarra viðfangsefna, t.d. með því að finna fram leiðsluvöru á sviði sinnar iðngreinar og taki skrefið frá smíðum á byggingarstað og viðgerðum á verkstæði til framleiðslu tilbúinnar vöru. Þótt margir iðnaðarmenn kynnist notkun tilbúinna eininga á öllum stigum húsbyggingar virðist ekki liggja beint við að hefja gerð þeirra fyrir heimamarkað og markað í grennd.
    Í ljósi vaxandi atvinnuleysis er merkilegt að enn er hér stunduð framleiðsla hráefna til útflutn ings, t.d. í sjávarútvegi og fiskvinnslu og útflutningi jarðefna, svo sem vikurs. Í þessum greinum er hugsanlegt að koma á fót meiri vinnslu og selja fullunnar afurðir, jafnvel tilbúna sjávarrétti, og á hinn bóginn tilbúnar byggingareiningar.
    Enn eru fluttar inn til neyslu vörur sem við getum sjálf framleitt á samkeppnisfæru verði, svo sem gæludýrasandur, gæludýrafóður o.fl. því um líkt sem við gætum jafnvel framleitt til útflutnings. Enn eru umtalsverðar eyður í afþreyingarþjónustu við ferðamenn víða um land, t.d. skortir útsýnis- og skoðunarferðir á landi, sjó og í lofti, fjallaferðir og jöklaferðir á ýmsum árstímum, sjóferðir eða flug á fiskimið, hvalaslóðir og að hafís á norðurhöfum. Mikill skortur er á minjagripum og öðrum varningi fyrir ferðafólk er tengist staðbundnum þjóðsögum, þjóðtrú, örnefnum, sérkennum í lands lagi eða atvinnuháttum. Auka má framboð þjóðlegra matvæla og heimilisframleiðslu ýmiss konar. Enn er Ísland hið dularfulla land jólasveinsins í augum barna umheimsins — en hér verða fáir til að svara bréfum hans eða bjóða fáséð leikföng og gjafir sem sýna yngstu kynslóðinni inn í töfraheim með ævintýrum eða kynjasögum. Enginn býður ferðamönnum að fara um eða að helli Grýlu þar sem allt árið fer í undirbúning næstu jóla með smíði slíkra leikfanga, sögum og söng — og sölu minjagripa.
    Óvíða mun betra að dveljast sér til heilsubótar en á Íslandi, en lítið er enn um samstarf fólks og fyrirtækja í heilsugæslu, líkamsrækt, íþróttastarfsemi og ferðaþjónustu til að skapa nýja þjónustu: heilsubótarferðir og dvöl á landinu hreina, að ekki sé minnst á nýtingu heitra lauga mjög víða um land sem orð fer af m.a. vegna lækningarmáttar eða a.m.k. hollustu.
    Meðal atvinnulausra er ekki einungis að finna ófaglært verkafólk, heldur og iðnaðarmenn, enn fremur fólk með staðgóða þekkingu á ýmsum þjónustustörfum, sérfræðinga og fólk með menntun sem almennt er talin henta vel til að stjórna atvinnurekstri og gerast athafnafólk er reki eigin starf semi.

Skólar, framtak og atvinnulíf.
    Svo virðist að velferð undanfarinna áratuga hafi dregið úr því að fólk reyni sjálft fyrir sér á þessu sviði. Skólakerfið hefur ekki haft þau áhrif á námsmenn í því efni né beint augum þeirra í átt að at vinnulífinu. Því lengra nám sem stundað er við íslenskan skóla þeim mun minni líkur virðast á að námsmaður hefji eigin atvinnurekstur og vaxandi líkur virðast einnig á því að hann leiti einungis eftir starfi hjá opinberum aðilum. Þessar ábendingar leiða til þeirrar ályktunar að í skólakerfinu skorti á kynningu á atvinnulífinu, á hlutverki starfsgreina innan atvinnuvega, samverkun fram leiðslu- og þjónustugreina, gagnkvæmum styrk þeirra og jöfnu mikilvægi þeirra, á mögulegum at vinnutækifærum og mögulegum starfsferli. Enn fremur má álykta að á skorti í kennslu á sviði stjórn unar, verkaskipta og samstarfs, og námi sem þroski frumkvæði og framtak er leysi úr læðingi þörf til sjálfstæðra athafna, þá eiginleika sem eru sterkastir hjá athafnamönnum og frumkvöðlum. Af leiðing þess er að langskólanám, menntun, rannsóknir og vísindastörf hafa ekki skilað þjóðinni efnalegum framförum að því marki sem búast má við. Til þess þarf frumkvæði hinna menntuðu og þátttöku þeirra í atvinnulífinu sem athafnafólks.

