Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 286 . mál.


417. Frumvarp til laga



um breytingar í skattamálum.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt

,

með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 1. mgr. 30. gr. laganna:
    Í stað hlutfallstölunnar „15“ í 2. tölul. komi: 10.
    4. tölul. stafliðarins falli niður.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
    Í stað hlutfallstölunnar „15“ í 8. tölul. komi: 10.
    11. tölul. greinarinnar fellur niður.

3. gr.

    54. gr., 55. gr., 55. gr. A og 55. gr. B laganna falla brott.

4. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „32,8“ í 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 34,3.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
    Í stað 2. málsl. 1. mgr. A-liðar koma tveir nýir málsliðir er orðist svo: Barnabætur skulu árlega vera 6.220 kr. með fyrsta barni en 19.295 kr. með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en sjö ára skulu barnabætur vera 20.240 kr. hærri en fyrrgreindar fjárhæðir.
    1. og 2. málsl. 2. mgr. A-liðar orðast svo: Barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera 46.710 kr. með fyrsta barni. Með börnum umfram eitt skulu barnabætur vera 49.660 kr. en þó 69.900 kr. sé það yngra en sjö ára.
    2. mgr. B-liðar orðast svo:
                  Barnabótaauki skerðist í hlutfalli við tekjuskattsstofn á tekjuárinu og eignarskattsstofn framfærenda í lok þess, sbr. 3. og 4. mgr. þessa stafliðar. Óskertur barnabótaauki skal vera 99.000 kr. vegna barns á framfæri hjóna en 114.000 kr. vegna barns á framfæri einstæðs foreldris.
    Í stað fjárhæðanna „1.098.000“ og „732.000“ í 3. mgr. B-liðar koma: 1.043.000 og 695.000.
    Í stað orðsins „vaxtagjöldum“ í 1. málsl. 2. mgr. C-liðar kemur: 90% vaxtagjalda.
    Í stað orðsins „tvöfalt“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. C-liðar kemur: 80%.
    Í stað fjárhæðanna „438.000“, „575.000“ og „712.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar koma: 394.000, 518.000 og 641.000.

6. gr.

    72. gr. laganna orðast svo:
    Tekjuskattur lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 33% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.
    Tekjuskattur lögaðila skv. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 41% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.

7. gr.

    2. mgr. 88. gr. laganna orðast svo:
    Þá skipar fjármálaráðherra vararíkisskattstjóra sem skal fullnægja sömu skilyrðum um embættisgengi og ríkisskattstjóri.

8. gr.

    89. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Skattrannsóknarstjóri ríkisins.


    Fjármálaráðherra skipar skattrannsóknarstjóra ríkisins. Skal hann fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru í 86. gr. um embættisgengi skattstjóra.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. laganna:
    Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.
    Orðið „skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. fellur niður.
    Lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Sömu heimildir hefur skattrannsóknarstjóri ríkisins vegna rannsókna skv. 102. gr. A.
    3. mgr. orðast svo:
                  Skattyfirvöld hafa enn fremur heimildir þær er um getur í 2. mgr. þessarar greinar gagnvart þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir.
    Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 4. mgr. koma orðin: eða skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    Í stað orðsins „sakadóms“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: héraðsdóms.

10. gr.

    5. mgr. 96. gr. laganna orðast svo:
    Hafi skattstjóri grun um að skattsvik hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

11. gr.

    Við 101. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 4. mgr. er orðast svo:
    Hafi ríkisskattstjóri grun um að skattsvik hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

12. gr.

    102. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Skatteftirlit.


    Skattstjórar annast skatteftirlit hver í sínu umdæmi. Þá hefur ríkisskattstjóri á hendi yfirstjórn skatteftirlits og skatteftirlit á landinu öllu. Skatteftirlitið nær til eftirlits samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af skattstjórum eða þeim falin framkvæmd á.
    Ríkisskattstjóri skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra og afla upplýsinga um þau, leiðbeina skattstjórum um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit. Hann getur einnig falið skattstjórum athugun á hverju því atriði sem um er getið í þessari grein.
    Þegar aðgerðir ríkisskattstjóra samkvæmt þessari grein gefa tilefni til endurákvörðunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðunina, sbr. 3. mgr. 101. gr., nema hann feli hana skattstjóra.

13. gr.

    Við lögin bætist ný grein er verður 102. gr. A laganna og, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Skattrannsóknarstjóri ríkisins, skattrannsóknir.


    Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal hafa með höndum rannsóknir samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af skattstjórum eða þeim falin framkvæmd á.
    Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur að eigin frumkvæði eða eftir kæru hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta lagða á samkvæmt lögum þessum eða aðra skatta og gjöld, sbr. 1. mgr. þessarar greinar. Hann skal annast rannsóknir í málum sem til hans er vísað, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr.
    Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal við rannsókn samkvæmt þessari grein hafa aðgang að öllum framtölum og skýrslum í vörslu skattstjóra og getur hann krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á frá skattstjórum og ríkisskattstjóra og aðilum sem um ræðir í 94. gr.
    Skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að fela löggiltum endurskoðanda að vinna að einstökum rannsóknarverkefnum.
    Lögreglu er skylt að veita skattrannsóknarstjóra ríkisins nauðsynlega aðstoð í þágu rannsókna ef aðili færist undan afhendingu bókhaldsgagna og hætta er á sakarspjöllum vegna gruns um væntanlegt undanskot gagna.
    Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til endurákvörðunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðunina, sbr. 3. mgr. 101. gr., nema hann feli hana skattstjóra.

14. gr.

    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 104., 105. og 108. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóra“ í 115. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.

15. gr.

    1. mgr. 119. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, svo sem um nánari ákvörðun tekna og eigna, störf skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar og um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna.

16. gr.

    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1993 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1993, ákvörðun bóta á því ári og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 1994 vegna tekna á árinu 1993 og eigna í lok þess árs. Þó skulu ákvæði 2. gr., 3. gr., c- og d-liða 5. gr. og 6. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og ákvörðun barnabótaauka á árinu 1993 vegna tekna ársins 1992 og eigna í lok þess árs.

17. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


Frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri.


    Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 1. gr. laga þessara má á árunum 1993–1996 draga frá tekjum manna skv. II. kafla laga nr. 75/1981, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, fé sem varið er til aukningar á fjárfestingu í innlendum atvinnurekstri á þeim árum samkvæmt lögum nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum og ekki hærra hlutfall af því fé sem varið er til fjárfestingarinnar en hér greinir:
a.    Vegna fjárfestingar á árinu 1993 skal hann eigi vera hærri en 80% fjárhæðarinnar.
b.    Vegna fjárfestingar á árinu 1994 skal hann eigi vera hærri en 60% fjárhæðarinnar.
c.    Vegna fjárfestingar á árinu 1995 skal hann eigi vera hærri en 40% fjárhæðarinnar.
d.    Vegna fjárfestingar á árinu 1996 skal hann eigi vera hærri en 20% fjárhæðarinnar.
    Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sem lögð er í hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða lögð til hlutafjárkaupa við stofnun hlutafélags, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu árum en þó ekki lengur en til loka ársins 1996. Ónýtt frádráttarheimild tekur breytingu í samræmi við breytingar á verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum.
    Frádráttur vegna hlutabréfakaupa miðast við kaup á hlutabréfum í innlendum hlutafélögum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981, og er háður því skilyrði að maður eigi viðkomandi hlutabréf í a.m.k. tvö ár. Selji hann bréfin innan þess tíma færist nýttur frádráttur til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Skal hann framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, frá því ári þegar hann var dreginn frá tekjum til söluárs. Ekki skal þó beita ákvæðum 2. og 3. málsl. um tekjufærslu frádráttar ef maður kaupir önnur hlutabréf í innlendu félagi staðfestu af ríkisskattstjóra í stað hinna seldu innan 30 daga frá söludegi þeirra og kaupverð keyptra hlutabréfa nemur a.m.k. sömu fjárhæð og hinna seldu. Sé kaupverðið lægra skulu ákvæði 2. og 3. málsl. eiga við um mismuninn.
    Ákvæði bráðabirgðaákvæðis þessa skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf eftir því sem við á.
    Hámarksfjárhæðir skv. 2. málsl. 1. mgr. skulu breytast í samræmi við skattvísitölu, sbr. 122. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, í fyrsta sinn á gjaldárinu 1993 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
    Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd frádráttar samkvæmt þessu ákvæði, þar með talið um millifærslu fjárhæðar umfram frádráttarmörk milli ára og meðferð hans þegar breyting verður á hjúskaparstöðu o.fl.
    Þann 1. janúar 1997 falla úr gildi lög nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum, þó þannig að við álagningu opinberra gjalda árið 1997 skulu menn njóta frádráttar frá tekjum vegna fjárfestinga á árinu 1996.

II.


Fjárfestingarsjóður

.
    Ákvæði 54. gr., 55. gr., 55. gr. A og 55. gr. B laganna skulu gilda m.a. um bindingu, ráðstöfun og viðurlög uns fjárfestingarsjóður hefur að fullu verið nýttur.

III.


Tekjuskattur lögaðila.


    Tekjuskattur lögaðila, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, skal við álagningu tekjuskatts á árinu 1993 vegna tekna ársins 1992 vera 38% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.

IV.


Sérstakur tekjuskattur manna

.
    Á tekjuskattsstofn manna eins og hann er ákvarðaður samkvæmt lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum, skal á árinu 1994 og 1995 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
    Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 2.400.000 kr., eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 4.800.000 kr., skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
    Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 2.400.000 kr. reiknast þeim hvor sinn hluti hins sérstaka tekjuskatts. Sé annað hjóna hins vegar undir 2.400.000 kr. í tekjuskattsstofni reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
    Sérstakur tekjuskattur skal lagður á í fyrra skiptið álagningarárið 1994 vegna tekna ársins 1993 og í síðara skiptið álagningarárið 1995 vegna tekna ársins 1994.
    Fjárhæðir samkvæmt ákvæði þessu skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á álagningarárinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
    Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

V.


Fyrirframgreiðsla manna á sérstökum tekjuskatti.


    Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1994 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1993. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1993 vegna tekna á árinu 1992 sem er umfram 2.400.000 kr. hjá einstaklingi og 4.800.000 kr. hjá hjónum.
    Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1995 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1994. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1994 vegna tekna á árinu 1993 umfram 2.400.000 kr. hjá einstaklingi og 4.800.000 kr. hjá hjónum.
    Fjárhæðir skv. 1. og 2. mgr. skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á árinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
    Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar skal kveða nánar á í reglugerð.
    Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. eða 2. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra er úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar.
    Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði.
    Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu hefur verið of há, skal mismunurinn taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er við upphaf fyrirframgreiðsluskyldu og 1. júlí á álagningarári.

VI.


    Um sérstakan tekjuskatt, sem fjallað er um í bráðabirgðaákvæði IV og V, skulu ákvæði VIII.–XIV. kafla laga 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, gilda eftir því sem við getur átt.

VII.


Um ráðstöfun tekjuskatts.


    Þrátt fyrir ákvæði 109. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, skal af innheimtum tekjuskatti ársins 1993 renna til sveitarfélaga fjárhæð sem svarar 80% af álögðu aðstöðugjaldi, sbr. 2. mgr.
    Þar til álagning aðstöðugjalds liggur fyrir skal sveitarfélögum greitt með fimm jöfnum greiðslum 40% af álögðu aðstöðugjaldi ársins 1992 sem fyrirframgreiðsla upp í greiðslu skv. 1. mgr. Fyrirframgreiðsla samkvæmt þessari grein skal fara fram fyrsta dag mánaðanna febrúar til júní 1993. Þegar álagning liggur fyrir skulu eftirstöðvar greiðslu skv. 1. mgr. gerðar upp með fimm jöfnum greiðslum mánuðina ágúst til og með desember 1993.
    Nánar skal kveðið á um fyrirframgreiðslu þessa og uppgjör með reglugerð.
    Leiði breytingar skattstjóra við yfirferð framtala og við úrskurð á kærum á aðstöðugjaldsstofni til þess að sýnilegt er að framlag ríkissjóðs, sbr. 4. mgr., hafi verið of hátt eða of lágt í einstöku sveitarfélagi skal ákvarða að nýju umrætt framlag.

VIII.


Málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.


    Meðferð þeirra mála, sem nú eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild ríkisskattstjóra og er ólokið 1. janúar 1993, skal skattrannsóknarstjóri ríkisins annast.

IX.


    Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981 skal aðstöðugjald, álagt á árinu 1993 vegna rekstrar á árinu 1992 en er fellt niður við innheimtu, ekki færast til gjalda sem rekstrarkostnaður.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,

með síðari breytingum.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
    Í stað 2. málsl. 1. mgr. greinarinnar koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald- og skilaskyldu þeirra aðila. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.
    Orðið „skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. greinarinnar fellur niður.
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 3. málsl. 2. mgr. greinarinnar kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    Í stað orðanna „Ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri“ í upphafi 3. mgr. greinarinnar kemur: Skattyfirvöld.
    Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 4. mgr. greinarinnar kemur: eða skattrannsóknarstjóri ríkisins.

19. gr.

    26. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Skatteftirlit, skattrannsóknir.


    Skattstjórar annast skatteftirlit hver í sínu umdæmi. Ríkisskattstjóri skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra og afla upplýsinga um þau, leiðbeina skattstjórum um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit.
    Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar gjald-og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum. Hann skal annast rannsóknir í málum sem skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.
    Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til ákvörðunar eða endur-ákvörðunar á gjald- og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast ákvörðunina eða endurákvörðunina nema hann feli hana skattstjóra, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

III. KAFLI

Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.


20. gr.

    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 2. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.

21. gr.


    Í stað orðanna „sex mánuðum eftir gildistöku laga þessara“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 1. júlí 1993.

22. gr.

    Ákvæði kafla þessa öðlast gildi 1. janúar 1993.

IV. KAFLI

Breyting á lögum nr. 49/1985, um húsnæðissparnaðarreikninga.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
    Í stað orðanna „er nemur fjórðungi árlegs innleggs“ kemur: skv. 2. mgr.
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er hljóðar svo:
                  Skattafsláttur skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:
          1.     Á árinu 1994 skal skattafslátturinn vera 20% af innleggi á tekjuárinu 1993.
          2.     Á árinu 1995 skal skattafslátturinn vera 15% af innleggi á tekjuárinu 1994.
          3.     Á árinu 1996 skal skattafslátturinn vera 10% af innleggi á tekjuárinu 1995.
          4.     Á árinu 1997 skal skattafslátturinn vera 5% af innleggi á tekjuárinu 1996.
          5.     Eftir árslok 1996 skapa innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga ekki rétt til  skattafsláttar samkvæmt lögum þessum.

24. gr.

    Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo:
    Ákvæði 1. málsl. þessarar málsgreinar skulu ekki gilda þótt maður, sem stofnað hefur húsnæðissparnaðarreikning fyrir 1. janúar 1993, geri ekki skil á öllu umsömdu innleggi sem leggja bar inn eftir þann tíma.

25. gr.

    Ákvæði kafla þessa öðlast gildi þegar í stað og koma til framkvæmda við álagningu gjalda á árinu 1994 vegna innleggs á húsnæðissparnaðarreikninga á árinu 1993 og eigna í lok þess árs.
    Frá 1. janúar 1997 falla brott lög nr. 49/1985, um húsnæðissparnaðarreikninga, þó þannig að við álagningu opinberra gjalda árið 1997 skulu menn njóta skattafsláttar vegna innleggs á árinu 1996.

V. KAFLI

Um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

26. gr.

    Eigendur fasteigna, sem nýttar eru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, skulu á árinu 1993 greiða sérstakan eignarskatt til ríkissjóðs.

27. gr.

    Skattskylda hvílir á aðilum sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum I. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eða lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

28. gr.

    Stofn til sérstaks eignarskatts skal vera fasteignamatsverð í árslok 1992 á fasteign sem nýtt er við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, ásamt tilheyrandi lóð, enda þótt um leigulóð sé að ræða, þó að frádregnu afgjaldskvaðarverðmæti leigulóðar sem skal telja sem stofn hjá eiganda hennar.
    Ef fasteignamatsverð er ekki fyrir hendi skal miða við kostnaðar- eða kaupverð eignar eða áætlað fasteignamatsverð.

29. gr.

    Við ákvörðun á því hvaða eignir myndi stofn til sérstaks eignarskatts skal miða við raunverulega notkun fasteignanna í árslok 1992.
    Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, en einnig til annars, skal við ákvörðun á skattstofni skipta verðmæti eignarinnar hlutfallslega.

30. gr.

    Með skattframtali 1993 skal fylgja skrá yfir eignir sem falla undir lög þessi ásamt upplýsingum um heildarfasteignamatsverð þeirra, eða eftir atvikum kostnaðarverð í árslok 1992. Enn fremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem um er getið í 2. mgr. 29. gr.
    Aðilar, sem skattskyldir eru skv. 27. gr. laga þessara en undanþegnir eru tekjuskatts-og eignarskattsskyldu, skulu fyrir 31. maí 1993 skila skrám skv. 1. mgr. til skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eiga lögheimili.

31. gr.

    Sérstakur eignarskattur skal nema 1,5% af skattstofni skv. 28. gr. Skattinn skal leggja á í heilum tugum króna þannig að lægri fjárhæð en 10 kr. sé sleppt.
    Sérstakan eignarskatt, sem ekki nær 4.000 kr., skal fella niður við álagningu.

32. gr.

    Ákvæði VIII.–XIV. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, skulu gilda um álagningu og innheimtu sérstaks eignarskatts eftir því sem við á nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.

33. gr.

    Skatt samkvæmt þessum kafla má draga frá tekjum rekstrarársins 1992 sem rekstrarútgjöld við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 1993. Þá er skatturinn til frádráttar eignum við ákvörðun eignarskatts samkvæmt lögum nr. 75/1981, eftir reglum lokaákvæðis 1. mgr. 76. gr. þeirra laga.

34. gr.

    Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd kafla þessa með reglugerð.

35. gr.

    Ákvæði kafla þessa öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1993.

VI. KAFLI

Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.

36. gr.

    2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Í sérstökum gjaldflokki skulu vera atvinnugreinar sem flokkast undir:
    Fiskveiðar eða iðnað skv. 1., 2. eða 3. flokki í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands.
    Landbúnað, þar með talið skógrækt, fiskeldi, fiskrækt, jarðræktarframkvæmdir og byggingarframkvæmdir á bújörðum.
    Ferðaþjónustu, nánar tiltekið hótelgisting, ferðaskrifstofur, veitingarekstur, fólksflutningar og útleiga bifreiða. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um gjaldskyldu samkvæmt þessum tölulið og skiptingu gjaldsins í sérstakt og almennt gjald samkvæmt þessari grein hjá þeim aðilum sem hafa með höndum starfsemi sem fellur bæði undir almennan og sérstakan gjaldflokk.

37. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
    1. tölul. orðast svo: Hvers konar laun og þóknanir, þar með talið ákvæðislaun, biðlaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, launauppbætur, staðaruppbætur, orlofsfé og greiðslur fyrir ónotað orlof og framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð umfram 6% af launum.
    2. málsl. 3. tölul. orðast svo: Þó skal ekki telja til gjaldstofns greiðslur dagpeninga sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og reglugerðum og starfsreglum sem settar eru með stoð í þeim lögum.

38. gr.

    Ákvæði þessa kafla öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1993 vegna launa á því ári og við álagningu tryggingagjalds á árinu 1994. Ákvæði 36. gr. kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1994 vegna launa á því ári og við álagningu tryggingagjalds á árinu 1995.

VII. KAFLI

Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,

með síðari breytingum.

39. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 2. gr. laganna:
    6. tölul. orðast svo: Leiguakstur fólksbifreiða, sbr. lög nr. 77/1989, um leigubifreiðar.
    8. tölul. orðast svo: Fasteignaleiga. Útleiga tjaldstæða og bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta er þó skattskyld. Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.
    13. tölul. fellur brott.

40. gr.

    2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Samvinnufélögum, svo og öðrum félögum og stofnunum, enda þótt þau séu undanþegin skattskyldu samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eða sérstökum lögum, að því leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Skattskyldan tekur einnig til þess þegar einungis er selt félagsmönnum eða eingöngu eru seldar skattskyldar vörur og þjónusta félagsmanna.

41. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
    6. tölul. orðast svo: Sala og útleiga loftfara og skipa. Undanþága þessi nær þó ekki til skipa sem eru undir 6 metrum að lengd, skemmtibáta eða einkaloftfara.
    Síðari málsliður 7. tölul. orðast svo: Undanþága þessi nær þó ekki til skipa sem eru undir 6 metrum að lengd, skemmtibáta eða einkaloftfara.
    9. tölul. fellur brott.
    10. tölul. fellur brott.
    11. tölul. fellur brott.

42. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
    2. mgr. orðast svo:
                  Ef gefinn er út reikningur vegna afhendingar telst hún hafa farið fram á útgáfudegi reiknings, enda sé reikningur gefinn út fyrir eða samtímis afhendingu.
    Við 3. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
    Við 1. tölul. 5 mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
    Við fyrri málslið 2. tölul. 5. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
    Við síðari málslið 2. tölul. 5 mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.

43. gr.

    Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal virðisaukaskattur af sölu á eftirtalinni vöru og þjónustu vera 14%:
    Fólksflutningar, að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða, sbr. lög nr. 77/1989, um leigubifreiðar.
    Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta.
    Milliganga um ferðaþjónustu.
    Afnotagjöld útvarpsstöðva.
    Sala tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða.
    Sala bóka á íslenskri tungu jafnt frumsaminna sem þýddra.
    Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.

44. gr.

    Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Skattskyldum aðilum er skylt, eftir nánari reglum sem fjármálaráðherra setur með reglugerð, að auðkenna ökutæki sín þegar virðisaukaskattur af öflun þeirra eða leigu telst til innskatts.

45. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
    Við 5. málsl. 1. mgr. bætist: eða 12,28% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
    4. mgr. orðast svo:
                  Við sölu, sem er að hluta til skattskyld og að hluta til undanþegin skatti, skal halda viðskiptum, sem eru skattskyld, greinilega aðgreindum á reikningi frá öðrum viðskiptum. Jafnframt skal á reikningi aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum, þannig að heildarverð vöru og þjónustu ásamt virðisaukaskatti komi sérstaklega fram vegna hvors skatthlutfalls.

46. gr.

    8. mgr. 27. gr. laganna orðast svo:
    Hafi skattstjóri grun um að undandráttur á virðisaukaskatti hafi átt sér stað skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

47. gr.

    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 28. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.

48. gr.

    Við 36. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Fjármálaráðherra getur með reglugerð veitt undanþágu frá skattskyldu vegna innflutnings á prentuðu máli enda sé innflutningur ekki í viðskiptaskyni.

49. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
    Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald-og skilaskyldu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.
    Orðið „skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. 3. mgr. fellur niður.
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    4. mgr. orðast svo:
                  Skattyfirvöld hafa enn fremur þær heimildir sem um getur í 3. mgr. gagnvart þeim aðilum sem ekki eru virðisaukaskattsskyldir.

50. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 4. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóra“ í 5. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.

51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 1. og 2. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóra“ í 4. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.

52. gr.

    Í stað orðsins „virðisaukaskatt“ í 1. og 3. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna kemur: 60% virðisaukaskatts.

53. gr.

    Við 42. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Endurgreiða skal hluta virðisaukaskatts af sölu á heitu vatni og/eða rafmagni til hitunar húsa og laugarvatns þannig að álagður virðisaukaskattur að frádreginni endurgreiðslu nemi eigi hærri fjárhæð en 11% af útreiknuðu meðalverði rafveitna og hitaveitna á kílóvattstund. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð, að fenginni tillögu iðnaðarráðherra, nánar um framkvæmd endurgreiðslunnar.

54. gr.

    Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 47. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.

55. gr.

    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1993. Þó skulu eftirfarandi greinar taka gildi sem hér segir:
    39. gr. og 1., 2. og 3. tölul. 43. gr. laga þessara öðlast gildi frá og með 1. janúar 1994.
    c- og d-liðir 41. gr. og 4., 5. og 6. tölul. 43. gr. laga þessara öðlast gildi frá og með 1. júlí 1993.

56. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 55. gr. laga þessara er þeim aðilum, sem leigja út hótel-og gistiherbergi, heimilt að skrá sig frjálsri skráningu frá 1. janúar 1993 til og með 31. des. 1993.
    Aðilar, sem skráðir eru samkvæmt heimild í 1. mgr., skulu greiða virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nær til.

II.


    Þeir sem verða skráningarskyldir aðilar samkvæmt ákvæðum 39. gr. laga þessara skulu tilkynna sig til skráningar eigi síðar en 31. október 1993.

III.