Nýsköpun er aflvaki atvinnulífs.
    Aflvaki atvinnulífs og gróðursproti nýrra atvinnutækifæra er stofnun nýrra fyrirtækja á sem fjöl breyttustu sviði athafna, framleiðslu, þjónustu, markaðssetningu og sölu. Ávinningur samfélagsins af starfsemi frumkvöðla er ótvíræður — og nú er hans brýn þörf. Því er tímabært að stutt verði við frumkvöðla og starf þeirra á öllum stigum þess, svo og að vakin sé athygli ungs fólks á möguleikum til að vinna sjálft að eigin hugmyndum og skapa sjálfu sér og öðrum atvinnu með eigin framtaki.
    Nýsköpun, þróun nýrra hugmynda allt til starfsemi, fer fram á vegum og innan starfandi fyrirtækja og með starfi einstaklinga sem ekki starfrækja fyrirtæki eða hafa slíkan bakhjarl, ellegar fyrir tæki þeirra eru lítil og lítils megnug. Þeir hafa oft ófullnægjandi vitneskju um hvar stuðnings er að vænta og eru oft uppfinningamenn fremur en athafnamenn. Öllum þessum aðilum þarf að veita stuðning og beina til þeirra sem hann geta veitt. Mikilvægt er að beina saman í farveg úrlausn hug myndar og framboði þekkingar til þessara aðila. Þá er okkur brýn nauðsyn að beina námsfólki í framhaldsnámi og háskólanámi að atvinnulífinu svo að menntun nýtist víðar en í opinberum störf um.
    Áherslubreyting er að verða á stuðningi við rannsókna- og vísindastörf með auknum fjárveiting um til þeirra sjóða sem þau styðja, með fyrirætlunum um að halda áfram á þeirri braut á næstu árum og með þátttöku í rannsókna- og vísindaverkefnum Evrópubandalagsins. Enn fremur koma ýmsir sjóðir til móts við fyrirtæki sem vinna að nýbreytni, svo sem tæknivæðingu eða nýjum aðferðum. Tryggja þarf að stuðningur þessara aðila nái einnig til hins almenna borgara sem ætlar að stofna og reka eigið fyrirtæki, gerast athafnamaður eða frumkvöðull. Án þess að frumkvöðull taki að sér að koma hugmynd í framkvæmd verður lítið úr nýtingu rannsóknarniðurstöðu. Stuðningur við frum kvöðla er oftast bundinn við það að um tækninýjung sé að ræða en gildi viðskiptahugmyndarinnar sjálfrar er sjaldan metið og ekki veittur stuðningur út á hana enda ekki um veðhæfan hlut að ræða.
    Frumkvöðlar eru þeir sem hafa þroskað með sér ákveðna hæfileika til að takast sjálfir á við vandamál, óvenjuleg viðfangsefni og vilja sjálfir móta framtíð sína. Ekki leikur vafi á að unnt er að móta námsefni og kennslu sem beinir nemendum á þá braut, opnar augu þeirra fyrir ónýttum mögu leikum og upplýsir um aðferðir og leiðir við vinnslu hugmyndar frá upphafi til starfsemi. Mjög mik ilvægt er að hafa þau áhrif, t.d. gegnum skólakerfið, að fólk þroski með sér þá hæfileika sem þarf til að gerast frumkvöðlar. Frumkvöðlar vilja ná árangri, þeir hafa vissa þrákelkni og þeir nýta tæki færi. Þeir taka raunhæfa afstöðu til vandamála og þeir leggja mat á árangur sinn, t.d. með þeim hagn aði sem þeir fá. Þeir hafa ánægju af því að ráðast í ný áhugaverð mál. Þeir þurfa að hafa tæknilega og markaðslega þekkingu á viðfangsefni sínu, fjármálalega þekkingu og getu. Frumkvöðlar nota m.a. niðurstöður rannsóknar- og þróunarstarfsemi við starf sitt. Þeir geta átt hugmyndirnar og þróað þær en það þarf ekki að fara saman.
    Undirbúningur við fyrirtækjastofnun er oftast bæði tíma- og kostnaðarfrekur og langur tími get ur liðið þar til sá kostnaður skilar sér til baka. Hér á landi er áhættufjármagn til þessara byrjunar skrefa ekki jafnaðgengilegt og í nálægum löndum. Algengast er því að frumkvöðlar og aðstandend ur þeirra beri alla áhættu sjálfir. Það verður til þess að mörgum góðum málum er ekki hrundið í framkvæmd, svo og að margir frumkvöðlar ráða ekki við stofnkostnað í upphafi og reisa sér því hurðarás um öxl. Þetta veldur annars vegar því að fólk leggur ekki í fyrirtækjastofnun í þeim mæli sem æskilegt er og hins vegar því að vantrú á nýsköpun í atvinnustarfsemi er landlæg. Fjármálafyrir tæki og stofnanir staðhæfa jafnvel að ný starfsemi þurfi að verða oft gjaldþrota til að geta borið arð! Hitt kemur oftar en ekki í ljós við nánari athugun að vanfjármögnun er um að kenna.
Stuðningur við frumkvöðla.
    Stuðningur við frumkvöðla getur verið með ýmsum hætti:
—    Ein leið er upplýsingamiðlun um hvar er að leita stuðnings, aðstoðar við úrvinnslu hugmynda, ráðgjafar, t.d. um markaðsathuganir og aðra áætlanagerð, stofnun fyrirtækis og fjármögnun, svo nokkuð sé nefnt.
—    Önnur leið er stuðningsaðgerðir og námsframboð utan skólakerfisins fyrir þá sem eru þegar á vinnumarkaði eða hafa lokið hefðbundinni skólagöngu.
—    Þriðja leiðin er námsframboð innan skólakerfisins sem hentar ungmennum sem ef til vill munu — eða hafa þegar afráðið að — gerast frumkvöðlar, athafnamenn og stjórnendur eigin starfsemi eða á vegum annarra. Skólanám á þessu sviði hentar einnig til að hafa jákvæð áhrif á viðhorf uppvaxandi kynslóða til atvinnuþátttöku. Það eykur traust ungs fólks á eigin frumkvæði til atvinnusköpunar og til að kynnast atvinnulífinu og innviðum þess, auðlindum, landkostum, að stæðum, samgöngum og öðrum þáttum sem gefa möguleika til fjölbreyttrar starfsemi.
—    Fjórða leiðin er að með bóklegu námi innan og utan skóla fari verklegt nám sem nái til úrvinnslu hugmyndar og þess að koma henni áleiðis til framkvæmdar og í starfsemi með leiðsögn og ráð um reyndra manna.
—    Fimmta leiðin er að beina fjármunum til áhættufjármögnunar í formi eignarhluta eða lána án verðtrygginga, á vegum sérstaks frumkvöðlasjóðs eða sérstakra frumkvöðladeilda í starfandi sjóðum er styðja atvinnuþróun og nýsköpun, með viðeigandi skilyrðum.

Stuðningsaðgerðir og nám utan skóla.
    Ýmsir frumkvöðlar hafa ekki langa skólagöngu að baki. Rík tilhneiging til atvinnulegs og efna legs sjálfstæðis leiðir oft til þess að fólk fer fljótt út á vinnumarkaðinn og treystir lítið á bóklegt nám. Þessir frumkvöðlar hafa mikla þörf fyrir stuðning í formi hagnýtra leiðbeininga og æfinga sem teng ir námið úrvinnslu hugmynda þeirra og gerir það mjög raunhæft á öllum stigum málsins. Þar leggur væntanlegur frumkvöðull mat á sjálfan sig, getu og vilja til að framkvæma. Hann skoðar viðskipta hugmyndir og metur gildi þeirra. Þá er eftir tilefninu metið hvort skuli kaupa tilbúið fyrirtæki, kaupa sérleyfi eða stofna fyrirtæki út frá annarri viðskiptahugmynd. Gerð er verkefnisáætlun. Markaður er skoðaður, greindur og metinn. Hegðun viðskiptavina er metin og hvernig eigi að ná til þeirra, allt eftir eðli starfseminnar. Gerðar eru fjárhagsáætlanir, aflað fjármagns og ákveðið rekstrarform. Framleiðslustarfsemi, starfsmannamál, framleiðni og vöxtur fyrirtækisins eru skipulögð og gerð viðskiptaáætlun. Nám gæti verið að sumu leyti bóklegt en að öðru leyti verklegt, unnið af nemand anum, frumkvöðlinum sjálfum, út frá raunverulegri fyrirtækjastofnun í viðskiptaumhverfi sem hann hefði aðgang að með leiðsögn reyndra manna.
    Jafnframt verði efnt til almennra stuðningsaðgerða þar sem mætti hugsa sér t.d. að hópur fólks með mismunandi menntun og hæfni, þar sem hver fyllti í eyður annarra, tæki sig saman um að koma rekstrarhugmynd í framkvæmd. Hópurinn sæki frumkvöðlanám og fái hagnýtar leiðbeiningar á hverju stigi og aðgang að viðskiptaumhverfi til að vinna í. Ef hugmyndin síast í gegnum frumathug un og búið er að gera raunhæfa verkefnaáætlun um framkvæmd hennar á hópurinn möguleika á áhættufjármagni.
    Frumkvöðlum býðst þegar ráðgjöf, aðstoð við útfærslu hugmynda og úrval námsefnis utan skóla, svo sem með fjölbreyttum námskeiðum Stjórnunarskóla Stjórnunarfélags Íslands, námskeið og þó einkum ráðgjafarverkefni Iðntæknistofnunar Íslands og ráðgjöf Rannsóknaþjónustu Háskól ans. Enn fremur býðst þeim aðstoð við leit og öflun upplýsinga af hendi nokkurra aðila, svo sem upplýsingaþjónustu Háskólans. Þá veita og iðnráðgjafar og atvinnuþróunarfulltrúar um landið að stoð við útfærslu og ráðgjöf og hafa milligöngu við Iðntæknistofnun Íslands o.fl. Aðrir aðilar hafa að undanförnu undirbúið gerð sérstaks námsefnis fyrir námskeið utan skóla sem verði sniðið að þörfum frumkvöðla og fyrir nám á framhaldsskólastigi, sniðið að þörfum námsfólks fyrir að kynn ast atvinnulífi og möguleikum til að skapa sér atvinnu að eigin frumkvæði.
    Eðlilegt er að þessir aðilar og fleiri sem nú þegar koma að stuðningi við frumkvöðla og nýsköp un verði hlekkur í framkvæmd þess stuðnings sem efnt verður til ef af verður.