    Þeim aðilum, sem notið hafa innskattsfrádráttar við öflun og rekstur bifreiðar fyrir 1. janúar 1993, er skylt að auðkenna bifreiðar sínar með sérstökum skráningarmerkjum fyrir 1. júlí 1993.

IV.


    Fari afhending skattskyldrar vöru og þjónustu fram eftir gildistöku laga þessara, sbr. 55. gr. laga þessara, skal hún teljast til virðisaukaskattskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru og þjónustu hefur verið gerður fyrir gildistöku skv. 55. gr. laga þessara eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.
    Hafi samningur, sem 1. mgr. þessa ákvæðis tekur til, verið gerður skal kaupandi greiða viðbót við samningsgreiðsluna sem svarar virðisaukaskatti samkvæmt lögum þessum, enda sé um að ræða sölu á vöru og þjónustu sem ekki var skattskyld fyrir gildistöku laga þessara, þó ekki ef sannað er að virðisaukaskattur hafi verið talinn með í kaupverðinu við ákvörðun þess.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum nr. 13/1976,

um skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

57. gr.

    Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að sambærileg norræn menningarverðlaun falli undir 1. mgr.

58. gr.

    Ákvæði þessa kafla öðlast þegar gildi og skulu koma fyrst til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 1993 vegna tekna ársins 1992.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi því sem hér liggur fyrir er gert ráð fyrir margvíslegum breytingum á gildandi skattalögum. Þessar breytingar tengjast með einum eða öðrum hætti efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á Alþingi 23. nóvember sl.
    Hér á eftir er fyrst gerð grein fyrir meginþáttum efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, einkum þeim sem snúa að ríkisfjármálum. Síðan er umfjöllun um einstaka þætti og birtar töflur sem sýna helstu áhrif þeirra. Loks er gerð grein fyrir efnisatriðum einstakra greina frumvarpsins.

1. Efnahagsaðgerðirnar.

    Meginmarkmið efnahagsaðgerðanna er að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs, einkum gagnvart vaxandi erlendri samkeppni, og hamla gegn auknu atvinnuleysi. Með aðgerðunum er stefnt að því að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og arðbærri fjárfestingu og leggja þannig grunn að auknum hagvexti á næstu árum. Forsenda árangurs í þessum efnum er að dregið verði úr hallarekstri ríkissjóðs og lánsfjárþörf annarra opinberra aðila.
    Veigamikill þáttur í efnahagsaðgerðunum er niðurfelling aðstöðugjalds. Eftir því sem alþjóðaviðskipti verða frjálsari og samkeppni meiri verður mikilvægara að skapa íslensku atvinnulífi sambærileg starfsskilyrði og í öðrum löndum. Í fjárlagafrumvarpi voru jafnframt kynnt áform ríkisstjórnarinnar um að lækka tekjuskattshlutfall lögaðila úr 45% í 33%. Með þessum aðgerðum og gengislækkuninni styrkist samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs verulega.
    Afnám aðstöðugjalds hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaga og kallar á heildarendurskoðun á tekjustofnum þeirra. Nauðsynlegt er að undirbúa þá endurskoðun vandlega. Á næsta ári verða sveitarfélögum tryggðar svipaðar tekjur og þau hefðu haft af álagningu aðstöðugjalds, með beinum greiðslum úr ríkissjóði.
    Á næsta ári er einnig gert ráð fyrir sérstöku fjárframlagi úr ríkissjóði til viðhaldsverkefna. Það kemur til viðbótar fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 2 milljörðum króna til opinberra framkvæmda og er þannig liður í að treysta atvinnu.
    Efnahagsaðgerðirnar krefjast sérstakra ráðstafana í ríkisfjármálum enda mikilvægt að þær verði ekki til þess að veikja stöðu ríkissjóðs þar sem slíkt vinnur gegn meginmarkmiðum aðgerðanna um að treysta atvinnulífið, m.a. með lækkun vaxta. Helstu þættir aðgerðanna eru eftirfarandi:
     Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að tekjuskattshlutfall einstaklinga hækki úr 32,8% í 34,3%. Að meðtöldu útsvari sveitarfélaga hækkar innheimtuhlutfall í staðgreiðslu úr 39,85% í 41,35%. Næstu tvö ár verður auk þess lagður á sérstakur 5% hátekjuskattur utan staðgreiðslu. Enn fremur er áformað að lækka útgjöld ríkissjóðs vegna barnabóta um 500 m.kr. á næsta ári. Þá verður dregið úr kostnaði vegna vaxtabóta. Reglur um reiknuð laun einstaklinga í atvinnurekstri verða endurskoðaðar. Loks er stefnt að sérstöku átaki í skatteftirliti.
     Í öðru lagi verður undanþágum frá virðisaukaskatti fækkað og starfsemin felld inn í nýtt og lægra skattþrep, 14%. Þessi breyting var boðuð í fjárlagafrumvarpi samhliða lækkun á almenna skatthlutfallinu. Hér verður hins vegar sú breyting á að almenna skatthlutfallið helst óbreytt til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í tengslum við álagningu virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verður tryggingagjald á þá starfsemi lækkað úr 6% í 2,5%.
     Í þriðja lagi er gert ráð fyrir sérstakri hækkun bensíngjalds um 1,50 kr. til að afla viðbótartekna í ríkissjóð.
     Í fjórða lagi er nauðsynlegt að grípa til enn frekari sparnaðar- og aðhaldsaðgerða en fólust í fjárlagafrumvarpi til þess að treysta stöðu ríkissjóðs.
    Efnahagsleg áhrif aðgerðanna koma fram í minni viðskiptahalla gagnvart útlöndum og þar með dregur úr erlendri skuldasöfnun. Þegar á heildina er litið hafa þessar sérstöku ríkisfjármálaaðgerðir lítil áhrif á verðlag. Á móti verðhækkunaráhrifum vegna fækkunar undanþága í virðisaukaskatti og hækkunar bensíngjalds vegur niðurfelling aðstöðugjalds og lækkun tryggingagjalds í ferðaþjónustu. Næstu mánuði má þó búast við heldur meiri verðbólgu en verið hefur að undanförnu meðan áhrif gengisfellingarinnar eru að ganga yfir. Á síðari hluta ársins dregur aftur úr verðbólgunni. Af þessum ástæðum verður meðalhækkun verðlags á næsta ári ívið meiri en á þessu ári, eða um 3 1 / 2 –4%.

2. Tekjuskattur einstaklinga og lögaðila o.fl.
     Tekjuskattur einstaklinga. Gert er ráð fyrir ýmsum breytingum á tekjuskatti einstaklinga. Tekjuskattshlutfallið hækkar úr 32,8% í 34,3%; næstu tvö ár verður lagður á sérstakur 5% hátekjuskattur á tekjur einstaklinga umfram 2.400.000 krónur á ári og árstekjur hjóna umfram 4.800.000 krónur, barnabætur verða lækkaðar, dregið verður úr greiðslu vaxtabóta og reglur um reiknað endurgjald einstaklinga í atvinnurekstri verða endurskoðaðar. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að endurskoða á næsta ári gildandi lagaákvæði um barnabætur og vaxtabætur.
    Áætlað er að hækkun skatthlutfalls og álagning hátekjuskatts skili 3.150 m.kr. í ríkissjóð á næsta ári. Þetta jafngildir um 1,4% hækkun á skattbyrði einstaklinga, þ.e. í hlutfalli við tekjur. Að teknu tilliti til lækkunar barnabóta um 500 m.kr. er hækkunin tæplega 1,6%.
    Áhrif þessara breytinga koma misþungt niður, mest hjá þeim sem lenda í hátekjuskatti, en minnst hjá hinum tekjulægstu. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að tæplega þriðjungur einstæðra foreldra og 15% hjóna eru undir skattleysismörkum og verða því ekki fyrir skattahækkun.
     Barnabætur. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að útgjöld vegna barnabóta lækki um 500 m.kr. á næsta ári eða um rúmlega 10%. Heildargreiðslur barnabóta á yfirstandandi ári eru um 4,4 milljarðar króna. Þar af eru um 2 milljarðar króna í formi barnabótaauka sem er tekjutengdur.
    Til þess að draga úr áhrifum á hina tekjulægstu er breytingin þannig gerð að almennar barnabætur, sem eru ekki tekjutengdar, eru lækkaðar um 30%. Um það bil þriðjungur þessarar fjárhæðar er síðan færður yfir í tekjutengda hluta kerfisins, þ.e. barnabótaaukann. Með þessari breytingu er vægi barnabótaaukans orðið tvöfalt meira en það var árið 1991 og meiri hluti barnabótagreiðslna orðinn tekjutengdur.
    Í meðfylgjandi töflum eru sýnd dæmi um áhrif breytinga á tekjuskatti og barnabótum á skattbyrði einstaklinga. Annars vegar er tekið dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn; hins vegar af meðalfjölskyldu, þ.e. hjónum með tvö börn. Áhrifin á tekjulægstu fjölskyldurnar eru hlutfallslega minnst. Þannig hækka heildargreiðslur barnabóta einstæðra foreldra með eitt barn og allt að 150.000 króna mánaðartekjur, þrátt fyrir lækkun á almennu barnabótunum.
    Heildaráhrif hækkunar tekjuskatts og lækkunar barnabóta á skattbyrði eru sem fyrr segir metin um 1,6% af tekjum heimilanna. Aftasti dálkurinn í töflunni sýnir hvernig þessi áhrif koma fram í einstökum tekjuhópum. Þar kemur glöggt í ljós að áhrifin eru minnst í lægstu tekjuhópunum, en fara vaxandi eftir því sem tekjurnar hækka.

Áhrif breytinga á tekjuskatti og barnabótum á skattbyrði.



         
Tekjuskatts-
Breyting
Mánaðartölur, krónur
áhrif
barnabóta Heildarbreyting


I. Einstæðir foreldrar - eitt barn
60.000     
-798
248 -550 -0,9%
90.000, meðaltekjur     
-1.350
178 -1.172 -1,3%
100.000     
-1.500
178 -1.322 -1,3%
150.000     
-2.250
178 -2.072 -1,4%
200.000     
-3.000
-1.668 -4.668 -2,3%

II. Hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára
100.000     
0
-610 -610 -0,6%
150.000     
-2.250
-610 -2.860 -1,9%
200.000     
-3.000
-765 -3.765 -1,9%
235.000, meðaltekjur     
-3.525
-1.634 -5.159 -2,2%
250.000     
-3.750
-1.634 -5.384 -2,2%
300.000     
-4.500
-1.634 -6.134 -2,0%
400.000     
-6.000
-1.634 -7.634 -1,9%
450.000     
-9.250
-1.634 -10.884 -2,4%
500.000     
-12.500
-1.634 -14.134 -2,8%



     Vaxtabætur. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1993 eru heildargreiðslur vaxtabóta og húsnæðisbóta áætlaðar um 3,1 milljarður króna á næsta ári. Þar af eru vaxtabætur tæplega 2,6 milljarðar króna, en húsnæðisbætur tæplega 600 m.kr.
    Í reynd má segja að stuðningur ríkisins við íbúðaeigendur sé þríþættur, þ.e. í formi niðurgreiddra vaxta í félagslega húsnæðiskerfinu, ríkisábyrgða í húsbréfakerfinu og niðurgreiðslna á vöxtum í vaxtabótakerfinu. Á undanförnum árum hefur stuðningur ríkisins við íbúðaeigendur í formi skattafsláttar aukist verulega, eða um 65% að raungildi frá árinu 1988. Hér gætir að nokkru vaxandi skuldsetningar heimilanna. Margt bendir til að vaxtabótakerfið hvetji til lántöku miðað við gildandi reglur. Skattyfirvöldum er einnig ókleift að greina á milli skulda sem sannanlega er stofnað til vegna öflunar húsnæðis og skulda af öðrum ástæðum. Þá hefur óeðlileg uppsöfnun verðbóta einnig skekkt myndina.
    Í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að draga úr greiðslu vaxtabóta hafa ýmsar útfærslur verið skoðaðar, m.a. hækkun tekjuskerðingar, lækkun hámarksgreiðslna vaxtabóta, skerðing framtalinna vaxtagjalda og aukin eignaskerðing. Hér er sú leið valin að skerða framtalin vaxtagjöld um 10%. Auk þess eru eignarmörkin lækkuð um 20%. Þessi breyting er talin spara ríkissjóði um 400 m.kr. og er gert ráð fyrir að hún komi til framkvæmda við álagningu 1994.