Nám ætlað verðandi frumkvöðlum.
    Mikið starf er óunnið til að hægt sé að sinna þörfum fólks sem hefur vilja og getu til að verða frumkvöðlar og veita því hvatningu og þar með fjölga frumkvöðlum verulega. Sjálf frumkvöðla fræðin eru ákaflega vanþróuð hér á landi. Lítið hefur verið skrifað af hagnýtum leiðbeiningum fyrir frumkvöðla, litlar rannsóknir hafa verið gerðar og umhverfið hefur verið þeim fremur andsnúið.
    Á landsbyggðinni er þörfin mest fyrir breytingar því atvinnustarfsemi er víðast sem njörvuð við þær atvinnugreinar sem fyrir eru og tregða er mikil gagnvart nýjungum og nýbreytni. Erlendis er iðnaðarstarfsemi alls ekki lengur þéttbýlisfyrirbæri og hér getur ámóta breyting orðið með sam göngubótum og tilþrifum athafnamanna — frumkvöðla.
    Til að örva frumkvöðlastarfsemi er lagt til að efnt verði til frumkvöðlanáms á framhalds- og há skólastigi, svo og utan skóla. Kenndar verði ýmsar viðskiptagreinar og höfð áhrif á viðhorf ungs fólks til frumkvöðlastarfs. Frumkvöðlanámið byggist á rannsóknum á staðháttum og könnun mögu leika út frá þeim, öflun þekkingar á atvinnustarfsemi og stofnun og rekstri eigin fyrirtækja nemenda.
    Nám ætlað verðandi frumkvöðlum eða frumkvöðlanemum má hugsa sér með ýmsu móti. Í fram haldsskólum er mögulegt að tengja námið athugunum á auðlindum, landkostum og öðrum undir stöðum starfsemi í héraði hvers skóla. Mögulegt er að í tengslum við námsbrautir eða námsáfanga á þessu sviði verði stofnað og rekið nemendafyrirtæki, líkt og þekkt er orðið í skólastarfsemi Norð manna þar sem stofnun og starfræksla nemendafyrirtækja er hluti af atvinnulífsnámi eða atvinnu vegafræðum en slík fyrirtæki eru einnig starfrækt innan kennaraháskóla og sem valgreinar í fram haldsskólum, á rekstrarbraut eða fyrirtækjabraut. Fyrirtækjabrautin kannar, metur og skráir auðlind ir héraðsins, landkosti og aðra kosti til hagnýtingar í rekstri fyrirtækja sem nemendur stofna og reka sjálfir. Nemendur koma með hugmyndir sem þeir skoða. Síðan verða þeir að athuga fjármögnun, stofnun fyrirtækja, skipulagningu, skipta með sér verkum, ráða starfsfólk og stunda vöruþróun, markaðsgreiningu, markaðsöflun og sölumennsku. Þetta virðist hafa tekist vel í Noregi og er því full ástæða til að athuga hvort sambærileg námsbraut á rétt á sér hér og setja af stað eins konar frum kvöðlabraut við framhaldsskóla.
    Markmið þessarar námsgreinar mundi verða að breyta viðhorfum nemenda og sýna fram á að þeir geta skapað sér framtíð með því að nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru með eigin framtaki. Undirmarkmið er að tengja framhaldsskólana betur við atvinnulífið.
    Á háskólastigi má koma slíkum námsáföngum á framfæri við flestar deildir og þannig ekki að eins við væntanlega viðskipta-, verk- og lögfræðinga heldur og við námsmenn í deildum sem til þessa hafa nær eingöngu menntað fólk til opinberra starfa — enda mun einkavæðing, svo og ásókn frá þeim sem ekki hljóta opinbera stöðu, leiða til samkeppni. Þá er og mjög mikilvægt að mennta kennara á þessu sviði.
    Segja má að nauðsynlegt sé, til að breyta ríkjandi viðhorfum, að hefja kennslu í frumkvöðlafræð um og kynna æskufólki atvinnulífið þegar í grunnskólunum, en til að kenna fræðin í framkvæmd er nauðsynlegt að þessi námsbraut sé á framhaldsskólastigi og háskólastigi því að fyrir hendi þarf að vera nauðsynleg rekstrarþekking. Svo virðist sem langskólanám sé framtakshemjandi og því nauðsynlegt að sýna nemendum fram á það mjög snemma að þeir geti jafnt farið í sjálfstæðan at vinnurekstur eins og gerst launþegar hjá öðrum og að framhalds- og háskólanám nýtist mjög vel í slíku starfi.