    Tekjuskattur lögaðila. Fyrirtæki hér á landi sæta að mörgu leyti lakari skattmeðferð en fyrirtæki í öðrum löndum. Þannig er tekjuskattshlutfall fyrirtækja hér á landi býsna hátt miðað við mörg lönd Evrópu og sama gildir um eignarskatta. Auk þess hefur uppsöfnun aðstöðugjalds í rekstri mikil áhrif á kostnað fyrirtækja og þar með á innlent verðlag. Loks má minna á að gjaldið leggst misþungt á einstakar atvinnugreinar.
    Skatthlutföll segja ekki alla söguna um endanlega skattbyrði. Nýleg athugun á vegum OECD — þar sem leitast er við að meta heildarskattbyrði fyrirtækja — leiðir hins vegar í ljós að hið skattalega umhverfi hér á landi er óhagstætt nýjum fyrirtækjum og fjárfestingum. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum hefur versnað enn frekar upp á síðkastið þar sem þróunin erlendis hefur verið í gagnstæða átt, þ.e. skatthlutföll hafa farið lækkandi. Innlendir aðilar hafa því leitað til erlendra fyrirtækja í vaxandi mæli.
    Víða erlendis hafa stjórnvöld brugðist við aukinni erlendri samkeppni í fyrirtækjarekstri með því að lækka skatthlutföll verulega. Í Noregi var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður í einu skrefi úr 51% í 28% á þessu ári; í Svíþjóð var tekjuskatturinn lækkaður úr 57% í 30% í fyrra (og fyrir liggja tillögur um lækkun í 25% á næsta ári) og í Finnlandi lækkar tekjuskatturinn úr 40% í 25% í upphafi næsta árs.

Tekjuskattshlutfall lögaðila í aðildarríkjum OECD 1992/93.



Skatthlutfall

%


Þýskaland     
57

Tyrkland     
49

Ítalía     
48


Ísland     
45


Japan*     
50

Grikkland     
40/46

Kanada*     
36/42

Portúgal     
40

Írland     
10/40

Ástralía     
39

Austurríki     
39

Belgía*     
39

Lúxemborg     
39

Bandaríkin*     
38
Sviss      13/38
Holland     
35

Spánn*     
35

Frakkland     
34

Nýja Sjáland     
33

Bretland*     
33


Danmörk     
34

Svíþjóð     
30

Noregur     
28

Finnland*     
25


* Lægri skattur er lagður á smáfyrirtæki í þessum ríkjum.


    Á undanförnum árum hafa orðið áherslubreytingar í hagstjórn víða um lönd. Stjórnvöld hafa smám saman dregið sig út úr því forustuhlutverki í efnahagslífinu sem þau hafa verið í allt frá kreppuárunum. Þess í stað hafa þau lagt meiri áherslu á að skapa atvinnulífinu eðlilegan starfsgrundvöll og búa þannig í haginn fyrir hagvöxt og ný störf. Liður í þessu hefur verið að draga úr ríkisábyrgðum, styrkjum og ýmiss konar fyrirgreiðslu við atvinnulífið og selja ríkisfyrirtæki. Samhliða þessu hafa verið gerðar auknar kröfur til fyrirtækja um að standa á eigin fótum.
    Lykilatriði í þessari þróun hefur verið lækkun skatthlutfalla, enda er talið að það geti haft úrslitaáhrif á það hvort ráðist er í nýjar fjárfestingar eða ekki. Jafnframt hafa ýmsar frádráttarheimildir verið takmarkaðar eða alveg felldar niður, einkum heimildir til að leggja hluta af hagnaði í sérstaka fjárfestingarsjóði. Rökin eru annars vegar þau að það sé óeðlilegt að skattareglur stjórni því í hvað hagnaði fyrirtækja er varið. Hins vegar er talið að skattkerfi með rúmum frádráttarheimildum mismuni gömlum og nýjum fyrirtækjum, hinum síðarnefndu í óhag, sem aftur geti staðið í vegi fyrir nýsköpun í atvinnulífinu.
    Þrátt fyrir að þessara áherslubreytinga hafi vissulega gætt hér á landi eru breytingarnar skemmra á veg komnar en í flestum öðrum Evrópulöndum. Skattakjör íslenskra fyrirtækja eru því lakari en í mörgum helstu samkeppnislöndunum.
    Samanburður á skattlagningu fyrirtækja hér á landi og erlendis vekur reyndar upp ýmsar spurningar. Við fyrstu sýn virðist skattbyrði íslenskra fyrirtækja, mæld sem hlutfall skatta af landsframleiðslu, léttari en í mörgum öðrum ríkjum, eða um 6% samanborið við 9% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Vægi tekjuskatta fyrirtækja virðist einnig minna hér en annars staðar. Við þennan samanburð þarf hins vegar að hafa margra fyrirvara. Að teknu tilliti til þeirra verður niðurstaðan sú að skattbyrði fyrirtækja hér á landi sé síst léttari en í öðrum OECD-ríkjum:
     Í fyrsta lagi eru framlög fyrirtækja til lífeyrissjóðakerfisins hér á landi utan við skattkerfið. Það á raunar við um sjö önnur OECD-lönd, þ.e. Danmörku, Finnland, Noreg, Þýskaland, Bretland, Holland og Sviss. Hin OECD-ríkin fjármagna lífeyrissjóðakerfið með álagningu tryggingagjalda, einkum á atvinnurekendur. Þetta skýrir um það bil þriðjunginn af mismuninum.
     Í öðru lagi er skattskyldusviðið hér á landi nokkru þrengra en víða erlendis. Þetta stafar m.a. af því að hér hafa ýmsar opinberar fjármálastofnanir, orkufyrirtæki og sjóðir, t.d. fjárfestingarlánasjóðir, verið undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti. Víða erlendis eru þessar stofnanir hins vegar í einkaeign og skattlagðar líkt og hver önnur fyrirtæki.
     Í þriðja lagi hefur atvinnuleysi verið mun meira erlendis en hér á landi. Þetta hefur kallað á háar fjárhæðir til greiðslu atvinnuleysisbóta sem þarf að fjármagna með hærri sköttum. Þessi fjármögnun hefur víðast hvar verið í formi tryggingagjalda, bæði á einstaklinga og fyrirtæki.
     Í fjórða lagi hafa reglur íslenskra skattalaga um nýtingu rekstrartapa fyrri ára til lækkunar á tekjuskatti verið afar rúmar. Þessum reglum hefur nú verið breytt. Fyrirtæki sem hafa mikið uppsafnað tap frá fyrri árum geta þó áfram nýtt sér þessa heimild til að lækka tekjuskattinn næstu fimm ár.
    Þessi atriði skýra að verulegu leyti þann mun sem fram kemur í opinberum skýrslum um skattbyrði hér á landi og víða erlendis. Til viðbótar má nefna að margt bendir til þess að afkoma íslenskra fyrirtækja sé almennt lakari en í nágrannalöndunum sem leiðir til lægri skattgreiðslna en ella væri. Reyndar er einnig rétt að hafa í huga að meðaltöl geta verið misvísandi. Þannig er skattbyrði fyrirtækja í Danmörku mun minni en hér á landi, eða innan við 4% í hlutfalli við landsframleiðslu, enda eru þau með sterka samkeppnisstöðu gagnvart erlendum fyrirtækjum. Þetta atriði þarf að hafa í huga við samanburð á skattlagningu fyrirtækja hér á landi og annars staðar.
    Í þessu frumvarpi eru tillögur um breytingar á tekjuskatti lögaðila sem miða að því að samræma skattakjör íslenskra fyrirtækja því sem tíðkast í helstu viðskiptalöndunum. Breytingarnar eru þríþættar:
     a. Tekjuskattshlutfall hlutafélaga lækkar úr 45% í 33%. Í fjárlagafrumvarpinu var miðað við að þessi breyting kæmi til framkvæmda í einum áfanga um næstu áramót. Hækkun á tekjuskattshlutfalli einstaklinga skapar hins vegar ákveðin vandamál í skattlagningu félaga þar sem við það yrði talsverður munur á skattlagningu lögaðila, þ.e. hlutafélaga og sameignarfélaga, annars vegar og einstaklingsrekstrar hins vegar. Þess vegna er lagt til að lækkun tekjuskatts komi til framkvæmda í tveimur áföngum þannig að á næsta ári lækki hlutfallið úr 45% í 38% og árið 1994 í 33%. Jafnframt er gerður munur á skattlagningu sameignarfélaga og hlutafélaga þannig að skatthlutfall sameignarfélaga lækkar í 41% á næsta ári. Með þessu gefst færi á að endurskoða gildandi lög um skattmeðferð einstakra félagaforma.
    Lækkun tekjuskatts fyrirtækja verður mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf hér á landi. Þetta á við um fyrirtæki sem þegar eru í rekstri, enda bætir hún fjárhagsstöðu þeirra og auðveldar þeim að færa út kvíarnar, auk þess sem lækkunin örvar ótvírætt nýja fjárfestingu í atvinnulífinu, hvort sem er hjá innlendum eða erlendum aðilum. Um það bil þriðjungur lögaðila í landinu, eða 3.300 fyrirtæki, greiðir tekjuskatt. Af þessu má ráða að lækkun tekjuskatts kemur til með að hafa víðtæk áhrif á allan atvinnurekstur.
     b. Heimild til að leggja 10% af hagnaði í fjárfestingarsjóði fellur niður. Jafnhliða lækkun skatthlutfalla hafa heimildir fyrirtækja til sjóðsmyndunar víðast hvar verið felldar niður. Almennt er viðurkennt að þessar heimildir séu fyrst og fremst notaðar í skattalegu tilliti, þ.e. til þess að lækka eða fresta skattlagningu og leiðir það jafnvel til þess að fyrirtæki ráðast í fjárfestingar án tillits til arðsemi. Því er eðlilegra að fella þessa heimild niður og lækka skatthlutfallið. Gert er ráð fyrir að þetta komi til framkvæmda við álagningu 1993.
     c. Frádráttur úthlutaðs arðs lækkar úr 15% í 10% af nafnverði hlutafjár. Skattaleg meðferð arðs er nokkuð margbreytileg samkvæmt gildandi skattalögum. Þannig er fyrirtækjum heimilt að draga allt að 15% af nafnvirði hlutafjár frá tekjum áður en til skattlagningar kemur. Hlutfallið var reyndar hækkað úr 10% fyrir nokkrum árum til þess að greiða fyrir uppbyggingu hlutafjáreignar í fyrirtækjum. Hluti útborgaðs arðs fer til annarra fyrirtækja og kemur þar til skattlagningar eins og almennar rekstrartekjur. Í þessu felst því engin sérstök ívilnun þar sem á móti arðsfrádrætti hjá einu fyrirtæki stendur skattlagning arðs hjá öðru.
    Það sem skiptir mestu máli er skattlagning þess arðs sem fer til einstaklinga. Móttekinn arður hjá einstaklingum er skattfrjáls upp að tilteknu marki sem nemur 126.000 krónum við álagningu 1992. Allur arður umfram þá fjárhæð er að fullu skattlagður hjá viðkomandi einstaklingi. Samkvæmt skattframtölum ársins 1992 nam greiddur arður til einstaklinga 880 m.kr. Af því kom tæplega helmingur til tekjuskattlagningar, eða 415 m.kr. Tekjuskattur af þessum arðgreiðslum nam 165 m.kr. Til viðbótar kemur eignarskattlagning hlutafjár, en hlutabréfaeign einstaklinga umfram 1.200.000 krónur er eignarskattskyld. Talið er að eignarskattur á hlutabréf hafi numið um 100 m.kr. við síðustu álagningu.
    Miðað við núgildandi reglur felst tiltekin ívilnun í tekjuskattlagningu arðs hjá einstaklingum. Eignarskattlagning hlutafjár dregur hins vegar verulega úr þessari ívilnun enda er þar um ákveðna tvísköttun að ræða. Þótt nokkur rök hnígi að því að draga úr þessari ívilnun hjá einstaklingum er nauðsynlegt að skoða allar breytingar á þessu sviði í tengslum við hugsanlegar breytingar á skattlagningu eigna og/eða eignatekna.
    Að svo stöddu er því lagt til að breytingar á skattmeðferð arðs takmarkist við það að lækka arðsfrádráttinn í 10% eins og áður gilti. Gert er ráð fyrir að þetta komi til framkvæmda við álagningu 1993. Hliðstæð breyting verður á skattlagningu arðs hjá einstaklingum.
    Þá má nefna að heimildir einstaklinga til skattafsláttar vegna hlutabréfakaupa verða þrengdar í áföngum. Þessar heimildir voru upphaflega settar inn í skattalögin til þess að örva hlutabréfakaup. Verulegur árangur hefur náðst í þeim efnum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að draga úr þessari ívilnun í áföngum á fimm árum.
    Svipaðar breytingar verða á heimildum sem verið hafa í lögum til að draga innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga frá tekjuskatti. Þróunin í húsnæðislánakerfinu undanfarin ár hefur dregið úr gildi þessa fyrirkomulags sem sérstakrar sparnaðarráðstöfunar vegna íbúðarkaupa. Jafnframt eru þessir reikningar í vaxandi mæli notaðir sem almennt sparnaðarform sem óeðlilegt er að ívilna með þessum hætti.
    Lækkun skatthlutfalls lögaðila mun óhjákvæmilega hafa nokkur áhrif á tekjur ríkissjóðs. Á móti vegur niðurfelling fjárfestingarsjóðsframlags og lækkun á arðsfrádrætti. Á næsta ári er áætlað að samanlagt leiði þessar breytingar til 100–200 m.kr. lækkunar á tekjum ríkissjóðs.

    Um skattrannsóknarstjóra ríkisins. Áður en fjallað er sérstaklega um tillögur um breytingu á fyrirkomulagi skatteftirlits og skattrannsókna er rétt að rifja í stórum dráttum upp nokkra þætti í sögu og þróun þessara mála og þá sérstaklega hlutverk ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því sambandi.
     Með lögum nr. 70/1962, um tekjuskatt og eignarskatt, var landinu skipt í níu skattumdæmi með skattstjóra fyrir hverju umdæmi. Samtímis voru aflagðar undir- og yfirskattanefndir og stöður skattstjóra í kaupstöðum landsins. Samhliða þessu var stofnað embætti ríkisskattstjóra. Ríkisskattstjóra var falið víðtækt eftirlits-, leiðbeiningar- og rannsóknarvald í skattamálum.
    Næstu breytingar á skipulagi skattamála verða með stofnun rannsóknardeildar ríkisskattstjóra árið 1964 og stöðu skattrannsóknarstjóra árið 1965. Á þessum árum eru rannsóknarheimildir ríkisskattstjóra rýmkaðar og því talið nauðsynlegt að stofna sérstaka deild til þess að hafa eftirlit og rannsóknir með höndum og veita aðhald um rétt framtöl. Forstöðumaður deildarinnar var skattrannsóknarstjóri sem skyldi stýra rannsóknastarfi hennar í samráði við ríkisskattstjóra.
    Með lögum nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, var sjálfstæði skattrannsóknarstjóra varðandi rannsóknir aukið verulega og verksvið hans nánara skilgreint en í fyrri lögum og aukin áhersla lögð á skatteftirlitshlutverk hans og á það verkefni að fylgjast með og samhæfa skatteftirlitsstörf skattstjóranna. Kveðið var á um að skattrannsóknarstjóri stýrði starfsemi rannsóknardeildar ríkisskattstjóra og að hann væri háður beinu eftirliti fjármálaráðherra.
    Við breytingarnar 1978, sem tóku gildi 1. janúar 1979, var mynduð sú lagalega umgjörð sem gildir um skipulag skatteftirlits og -rannsókna í dag. Lagalega og framkvæmdalega hefur skattendurskoðun og -eftirlit að sjálfsögðu alltaf verið í höndum skattstjóra og á undan þeim skattanefnda hverjum í sínu umdæmi. Skatteftirlit og skattrannsóknir á landsvísu fluttust til ríkisskattstjóra 1962 og síðan til skattrannsóknarstjóra að hluta til árið 1965 og að öllu með breytingunni 1979. Samkvæmt 102. gr. gildandi tekjuskattslaga nr. 75/1981 skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðun skatta þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra gefa tilefni til þess, nema hann feli hana skattstjóra. Hugmyndin með þessu fyrirkomulagi er sú að sjálfstæði skattrannsókna sé tryggt undir stjórn skattrannsóknarstjóra og úrskurðir vegna rannsókna hans séu á hendi ríkisskattstjóra. Fullyrða má að óvíða í stjórnsýslunni sé í lögum greint skýrar á milli eftirlits- og rannsóknarvalds annars vegar og úrskurðarvalds hins vegar.
    Samkvæmt 101. gr. laga nr. 75/1981 er ríkisskattstjóra ætlað að hafa eftirlit með störfum skattstjóra og gæta þess að samræmi sé í störfum þeirra og ákvörðunum og setja þeim framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og verklagsreglum. Í 102. gr. sl. er skattrannsóknarstjóra hins vegar falið að fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra og afla upplýsinga um þau og leiðbeina þeim um eftirlitsaðgerðir. Í framkvæmd hafa myndast ýmsar óskrifaðar reglur um hlutverkaskiptingu milli ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og hefur ekki komið til árekstra þeirra í milli vegna þessa. Allt að einu er það ljóst að samkvæmt lögum eru skipulags- og samræmingarheimildir um eftirlitsstörf skattstjóra á hendi tveggja aðila, þ.e. ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Með vaxandi áherslum á skatteftirlit og kröfum um árangur verður nauðsynlegt að skýrar línur verði dregnar í þessum efnum.
    Að því er skattrannsóknir varðar hefur, eins og að framan er rakið, verið reynt að tryggja aðskilnað úrskurðarvalds og rannsóknarvalds í skattamálum. Með því að gera stöðu skattrannsóknarstjóra sjálfstæða við breytinguna árið 1979 var, eins og áður er rakið, álitið nægjanlega tryggt að rannsóknarvald teldist á hans hendi en úrskurðarvald á hendi ríkisskattstjóra. Á síðustu árum hafa hins vegar kröfurnar um fullkominn aðskilnað úrskurðarvalds og framkvæmdarvalds aukist mjög eins og sýnir sig í lögfestingu aðskilnaðar dómsvalds og framkvæmdarvalds sem gildi tók 1. júlí sl. Sú staðreynd að skattrannsóknarstjóri stýrir deild, sem heitir rannsóknardeild ríkisskattstjóra, hefur m.a. valdið því að í huga almennings er ekki greint nægjanlega á milli ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Þá gefur athugasemd í nýlegum dómi Hæstaréttar um að rannsóknardeild ríkisskattstjóra og embætti ríkisskattstjóra séu ein og sama ríkisstofnunin tilefni til að ætla að aðskilnaður milli ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra sé ekki talinn nægjanlega mikill. Af þessum sökum er nauðsynlegt að settar verði skýrari reglur um þennan aðskilnað.
    Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið hér á undan um fyrirkomulag skatteftirlits og skattrannsókna verður ekki komist hjá því að breyta ýmsum ákvæðum skattalaga um verkskipulag og verkstjórn í skatteftirliti og fyrirkomulag skattrannsókna.
    Með skatteftirliti hefur verið átt við þann hluta skattendurskoðunar eftir að álagning hefur farið fram og fer fram utan skattstofu, í starfsstöð eða skrifstofu skattaðilans. Skatteftirlitið hefur þannig verið hluti hinnar almennu skattendurskoðunar sem fer fram án þess að fyrir liggi nokkur ákveðinn grunur um skattsvik. Þýðing skatteftirlits hefur vaxið mjög með upptöku staðgreiðslukerfis skatta 1988 og virðisaukaskatts 1990, þar sem við er komið eftirliti um leið og skýrsla gjaldanda berst skattyfirvöldum, mánaðarlega er varðar staðgreiðslu (og tryggingagjald) og á tveggja mánaða fresti er varðar virðisaukaskatt. Tilgangur með skatteftirliti hefur fyrst og fremst verið sá að veita almennt aðhald og hafa varnaðaráhrif en einnig að skapa grundvöll fyrir gjaldahækkunum í einstökum málum. Með skattrannsóknum er annars vegar verið að skapa grundvöll fyrir gjaldahækkun með því að afla sönnunargagna í skattsvikamálum og hins vegar að undirbúa refsimeðferð sem getur verið annaðhvort sektarmeðferð hjá yfirskattanefnd eða opinber refsimeðferð hjá dómstólum eftir rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á refsiþættinum.
    Á þeim árum, sem liðin eru frá því að núverandi skipulagi í skatteftirliti var komið á, hefur orðið tæknibylting í upplýsinga- og tölvumálum. Þá hefur upptaka staðgreiðslu frá 1. janúar 1988 og virðisaukaskatts frá 1. janúar 1990 gjörbreytt upplýsingastreymi til skattyfirvalda. Afstaða manna til skatteftirlits og fyrirkomulags þess hefur því breyst verulega.
    Þar má nefna auknar áherslur og kröfur til aðila sem veita upplýsingar um greiðslur til gjaldenda, viðskipti þeirra og inneignir og hugmyndir manna og áætlanir um að byggja álagningu einstaklinga alfarið á þessum upplýsingum. Þessi þróun og breyttar áherslur valda því að æ erfiðara verður að aðgreina skatteftirlit frá upplýsingaöflun og álagningu. Þessar staðreyndir mæla sterklega með því að álagning og skatteftirlit verði á sömu hendi.
    Þá verður að telja óheppilegt að skattakerfið sé, auk eftirlits frá fjármálaráðuneytinu, háð eftirliti og verkstjórn frá tveimur aðilum og vænlegra til árangurs að allt eftirlit sé á einni hendi og á ábyrgð og undir stjórn eins aðila.
    Þá má búast við því að auknar kröfur til skatteftirlits og aukið framlag til þeirra mála valdi því að fleiri skattsvikamálum verði vísað frá skattstjórum og ríkisskattstjóra til skattrannsóknarstjóra sem kallar á aukna einbeitingu þess embættis að slíkum málum og aukna samvinnu við rannsóknarlögreglu og ákæruvald.
    Að þessum ástæðum virtum er heppilegast að skatteftirlitshlutverk það sem skattrannsóknarstjóra er ætlað í lögum sé flutt frá honum til ríkisskattstjóra ásamt þeim verkefnum sem lúta að eftirliti með skatteftirlitsstörfum skattstjóra. Tillögur um það eru gerðar í frumvarpi þessu.
    Nái þessar tillögur fram að ganga verður skatteftirlit í höndum skattstjóra undir verkstjórn og eftirliti ríkisskattstjóra. Almennt bókhaldseftirlit og framkvæmd bókhaldslaga verður enn fremur í höndum ríkisskattstjóra. Settar verða nánari reglur um störf skattstjóra og ríkisskattstjóra en ekki er talið heppilegt að binda slíkar reglur í lögum.
    Þá er gerð tillaga um það að rannsóknardeild ríkisskattstjóra verði lögð niður en í stað hennar sett á fót ný, sjálfstæð stofnun með eigin fjárhag. Hið nýja embætti, skattrannsóknarstjóri ríkisins, fari samkvæmt þessu með rannsóknir út af brotum á skattalögum en um skatteftirlit fari eins og að framan er lýst. Gert er ráð fyrir því að fjármálaráðherra setji nánari reglur um framkvæmd skattrannsókna. Samhliða þessum breytingum á lögum um tekjuskatt og eignarskatt varðandi skattrannsóknarstjóra eru lagðar til breytingar á lögum um virðisaukaskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um yfirskattanefnd til að samræmi sé í þessum lögum.