Nemendafyrirtæki.
    Starfsemi nemendafyrirtækis má móta á þann veg að framhaldsskólarnir haldi skrá um auðlindir og aðra staðhætti sem snerta atvinnurekstur og möguleika til reksturs. Þetta geta nemendur unnið undir stjórn kennara eða nemendur og kennarar í samstarfi. Í upphafi vetrar yrðu rekstrarhugmyndir ræddar og skoðaðar og veturinn notaður til undirbúnings á rekstri nemendafyrirtækja um sumarið, t.d. með tileinkun ýmissar færni og þekkingar. Nauðsynleg undirstaða væri upplýsingaöflun, hug myndaleit, rekstrarhagfræði, markaðsfræði, skipulagning fyrirtækja, bókhald, verslunarreikningur, verslunarréttur og áætlanagerð, svo sem fjárhagsáætlanir og hagkvæmnisreikningar. Einnig er nauðsynlegt nám í samsetningu, uppbyggingu og starfsemi atvinnulífsins á svæðinu, ásamt athugun á því hvar má styrkja net þess eða nýta betur auðlindir, aðstöðu, möguleika og ónotuð tækifæri.
    Ljóst er að nemendur geta tekið sáralitla persónulega ábyrgð og áhættu varðandi fjármál. Þess vegna kemur til greina að við hlið skólanna verði rekin eins konar eignarhaldsfélög sem nemendur eiga og þau reki nokkur smáfyrirtæki sem hægt er að framselja nemendum, sbr. sérleyfi. Þeir verði þó á engan hátt bundnir við að leita þangað. Slíkt eignarhaldsfélag hefði sérstaka stjórn skipaða full trúum skóla, atvinnulífs, atvinnu- eða iðnþróunarfélags, launþegasamtaka og sveitarfélaga. Ætlunin er að rekstur fyrirtækisins gefi svo mikið af sér að hann standi undir sumarvinnukaupi nemendanna. Ekkert verði því til fyrirstöðu að nemendur eignist fyrirtækin og haldi rekstri þeirra áfram og ný verði stofnuð við skólann á vegum eignarhaldsfélagsins.

Verkefni.
    Þessa framkvæmd má setja fram sem verkefni:
    Forsenda þess er mikill skortur á frumkvöðlum sem kunna, geta og vilja taka á verkefnum við atvinnuuppbyggingu. Því er æskilegt að auka skilning ungs fólks á atvinnulífinu og möguleikum þess til að skapa sér vinnu með eigin framtaki.
    Markmið verkefnis er að:
—    kenna nemendum frumkvæði í atvinnumálum sínum,
—    kenna þeim að koma af stað sjálfstæðum atvinnurekstri (ala upp frumkvöðla) og að stunda hann,
—    öðlast þekkingu á staðháttum héraðsins og gera hana aðgengilega hverjum sem er,
—    kanna viðhorf ungs fólks til náms, atvinnu og búsetu,
—    kanna horfur fyrir sumaratvinnu námsfólks.
    Komið verði af stað námsbraut (áföngum) við framhaldsskóla þar sem nemendum verði kennt að setja á stofn og reka eigin fyrirtæki.

Sérverkefni.
    Við framhaldsskóla verði kennd ný grein „atvinnufræði“ (skyldugrein). Markmið hennar verði að kynna ungu fólki atvinnulífið, samsetningu, uppbyggingu og starfsemi þess, hlutverk hverrar starfsgreinar, víxlverkun og samverkun starfsgreina og þá möguleika sem til staðar eru til uppbygg ingar og atvinnuþróunar og þar með hafa jákvæð áhrif á viðhorf þess gagnvart búsetu og atvinnu þátttöku.
    Samin verði kennslubók (handbók) fyrir þá sem vilja fá upplýsingar eða kynna sér atvinnustarf semi héraðsins.
    framkvæma þarf eftirfarandi atriði:
—    semja lýsingu um vinnuhugtakið, vinnusiðfræði, verkaskiptingu, hlutverk og samskipti hinna ýmsu aðila á vinnustað,
—    gera grein fyrir launþeganum, verkalýðsfélögum, réttindum og skyldum,
—    gera grein fyrir vinnumarkaðinum, skipt eftir menntun, starfsstéttum, aldri, búsetu og viðhorfum,
—    gera lýsingu á atvinnuvegum héraðsins, svo og einstökum fyrirtækjum og stofnunum sem þar eru starfræktar; þessar lýsingar næðu yfir stofnun og sögu þeirra, skipurit, starfsfólk, fjárhag, markaðsstarfsemi, framleiðslustarfsemi og þjónustustarfsemi, þar með taldar afurðir og þróun mála,
—    gera lýsingu á þeim möguleikum sem eru til staðar við uppbyggingu atvinnustarfsemi og þróun hennar (framtíðarsýn).
    Þessi grein getur verið kennd í framhaldsskólum, verkmenntaskólum og iðnskólum og getur hentað sem samstarfsverkefni framhaldsskóla og menntamálaráðuneytis.
    Nemendur vinni verkefni sem tengjast könnun staðhátta, svo sem úttektir á ýmsum fyrirtækjum og viðskiptahugmyndum. Verkefnisvinna nemenda yrði höfð til grundvallar við endurskoðun stað bundins námsefnis og gerður gagnabanki um staðhætti. Þar verði taldar auðlindir héraðsins, landkostir og aðstaða. Gagnabankinn verði tiltækur hverjum sem er gegn sanngjörnu gjaldi, en það gæti talist innifalið í skóla- og námsgjöldum nemenda. Hægt verði að nota hann t.d. við gerð kynningar efnis fyrir einstakar greinar eða fyrirtæki.

Aðgerðir.
    Mælt er með eftirfarandi aðgerðum:
—    Settur verði af stað verkefnishópur til að undirbúa framkvæmd málsins. Fulltrúar hans verði frá sömu aðilum og lagt er til að standi að stjórn eignarhaldsfélags og fulltrúi frá menntamálaráðu neytinu.
—    Ráðinn verði maður til að undirbúa stofnun slíkrar valgreinar. Einnig verði haft samband við Haakon B. Landraak frá Kennaraháskólanum í Stavangri til að ræða reynslu Norðmanna á þess um vettvangi og hugsanlega fá hann hingað til viðræðna. Eitt verkefni þessa starfsmanns verði að skoða grundvöll og þá sérstaklega rekstrargrundvöll, hvort og hvernig skuli standa að stofnun og rekstri eignarhaldsfélaga til að halda utan um smáfyrirtæki sem nemendur gætu rekið.