3. Breytingar á virðisaukaskatti.
     Yfirlit. Helstu breytingar á virðisaukaskatti sem felast í þessu frumvarpi eru annars vegar fækkun undanþága frá skatti og hins vegar að taka upp sérstakt 14% skattþrep. Hér er að verulegu leyti fylgt þeirri stefnu sem fólst í fjárlagafrumvarpinu, þó með þeirri breytingu að nú er gert ráð fyrir að almenna skatthlutfallið verði óbreytt til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna greiðslna til sveitarfélaga, framlaga til framkvæmda o.fl.
     Núgildandi kerfi. Verulegar breytingar hafa orðið á íslenska virðisaukaskattskerfinu frá því sem stefnt var að í upphafi. Upphaflegu hugmyndirnar voru að taka upp almennan skatt í einu þrepi með sem fæstum undanþágum. Með þessu móti var talið unnt að lækka skatthlutfallið frá því sem gilti í söluskattskerfinu. Þegar skatturinn var lagður á í ársbyrjun 1990 höfðu þessar hugmyndir tekið verulegum breytingum sem fólu í sér fráhvarf frá því sem gildir í flestum nágrannalöndunum að þrennu leyti:
    Í fyrsta lagi er skatthlutfallið hér á landi mun hærra en upphaflega var áformað, eða 24,5%, en það er næsthæsta hlutfall í Evrópu, á eftir Danmörku og Svíþjóð þar sem það er 25%.
     Í öðru lagi eru undanþágur hér á landi víðtækari og skattstofninn því rýrari en að var stefnt. Þannig eru bækur, blöð, húshitun, afnotagjöld útvarps og sjónvarps, menningarstarfsemi, tómstundaiðkun, hótelgisting, vinna við íbúðarhúsnæði og fólksflutningar undanþegin skatti hér á landi, en skattlögð víða annars staðar. Þetta leiðir til þess að hér á landi eru aðeins tveir þriðju hlutar af útgjöldum heimilanna með virðisaukaskatti, en hlutfallið er mun hærra í flestum ríkjum Evrópubandalagsins.
    Í þriðja lagi jafngildir mikill fjöldi undanþága innan kerfisins fráhvarfi frá upphaflegri stefnu að hafa aðeins eitt skatthlutfall. Í reynd má segja að skatthlutföllin í dag séu tvö, þ.e. 0% og 24,5%.
    Öll þessi atriði vinna gegn upphaflegum markmiðum enda almennt viðurkennt að hátt skatthlutfall, mikill fjöldi undanþága og víðtækar endurgreiðslur dragi úr skilvirkni skattsins, torveldi skatteftirlit og stuðli að undanskotum. Jafnframt er það viðhorf enn í fullu gildi að frá sjónarhóli skatteftirlits og skilvirkni er heppilegast að hafa einungis eitt skattþrep líkt og var í upphaflegu tillögunum.

Álagning virðisaukaskatts í nokkrum ríkjum Evrópu.



    
Dan- Nor- Sví- Hol- Frakk- Bret- Þýska- Tillaga
         
Ísland
mörk egur þjóð Belgía land land land land EB

Skatthlutfall, %:
Almennt     
24,5
25 20 25 19 18,5 18,6 17,5
14 15
Lægra þrep     
(14)
- - 18 1/6/17 6 2,5 0 5/7/11 5

Skattskyldusvið:
Matvæli     
L /H
H H L L L L L L L

Vinna iðn.manna     
E
H H H L H H H H H
Húshitun     
0
H H H H H H L H L
Afnotagjöld     
0
H H H . . . . . L

Bækur     
0
H 0 H L L L L L L
Tímarit     
0
0/H 0 0/H 0 L L L L L
Dagblöð     
0
0 0 0 0 L L L L L

Leikhús o.fl.     
U
U/H U U/H L H L/H H L L
Fólksflutningar     
U
U U L L L L L/H L L
Hótelgisting     
U
H U L L L L/H H H L

Happdrætti     
U
U U U . . . . . U
Tryggingaiðgjöld     
U
U U U U U U U U U
Fjármálaþjónusta     
U
U U U U U U U U U

H = Almennt hlutfall.
L = Lægra hlutfall.
E = Endurgreiðslur á virðisaukaskatti.
U = Greinar sem liggja alfarið utan virðisaukaskattskerfisins.
0 = Greinar sem eru í núllskatti, þ.e. fá endurgreiddan innskatt.


    Rétt er að vekja athygli á því að í núgildandi kerfi eru tvenns konar undanþágur. Annars vegar eru atvinnugreinar sem liggja alveg utan kerfisins (menningarstarfsemi, hótelgisting o.fl.). Þessar greinar eru ekki skattskyldar og njóta ekki frádráttar vegna virðisaukaskatts (innskatts) sem þær greiða af rekstrinum. Hins vegar eru greinar sem í senn eru skattfrjálsar og njóta jafnframt frádráttar vegna innskatts (hitaveitur, blöð, útvarp). Þessar greinar eru þess vegna í reynd í núllskatti í dag. Afnám undanþága kemur því mismikið við starfsemi þessara atvinnugreina.
    Þá er rétt að hafa í huga að í gildandi kerfi er víða blandaður rekstur, þar sem hluti af starfsemi einstakra fyrirtækja er skattskyldur, en annað ekki. Dæmi eru flugfélög, en þar eru vöruflutningar skattskyldir, en fólksflutningar ekki. Annað dæmi eru hótel þar sem veitingastarfsemi er skattskyld, en gisting ekki. Við ríkjandi aðstæður getur verið erfitt að skilja á milli þessara þátta sem torveldar skatteftirlit.
     Tillaga um breytingar. Af þessu má ráða að gild rök eru fyrir því að fækka verulega undanþágum. Þar með koma fleiri aðilar til skattlagningar en áður sem aftur getur stuðlað að betri skilum á öðrum sviðum, t.d. í tekjuskatti. Einnig aukast möguleikar á eftirliti með innskattsfrádrætti í blönduðum rekstri. Helstu breytingar, sem felast í frumvarpinu, eru eftirfarandi:

—    Undanþágur virðisaukaskatts af bókum, blöðum, tímaritum, húshitun og afnotagjöldum útvarps og sjónvarps falla niður. Þessar greinar hafa hingað til ekki innheimt virðisaukaskatt af seldri þjónustu, en hafa engu að síður fengið endurgreiddan innskatt af aðföngum.
—    Greinar sem hingað til hafa legið utan virðisaukaskattskerfisins, svo sem hótel- og gistihúsarekstur og fólksflutningar, fara í 14% þrepið. Með þessari breytingu fá þessar greinar endurgreiddan innskatt sem þær fá ekki í dag.
—    Vinna iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði verður áfram skattskyld, en endurgreiðslur virðisaukaskatts miðuð við 60% af skattgreiðslu.

    Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þessar breytingar komi til framkvæmda í áföngum. Með þessu er tekið tillit til athugasemda við fyrri hugmyndir þar sem miðað var við gildistöku um áramótin. Þetta á sérstaklega við um ferðaþjónustu, en einnig að nokkru við um bækur, tímarit og fjölmiðla.
1.     Fyrsti áfanginn kemur til framkvæmda 1. janúar 1993 og tekur til sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa. Til þess að draga úr áhrifum virðisaukaskatts á húshitunarkostnað verður hluti skattsins endurgreiddur þannig að skatturinn fari aldrei fram úr tilteknu hámarki sem tekur mið af meðaleiningarverði í húshitun á landinu öllu.
    Einnig er lagt til að endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði verði lækkaðar úr 100% í 60% frá næstu áramótum.
2.     Annar áfangi kemur til framkvæmda 1. júlí 1993. Þá er gert ráð fyrir að afnotagjöld útvarps- og sjónvarpsstöðva verði skattskyld með 14% virðisaukaskatti. Frá sama tíma verði sala tímarita, dagblaða, landsmála- og héraðsfréttablaða svo og sala bóka á íslenskri tungu felld undir 14% virðisaukaskatt. Með þessu eru útvarps-og sjónvarpsstöðvar jafnsettar gagnvart öðrum fjölmiðlum, svo sem dagblöðum.
3.     Þriðji áfangi kemur til framkvæmda 1. janúar 1994. Þá verður 14% virðisaukaskattur lagður á ferðaþjónustu, þ.e. hótelgistingu og fólksflutninga. Með þessari tímasetningu er ferðaþjónustu gefinn nokkur aðlögunartími. Jafnframt er einstökum fyrirtækjum í þessum greinum gefinn kostur á að koma fyrr inn í kerfið ef þau óska sérstaklega eftir því, t.d. í því skyni að fá endurgreiddan innskatt vegna fjárfestingar o.fl.
    Til þess að draga úr áhrifum þessarar skattlagningar á ferðaþjónustu hefur jafnframt verið ákveðið að lækka tryggingagjald af ferðaþjónustu úr 6% í 2,5% frá sama tíma. Með þessu er verulega dregið úr áhrifum álagningar virðisaukaskattsins.
    Áfram verða ýmsar greinar undanþegnar skattlagningu, svo sem íþrótta- og menningarstarfsemi, heilbrigðisþjónusta, ýmis félagsleg þjónusta, skólar, fjármálaþjónusta, getraunastarfsemi og vátryggingarstarfsemi.
    Þær tillögur, sem hér eru lagðar fram, eru að þrennu leyti frábrugðnar þeim hugmyndum sem kynntar voru með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að skattlagning afnotagjalda útvarps- og sjónvarpsstöðva komi til framkvæmda um mitt ár, á sama tíma og hjá öðrum fjölmiðlum, í stað áramótanna. Í öðru lagi hefur gildistaka skatts á ferðaþjónustu verið færð frá september 1993 til áramótanna 1993/1994. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir nokkru hærri fjárhæð til jöfnunar húshitunarkostnaðar en fyrr var reiknað með.

Álagning virðisaukaskatts í aðildarríkjum OECD í ársbyrjun 1992.



         
Lægri
Almennt Hærri
Skatthlutföll, %
hlutföll 1)
hlutfall hlutföll


Austurríki     
10
20 32
Belgía     
1/6/17
19 25/33
Kanada     
-
7 -
Bretland     
0
17,5 -
Frakkland 2)     
2,1/5,5
18,6
22
Þýskaland 3)     
5/7/11
14 -
Grikkland     
4/8
18 36
Írland     
0/2,3/10
23 -
Ítalía     
0/4/9
19 38
Japan     
-
3 -
Lúxemborg     
3/6
12 -
Holland     
0/6
18,5 -
Nýja-Sjáland     
-
12,5 -
Portúgal     
0/8
17 30
Spánn     
6
12 33
Tyrkland     
1/3/8
12 15/50/60/100

Ísland     
(0)
24,5 -

Danmörk     
-
25 -
Finnland     
-
22 -
Noregur     
-
20 -
Svíþjóð 4)     
18
25 -

1)     Hér eru ýmis minni háttar frávik og því ekki um fullkomið yfirlit að ræða.
2)     Stefnt er að niðurfellingu hærra þrepsins í ársbyrjun 1993.
3)     Í ársbyrjun 1993 er stefnt að hækkun almenna hlutfallsins úr 14% í að minnsta kosti 15%.
4)    Frá og með áramótum 1992 eru matvæli skattlögð í lægra þrepi í Svíþjóð svo og þjónusta veitingahúsa, fólksflutningar og hótelgisting. Frá næstu áramótum hækkar þrepið í 21%.



    Allt þetta veldur því að innheimta tekna á næsta ári, og á árinu 1994, verður minni en áður var áætlað, þ.e. tekjurnar skila sér einfaldlega síðar í ríkissjóð. Þannig er nú talið að innheimtar tekjur á næsta ári vegna breikkunar virðisaukaskatts verði nálægt 1.400 m.kr. í stað 1.800 m.kr. samkvæmt fyrri áætlunum.
    Með þeim breytingum, sem felast í þessu frumvarpi, er stigið veigamikið skref í átt til þess sem upphaflega var áformað með því að undanþágum verður fækkað verulega. Það hefði verið æskilegast að skattleggja allar vörur og þjónustu í einu og sama þrepinu og ná skatthlutfallinu niður í 20%. Ekki var talið fært að stíga svo stórt skref. Vegna þeirra breytinga, sem felast í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, er heldur ekki unnt að ná fram lækkun á almenna skatthlutfallinu að þessu sinni.

4. Tryggingagjald.
    Í þessu frumvarpi eru lagðar til þrenns konar breytingar á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.
    Tryggingagjald er lagt á í tveimur gjaldflokkum, sérstökum og almennum. Tryggingagjald í sérstökum gjaldflokki er 2,5% af gjaldstofni og í sérstökum gjaldflokki eru atvinnugreinar sem flokkast undir fiskveiðar, iðnað og landbúnað. Í almennum gjaldflokki er gjaldið 6%. Í almennum gjaldflokki eru allar aðrar gjaldskyldar atvinnugreinar, þar á meðal ferðaþjónusta. Hér er lagt til að tiltekin ferðaþjónusta verði felld undir sérstaka gjaldflokkinn. Með ferðaþjónustu í þessu sambandi er átt við hótel og gistiþjónustu, þjónustu ferðaskrifstofa, veitingastarfsemi og fólksflutninga, þar með taldar bílaleigur. Hins vegar mun önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu áfram falla í almenna gjaldflokkinn.
    Í öðru lagi er lagt til að skattstofn tryggingagjalds verði breikkaður með því að gera greiðslur vinnuveitenda í lífeyrissjóði umfram 6% af launum tryggingagjaldsskyldar og í þriðja lagi að greiðslur ökutækjastyrkja séu einnig gjaldskyldar.

5. Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
    Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði var lagður á í fyrsta sinn á árinu 1979. Hefur skatturinn síðan verið lagður á árlega samkvæmt sérstökum lögum sem gilt hafa fyrir eitt ár í senn. Í ár fer um álagningu og innheimtu hans eftir lögum nr. 82/1991. Í endurskoðaðri tekjuáætlun fyrir árið 1992 er áætlað að innheimtar tekjur af skattinum verði um 440 millj. kr. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir að tekjur af skattinum verði um 435 millj. kr. Í frumvarpi þessu er lagt til að ákvæði laganna verði að mestu efnislega samhljóða lögum nr. 82/1991. Eina efnisbreytingin í frumvarpinu er sú að opinberir fjárfestingarlánasjóðir eru gerðir skattskyldir í samræmi við breytingar þær sem gerðar voru fyrr á árinu á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana.

6. Húsnæðissparnaðarreikningar.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að breytingar verði gerðar á lögum nr. 49/1985, um húsnæðissparnaðarreikninga. Breytingar þær, sem lagðar eru til, fela það í sér að skattafsláttur samkvæmt lögunum verði lækkaður í þrepum og síðan afnuminn á árinu 1997 og falla lögin úr gildi frá árslokum. Með þeim breytingum, sem kveðið er á um í frumvarpi þessu, er þó í engu breytt þeim samningi sem innlánsstofnun og viðkomandi aðili hafa gert sín á milli.

7. Yfirskattanefnd.
    Er yfirskattanefnd tók við störfum 1. júlí sl. biðu 1154 mál afgreiðslu frá tíð ríkisskattanefndar. Til þessa dags hefur nefndin kveðið upp úrskurði í 495 málum. Nokkur mál hafa verið afturkölluð eða lokið með öðrum hætti. Til áramóta er áætlað að úrskurðað verði í um 200 þessara mála til viðbótar. Samkvæmt þessu má ætla að tæplega 450 mál standi eftir óafgreidd um áramót.
    Á fyrstu mánuðum ársins 1992 koma til úrskurðar þær kærur sem undanfarnar vikur hafa verið að berast vegna álagningar 1993. Til þessa dags hafa borist 418 kærur til yfirskattanefndar. Reikna má með að annar eins fjöldi kæra muni berast fram til áramóta. Nefndinni eru ætlaðir þrír mánuðir til að hafa lagt úrskurð á kærur eftir að henni hefur borist umsögn ríkisskattstjóra, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992. Leitast verður við að standa við þetta frestákvæði, en augljóst er að ekki verður á sama tíma unnt að vinna að fullum krafti við eldri málin.
    Yfirskattanefndarmenn voru fyrst skipaðir til starfa sinna í júlíbyrjun í sumar. Þrír nefndarmanna, sem gegna nefndarstörfum í fullu starfi, þurftu eðlilega nokkurn tíma til að losa sig frá fyrri störfum. Þá tók undirbúningur og skipulagsvinna allnokkurn tíma á fyrstu starfsvikum nefndarinnar. Loks verður að hafa í huga að afgreiðsla mála hjá fjölskipuðu stjórnvaldi og úrskurðaraðila af því tagi sem yfirskattanefnd er má ekki verða til þess að ekki sé vandað til niðurstöðu af fremsta megni. Að þessu athuguðu er ljóst að störf nefndarinnar hafa verið mjög skilvirk það sem af er starfstíma hennar.
    Í þessu ákvæði er lagt til að frestur sá, sem nefndin hafði til að ljúka afgreiðslu á málum frá tíð ríkisskattanefndar, verði lengdur úr 6 mánuðum í 12 mánuði.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessu ákvæði eru lagðar til breytingar á B-lið 1. mgr. 30. gr. laganna. Annars vegar er lagt til að heimild manna til að draga fenginn arð frá tekjum verði skert þannig að eftir breytingu megi draga fenginn arð að hámarki 10% af nafnverði hvers einstaks hlutabréfs eða hlutar, en hlutfallið er 15% í gildandi lögum.
    Hins vegar er lagt til að 4. tölul. B-liðar verði felldur niður, en sá töluliður fjallar um frádrátt vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Þetta ákvæði er þó ekki fellt niður í einu skrefi, heldur gildir það í reynd áfram, sbr. bráðabirgðaákvæði I með frumvarpi þessu. Vísast til athugasemda við það, en að öðru leyti til almennra athugasemda.

Um 2. gr.


    Hér eru lagðar til tvær breytingar á 31. gr. Annars vegar eru heimildir til að draga frá tekjum félaga útborgaðan arð skertar með sambærilegum hætti og lagt er til í 1. gr. frumvarpsins.
    Hins vegar er felldur út 11. tölul. greinarinnar varðandi frádrátt frá tekjum vegna tillaga í fjárfestingarsjóð. Um skýringu á því vísast til athugasemdar við 3. gr. og við bráðabirgðaákvæði II í kafla þessum.

Um 3. gr.


    Í þessu ákvæði eru ákvæði laganna um fjárfestingarsjóð felld úr gildi. Fjárfestingarsjóðir eru þó ekki leystir upp, heldur er kveðið á um það í bráðabirgðaákvæði II að umrædd ákvæði gildi áfram að því er varðar m.a. bindingu, ráðstöfun og viðurlög eða þar til fjárfestingarsjóðurinn hefur að fullu verið nýttur.
    Niðurfelling á ákvæðunum um fjárfestingarsjóð er gerð í samhengi við lækkun á tekjuskattshlutfalli lögaðila úr 45% í 33% og er þannig mætt að hluta til þeim tekjumissi sem ríkissjóður verður fyrir vegna þeirrar breytingar. Um frekari skýringar vísast til almennra athugasemda.

Um 4. gr.


    Í þessu ákvæði er tekjuskattshlutfall manna hækkað úr 32,8% í 34,3%. Um forsendur þessarar breytingar vísast til almennra athugasemda.

Um 5. gr.


    Í grein þessari er í stafliðum a–d breytt fjárhæðum barnabóta og barnabótaauka. Allir flokkar barnabóta eru lækkaðir um 30%. Á móti lækkun barnabóta er barnabótaaukinn hækkaður. Hækkunin er mismikil eftir því hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri til þess að mæta lækkun barnabótanna þannig að ekki verði veruleg breyting á heildarbótum til tekjulágra fjölskyldna. Þá eru þau tekjumörk, sem ráða því hvar skerðing barnabóta hefst, lækkuð um 5%.
    Í stafliðum e–g er fjárhæðum vaxtabótakerfisins breytt. Breytingin felur í sér að þau vaxtagjöld, sem mynda bótastofn, eru lækkuð um 10% og sama gildir um hámark þeirra. Auk þess eru eignarmörk lækkuð um 20%.
    Um forsendur og áhrif þessara breytinga vísast til almennra athugasemda.

Um 6. gr.


    Í þessu ákvæði er lækkað tekjuskattshlutfall lögaðila sem skattskyldir eru skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna úr 45% í 33%. Lækkun þessi er þó gerð í áföngum þar sem gert er ráð fyrir að hlutfallið við álagningu 1993 vegna tekjuársins 1992 lækki í 38%, sbr. bráðabirgðaákvæði III í kafla þessum. Í 2. mgr. er kveðið sérstaklega á um lögaðila sem skattskyldir eru skv. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. Tekjuskattshlutfall þessara aðila er lækkað úr 45% í 41%. Ekki þykir ráðlegt að færa tekjuskattshlutfall þessara aðila meira niður, þar sem það kynni að valda því að mikill fjöldi þeirra einstaklinga, sem eru í atvinnurekstri, mundu sjá sér hag í því að stofna sameignarfélag um rekstur sinn til að komast hjá skattlagningu. Þessu ákvæði er ætlað að hamla gegn miklum tilfærslum á milli atvinnurekstrarforma.

Um 7. gr.


    Ákvæði um skipun skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem nú eru í 88. gr. laganna, og hæfi eru flutt yfir í sérstaka grein, sbr. 8. gr. þessa frumvarps.

Um 8. gr.


    Í samræmi við tillögur þessa frumvarps um að rannsóknardeild ríkisskattstjóra verði lögð niður og sett á fót nýtt embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins þykir rétt að ákvæði um skipun skattrannsóknarstjóra og hæfi séu sett í sérstaka grein og er það gert hér.

Um 9. gr.


    Í a-lið greinarinnar eru gerðar nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja upplýsingaheimildir skattrannsóknarstjóra ríkisins vegna rannsókna. Í b-lið greinarinnar er gerð nauðsynleg orðalagsbreyting á 2. mgr. 94. gr. vegna þess að skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur ekki lengur skatteftirlit með höndum. Rannsóknarheimildir skattrannsóknarstjóra ríkisins eru hins vegar óbreyttar frá því sem var hjá skattrannsóknarstjóra samkvæmt greininni. Í b- og c-liðum greinarinnar eru gerðar nauðsynlegar breytingar vegna breytts fyrirkomulags skatteftirlits og skattrannsókna.

Um 10. gr.


    Samkvæmt gildandi lögum getur skattrannsóknarstjóri falið skattstjóra skattrannsókn í einstökum málum sem til hans hefur verið vísað. Þar sem markmið þessa frumvarps er að skilja að rannsóknar- og úrskurðarvald þykir ekki rétt að skattrannsóknarstjóri ríkisins geti falið skattstjóra skattrannsókn í máli sem skattstjórinn á síðan ef til vill eftir að úrskurða í.
     Þá gera gildandi lög ráð fyrir því að einungis verulegum skattsvikum sé vísað til skattrannsóknarstjóra. Þetta skilyrði þykir hafa dregið úr því að skattsvikamál bærust frá skattstjórum til skattrannsóknarstjóra. Oft getur eins reynst nauðsynlegt að skattsvikamál berist til skattrannsóknarstjóra án þess að þau teljist veruleg ef þau eru framin af fullum ásetningi og þykja geta varðað miklu um framkvæmd almennt. Að öðru leyti þykir eðlilegt að um það verði settar reglur í framkvæmd um það hvenær ber að vísa máli til skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Um 11. gr.


    Rétt þykir að sama skylda hvíli á ríkisskattstjóra og skattstjóra að vísa skattsvikamálum til skattrannsóknarstjóra ríkisins, sbr. athugasemdir við 4. gr. þessa frumvarps.

Um 12. gr.


    Svo sem rakið er í almennum athugasemdum hefur skattendurskoðun og -eftirlit að sjálfsögðu alltaf verið meðal verkefna skattstjóra. Rétt þykir vegna aukinnar áherslu á þeirra hlutverk að taka það sérstaklega fram að þeir fari með skatteftirlit hver í sínu umdæmi. Þá er hlutverki ríkisskattstjóra í skatteftirliti lýst í greininni en það er að mestu það sama og skattrannsóknarstjóra er ætlað í gildandi lögum.
    Í 3. mgr. er sérstaklega tekið fram að ríkisskattstjóri annist endurákvörðun þegar aðgerðir hans gefa tilefni til þess, nema hann feli hana skattstjóra. Þegar eftirlitsaðgerðir skattstjóra gefa tilefni til endurákvörðunar er það skattstjóri sem annast endurákvörðunina. Þetta þykir svo sjálfsagt mál, sbr. X. kafla laga nr. 75/1981, að ekki þykir þörf á að taka það fram sérstaklega í þessari grein.

Um 13. gr.


    Ákvæðin um rannsóknir skattrannsóknarstjóra ríkisins eru að mestu þau sömu og gilda um skattrannsóknarstjóra í gildandi lögum, nema skattrannsóknarstjóri ríkisins getur ekki falið skattstjóra rannsókn í einstöku máli, sbr. það sem segir í athugasemdum um 4. gr. Þá getur ríkisskattstjóri ekki krafið skattrannsóknarstjóra ríkisins um rannsókn máls. Þessar breytingar helgast að sjálfsögðu af þeim aðskilnaði rannsóknar og úrskurða sem stefnt er að með frumvarpi þessu. Vegna þessa aðskilnaðar þykir nauðsynlegt í 3. mgr. greinarinnar að tryggja skattrannsóknarstjóra ríkisins fullan aðgang að öllum framtölum og skýrslum og áskilja honum rétt til að krefjast allra upplýsinga frá skattstjórum og ríkisskattstjóra.
    Samkvæmt 4. mgr. greinarinnar getur skattrannsóknarstjóri ríkisins leitað aðstoðar lögreglu ef aðili færist undan afhendingu bókhaldsgagna og hætta er á sakarspjöllum með undanskoti gagna.

Um 14. gr.


    Greinin felur í sér orðalagsbreytingar vegna hinnar nýju stofnunar skattrannsóknarstjóra og þarfnast ekki frekari skýringar.

Um 15. gr.