Áhættufjármögnun.
    Áhættufjármögnun er hérlendis minni en í flestum grannlöndum okkar. Starf verðbréfasjóða hefur beðið nokkurn álitshnekki og hefur það leitt til minnkandi viðskipta sparifjáreigenda við þá og minni umsetningar á þeim hluta fjármagnsmarkaðar okkar. Opinberir fjárfestingarsjóðir eru bundnir af ströngum lagafyrirmælum um veðtryggingar, jafnvel svo að þeim er á stundum vart heimilt að veita lánþegum veðheimildir til að taka upp nýja þætti í starfsemi fyrirtækja þeirra. Styrk veitingar til rannsókna og þróunar nægja hvergi nærri til að mæta þörf lítilla fyrirtækja eða nýrra frumkvöðla til að fjármagna úrvinnslu hugmynda, stofna ný fyrirtæki eða auka verulega búnað og umsvif fyrirtækis og fjármagna þann hluta málsins sem ekki verður að veðtækum eignum en verður eigi að síður viðskiptaverðmæti ef starfsemin tekst vel.
    Tvær tegundir áhættufjármögnunar koma sérstaklega til greina. Annars vegar koma til greina lán án veðtryggingar sem þekkt eru í viðskiptum meðal grannþjóða okkar og lítillega hérlendis sem lán gegn persónulegri sjálfsábyrgð þriðja aðila. Í þessu sambandi má nefna Women's World Bank ing sem veitir slík lán gegn markaðsvöxtum í þeim löndum sem aðild eiga að bankanum. Sú aðild getur fengist með stofnun sérstaks sjóðs sem starfi á því sviði. WWB veitir lán til fyrirtækja kvenna og yrði aðild því gott innlegg í átak í atvinnumálum kvenna sem félagsmálaráðuneytið hefur staðið að ásamt iðnráðgjöfum, atvinnuþróunarfulltrúum, Byggðastofnun og iðnþróunar- og atvinnuþróun arfélögum sem einnig standa að ráðgjafarstarfi í landshlutum. Hins vegar kæmi til greina stofnfram lag með áhættufjármagni, svo sem hlutafé. Hlutafjáreign opinberra sjóða, fjármálastofnana og fyrir tækja hefur aukist. Enn sem komið er hefur það orðið með sérstökum ráðstöfunum til skuldbreyt inga, þ.e. verið hluti efnahagsaðgerða ríkisvalds. Framlag áhættufjármagns við stofnun nýrra fyrir tækja hefur ekki orðið almennt. Raunverulega hefur þetta leitt til þess að nýjum fyrirtækjum er ætlað að rísa undir óeðlilega miklum lántökum — og að komast á legg án fullnægjandi stofnfjár. Þátttaka sérstaks sjóðs eða sérstakra deilda við sjóði, sem styðja atvinnuþróun og nýsköpun í upphaflegri fjármögnun nýrrar viðskiptahugmyndar, er vænleg til að breyta einnig viðhorfi almennings til þess að leggja sjálft fjármagn fram fremur en steypa nýju fyrirtæki strax í skuldasöfnun. Áhættufé slíkra sjóða má setja viðhlítandi skilyrði, svo sem um nám og þekkingu frumkvöðuls, um undirbúning að stofnun fyrirtækis og aðkomu ráðgjafa þar að, stuðning annarra aðila, svo sem í héraði, félagsform, aðild að stjórn, sölurétt eignarhlutar við tiltekin tímamörk eða tiltekinn mælikvarða um afkomu og stöðu fyrirtækisins.
    Umtalsvert gagn getur orðið að því að það ráðgjafarstarf, sem er umfram almenna ráðgjöf, og upplýsingar iðnþróunar- eða atvinnuþróunarfulltrúa, þ.e. ráðgjöf, upplýsingamiðlun, athuganir, áætlanagerð og önnur aðstoð, sérstaklega við nýja viðskiptahugmynd, verði fjármögnuð sem slíkur eignarhluti í fyrirtækinu.

Lokaorð.
    Efling frumkvöðlastarfs með stuðningi, námi, miðlun rannsóknaárangurs og fjármögnun er án vafa árangursríkasta leiðin til að auka nýsköpun utan þegar starfandi fyrirtækja og hvetja framtak og frumkvæði einstaklinga. Þannig fást fleiri til þátttöku í glímunni við atvinnuleysið og til að bæta efnahag landsmanna.
    Hér á landi er algengt að menn þekki ekki og vanmeti hlutverk starfsgreina og veldur slíkt van trausti á milli þeirra. Þá er og mjög algengt að smáfyrirtæki keppist um að eiga allt til alls. Hvort um sig dregur mjög úr möguleikum á samstarfi og horfir vart til góðs árangurs í rekstri. Á þessu er því brýnt að taka í námi.
    Miklu virðist skipta að samhæfing verði milli náms, skóla og stuðningsaðgerða í formi milli göngu um fjármögnun. Einnig skiptir miklu að nám standi til boða frumkvöðlum sem fram koma utan skólakerfis, með námskeiðum við t.d. öldungadeildir eða námsflokka eftir því sem við á. Þá er og mikilsvert að skipulagt nám standi til boða á framhaldsskólastigi eins og hér hefur verið gert að umræðuefni, svo og á háskólastigi, t.d. á vegum viðskiptadeildar HÍ og annarra háskóla og Tækniskóla Íslands, svo fáeinir séu nefndir.
    Í október 1992 kom á vegum iðnaðarráðuneytis út bæklingurinn „Nýsköpun er nauðsyn“ — Upplýsingar um liðsinni við frumkvöðla í atvinnulífi. Þar eru upp taldir fjölmargir opinberir aðilar sem þá styðja, hver á sinn hátt. Þar kemur þó ekki fram að stuðningur sé veittur í því formi sem hér er lagt til. Af bæklingnum má hins vegar álykta að net þessa stuðnings sé flókið og því líklega ekki skil virkt.
    Hinn 9. september sl. lögðu þeir Ásgeir Leifsson og Reynir Hugason, báðir verkfræðingar með mikla reynslu af frumkvöðlastarfi, ráðgjöf og kennslu, fram umsókn um styrk úr Starfsmenntunar sjóði til stofnunar fyrirtækjaskóla. Ætlun þeirra er að hann veiti frumkvöðlum þjónustu á líkan hátt og hér að framan er fjallað um og hefji undirbúning og mótun skipulegs náms fyrir verðandi frum kvöðla og um atvinnulíf. Þeir hafa nálgast viðfangsefnið á sérstakan hátt og er ekki vitað um aðra sambærilega umsókn. Með góðfúslegu leyfi þeirra er umsókn þeirra birt sem fskj. I.
    Stjórnunarfélag Íslands hefur um árabil haldið uppi þróttmiklu starfi á sviði stjórnunar og stjón unarfræða. Stjórnunarskóli, sem það starfrækir, býður árlega fram mikið, fjölbreytt og gott náms efni á þessu sviði með námskeiðum úrvals leiðbeinenda. Þannig hefur SFÍ lagt mikið af mörkum til að svara þörfum stjórnenda og frumkvöðla. Með leyfi SFÍ er skrá um námskeið Stjórnunarskól ans birt hér sem fskj. II.
    Iðntæknistofnun Íslands hefur veitt frumkvöðlum ráðgjöf og aðstoð við úrvinnslu og þróun hug mynda. Hún hefur mjög lagt sig fram um að nálgast frumkvöðla, ná fram hugmyndum og að bjóða fram aðstoð og ráðgjöf, t.d. í formi tilbúinna verkefna. Þá hefur hún og átt mikið og gott samstarf við ráðgjafa, iðnþróunar- og atvinnuþróunarfulltrúa um landið og styrkt starf þeirra með framboði fyrrnefndra verkefna og gagna. Með leyfi forstjóra ITÍ er erindi hans, flutt 13. september sl. hjá Verkfræðingafélagi Íslands, birt sem fskj. III. Þar gerði hann grein fyrir sérstökum verkefnum ITÍ, svo og í leiðara Púlsins, fréttablaði ITÍ, í október 1992, sjá fskj. IV.



Fylgiskjal I.


Ásgeir Leifsson og Reynir Hugason:


Umsókn um styrk úr Starfsmenntunarsjóði, sbr. lög nr. 19/1992.


(9. september 1992.)




(Tölvutækur texti ekki til.)



Fylgiskjal II.


Úr Tímariti Stjórnunarfélags Íslands,
1. og 2. tbl. 1992:


Námskeið og ráðstefnur á vegum Stjórnunarfélagsins.


(Vormissiri 1992 og haustmissiri 1992.)




(Tölvutækur texti ekki til.)







Fylgiskjal III.


Hallgrímur Jónasson:

Þjónusta Iðntæknistofnunar við iðnaðinn.


(Erindi flutt hjá Verkfræðingafélagi Íslands 18. september 1992.)



( Tölvutækur texti ekki til. )






Fylgiskjal IV.


Hallgrímur Jónasson:

Aðstaða til nýsköpunar verði bætt.


(Leiðari Púlsins, fréttablaðs Iðntæknistofnunar,


2. tbl., 6. árg., október 1992.)



( Tölvutækur texti ekki til. )