     Rétt þykir að ráðherra setji nánari reglur um framkvæmd í tengslum við aðskilnað ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra mála.

Um 16. gr.


    Gildistökuákvæðið felur í sér þá aðalreglu að breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt koma til framkvæmda við álagningu 1994 vegna tekna og eigna á árinu 1993 og staðgreiðslu skatta á því ári. Frávik frá þessu eru að þau atriði, sem varða tekjuskatt lögaðila, ganga í gildi við álagningu skatta 1993. Sama gildir um ákvörðun barnabóta og barnabótaauka.

Um 17. gr.


    Í þessu ákvæði eru 9 bráðabirgðaákvæði og er gerð grein fyrir þeim hér á eftir.

Um bráðabirgðaákvæði I

.
    Samkvæmt 2. tölul. 1. gr. frumvarpsins er felldur úr gildi 4. tölul. B-liðar 30. gr. laganna, þar sem kveðið var á um að heimilt væri að draga frá tekjum fé sem varið var til aukningar á fjárfestingu í innlendum atvinnurekstri, sbr. lög nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Með þessu ákvæði er regla 4. tölul. B-liðar 30. gr. framlengd, en þó með þeim hætti að fjárhæðir sem heimilt er að draga frá eru lækkaðar í áföngum. Þannig lækkar fjárhæðin vegna fjárfestingar á árunum 1993, 1994, 1995 og 1996. Eftir árslok 1996 er síðan eigi heimilt að draga frá skattskyldum tekjum fé sem varið hefur verið til fjárfestingar af þessu tagi.
    Samkvæmt 2. mgr. 4. tölul. B-liðar 30. gr. var heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu fimm árum fjárhæðir umfram frádráttarmörk. Þessi millifærsluheimild er framlengd í 2. mgr. þessa bráðabirgðaákvæðis, þó þannig að ekki er hægt að millifæra lengur en til loka 1996. Það er því síðast við álagningu á árinu 1997 sem hægt að nýta sér þessa frádráttarheimild.
    Í 4. mgr. er sérstaklega kveðið á um að þetta bráðabirgðaákvæði eigi við um samvinnuhlutabréf eftir því sem við á. Þetta ákvæði er sett ex tuto og til að taka af allan vafa. En skv. 124. gr. laganna skulu ákvæði þeirra um hlutabréf og jöfnunarhlutabréf að gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf samkvæmt lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög. Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að fella niður 4. tölul. B-liðar 30. gr. er hér sérstaklega kveðið á um að þetta bráðabirgðaákvæði nái einnig til samvinnuhlutabréfa.

Um bráðabirgðaákvæði II.


    Í þessu ákvæði er kveðið á um það að reglur ákvæða 54. gr.,55. gr., 55. gr. A og 55. gr. B skuli gilda áfram, þrátt fyrir ákvæði 2. gr. frumvarpsins, að því er varðar bindingu, ráðstöfun og viðurlög.

Um bráðabirgðaákvæði III.


    Ákvæðið felur í sér að skatthlutfall hlutafélaga og hliðstæðra lögaðila verður 38% við álagningu á árinu 1993 en lækka 1994 í 33% samkvæmt almennum ákvæðum frumvarpsins.

Um bráðabirgðaákvæði IV

.
    Samkvæmt þessu ákvæði skal lagður sérstakur 5% skattur á tekjur manna umfram ákveðin mörk. Þegar um er að ræða hjón sem bæði hafa tekjur sem lenda í sérstökum skatti er gert ráð fyrir að skattinum verði skipt hlutfallslega í samræmi við tekjur þeirra umfram þau mörk sem ákveðin eru í ákvæðinu.

Um bráðabirgðaákvæði V og VI.


    Ákvæði þessi fjalla um fyrirframgreiðslu skatts, sem lagður verður á samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV.

Um bráðabirgðaákvæði VII

.
    Hér er að finna ákvæði um að sveitarfélög skulu fá hlutdeild í þeim tekjuskatti sem innheimtist á árinu 1993 og hvernig staðið verður að skilum á henni. Með ákvæðum þessum er verið að tryggja sveitarfélögum tekjur í stað niðurfellingar á innheimtu aðstöðugjalds en um það er fjallað í frumvarpi til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Um bráðabirgðaákvæði VIII

.
    Vísað er til almennra athugasemda um þetta atriði.

Um 18. og 19. gr.


    Í þessum greinum er verið að gera breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem leiðir af því að embætti skattrannsóknarstjóra er gert að sjálfstæðu embætti skv. I. kafla frumvarpsins.

Um 20. gr.


    Í þessari grein er verið að gera breytingu á lögum um yfirskattanefnd sem leiðir af því að embætti skattrannsóknarstjóra er gert að sjálfstæðu embætti skv. I. kafla.

Um 21. gr.


    Ákvæðið felur í sér að frestur til að ljúka afgreiðslu eldri mála er framlengdur. Vísað er til almennra athugasemda um skýringar.

Um 22. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.

Um 23. gr.


    Í þessum kafla frumvarpsins er lagt til að breytingar verði gerðar á lögum nr. 49/1985, um húsnæðissparnaðarreikninga. Breytingar þær, sem lagðar eru til, fela það í sér að skattafsláttur samkvæmt lögunum verði lækkaður í þrepum og síðan afnuminn á árinu 1997 og falla lögin úr gildi frá árslokum. Með þeim breytingum, sem kveðið er á um í frumvarpi þessu, er þó í engu breytt þeim samningi sem innlánsstofnun og viðkomandi aðili hafa gert sín í milli.
    Í þessari grein er kveðið á um það að skattafsláttur samkvæmt lögum þessum lækki í þrepum þannig að hann leggist af eftir árið 1997.

Um 24. gr.


    Í þessu ákvæði er kveðið á um það að enda þótt maður sem stofnað hefur húsnæðissparnaðarreikning fyrir gildistöku laga þessara geri ekki skil á lágmarksinnleggi eftir þann tíma verði hann ekki látinn sæta viðurlögum sem lögin gera ráð fyrir. Þetta byggir á því að með þessu frumvarpi er verið að afnema skattafslátt sem fylgt hefur húsnæðissparnaðarreikningum. Reikningar þessir hafa yfirleitt verið stofnaðir í þeim tilgangi að fá skattafsláttinn. Nú þegar verið er að skerða hann og síðan afnema er kominn verulegur forsendubrestur og væri þá bersýnilega ósanngjarnt að ætla mönnum að sæta viðurlögum ef þeir halda ekki áfram að leggja inn á reikninginn. Því eru viðurlögin tekin úr sambandi að þessu leyti.

Um 25. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.     

Um 26.–35. gr.


    Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði var lagður á í fyrsta sinn á árinu 1979. Hefur skatturinn síðan verið lagður á árlega samkvæmt sérstökum lögum sem gilt hafa fyrir eitt ár í senn. Í ár fer um álagningu og innheimtu hans eftir lögum nr. 82/1991. Í endurskoðaðri tekjuáætlun fyrir árið 1992 er áætlað að innheimtar tekjur af skattinum verði um 440 millj. kr. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993 er reiknað með 435 millj. kr. tekjum. Í frumvarpi þessu er lagt til að ákvæði laganna verði að mestu efnislega samhljóða lögum nr. 82/1991. Eina efnisbreytingin í frumvarpinu er sú að opinberir fjárfestingarlánasjóðir eru gerðir skattskyldir í samræmi við breytingar þær sem gerðar voru fyrr á árinu á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana.

Um 36. gr.


    Í þessu ákvæði er kveðið á um heimild til handa ráðherra að ákveða með reglugerð að tiltekin ferðaþjónusta falli í hinn sérstaka gjaldflokk. Er gert ráð fyrir að nánar verði skilgreint hvað falli undir hugtakið ferðaþjónustu. Ákveðnir tæknilegir örðugleikar eru fólgnir í afmörkun hugtaksins, einkum í ljósi þess að ekki er óalgengt að um sé að ræða blandaðan rekstur. Þykir heppilegra að kveða á um slíka afmörkun í reglugerð.

Um 37. gr.


    Í þessu ákvæði eru lagðar til breytingar á 7. gr. laganna, þar sem gjaldstofn er skilgreindur.
    Annars vegar er lagt til að framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð launþega falli undir gjaldstofninn, að því marki sem það er umfram 6%. Byggist þetta á því að form launa hefur í seinni tíð breyst í sumum starfsstéttum í þá átt að framlag þetta sé hækkað. Líta verður á þetta aukna framlag sem ígildi launa sem varið er til kaupa á viðbótarréttindum. Á það ekki hvað síst við þegar unnt er að leggja það til séreignasjóða sem í eðli sínu eru hliðstæðir sparireikningum.
    Hins vegar er um að ræða breytingu þar sem lagt er til að 2. málsl. 3. tölul. 7. gr. verði breytt. Með því mun gjaldstofn tryggingagjalds einnig ná til greiðslna til starfsmanna fyrir afnot af bifreiðum þeirra. Í framkvæmd hefur mjög aukist greiðslur af þessu tagi til starfsmanna, enda hefur launagreiðandi haft beina hagsmuni af því þar sem greiðslurnar hafa ekki fallið undir tryggingagjaldsstofninn eins og vera mundi ef samsvarandi launagreiðsla er innt af hendi.

Um 38. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 39. gr.


    Í þessu ákvæði er gert ráð fyrir að fækka undanþágum frá þeirri meginreglu, sem fram kemur í 2. gr. laganna um virðisaukaskatt, að skattskylda nái til allrar vinnu og þjónustu.
    Í a-lið greinarinnar er undanþága vegna fólksflutninga felld niður að frátöldum fólksflutningum með leigubifreiðum. Um skilgreiningu á hugtakinu leigubifreið er vísað til laga nr. 77/1989, um leigubifreiðar.
    Í b-lið greinarinnar er afnumin undanþága frá skattskyldu vegna útleigu hótel- og gistiherbergja ásamt annarri gistiþjónustu. Kveðið er nánar á um skattskyldu vegna útleigu hótel- og gistiherbergja ásamt annarrar gistiþjónustu í 43. gr. sem er breyting á 14. gr. laganna um virðisaukaskatt. Vísast til athugasemda við þá grein. Útleiga veitinga- og samkomuhúsnæðis er skattskyld samkvæmt núgildandi lögum en ákvæðið hefur verið túlkað á þann veg að það taki aðeins til skammtímaleigu (aðstöðusölu) á sal eða öðru húsnæði, þ.e. útleigu vegna tiltekins viðburðar eða samkomu. Vegna þessa er ákvæðinu breytt á þann veg að tekið er af skarið varðandi það að skattskyldan nái einungis til útleigu á framangreindu húsnæði þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar en ákvæði tekur hins vegar ekki til eiginlegra húsaleigusamninga um atvinnuhúsnæði, þ.e. samninga sem falla undir húsaleigusamningalög nr. 44/1979, þótt viðkomandi húsnæði sé ætlað til veitinga- eða samkomuhalds.
    Loks er í c-lið afnumin undanþága frá skattskyldu vegna þjónustu ferðaskrifstofa. Kveðið er nánar á um skattskyldu þessarar þjónustu í 43. gr. sem er breyting á 14. gr. laganna um virðisaukaskatt. Vísast til athugasemda við þá grein.

Um 40. gr.


    Með þessari breytingu er gert skýrara orðalag 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um skattskyldu samvinnufélaga svo og annarra félaga og stofnana. Hér er ekki um neina efnislega breytingu að ræða heldur er verið að skýra betur út staðfesta framkvæmd á ákvæðinu og eiga þar við sömu sjónarmið og um skattskyldu opinberra aðila, þ.e. að skapa ekki óeðlilega samkeppnisaðstöðu fyrir þessa aðila þegar þeir selja sams konar eða sömu vöru eða þjónustu og atvinnufyrirtæki.

Um 41. gr.


    Með 41. gr. frumvarpsins eru felldir brott úr lögunum þrír töluliðir 12. gr. laganna um virðisaukaskatt er kveður á um undanþágu frá skattskyldri veltu. Auk þess er sett inn skýrara orðalag í 6. tölul. og 7. tölul. 12. gr. laganna um virðisaukaskatt.
    Í a- og b-liðum er undanþága vegna sölu skipa gerð skýrari. Með breytingunni er kveðið á um að skip sem eru styttri en 6 metrar geti ekki fallið undir undanþáguna. Í greinargerð með frumvarpi til laga um virðisaukaskatt er tilgangur ákvæðisins skýrður með hliðsjón af þeim reglum sem giltu í tíð söluskattslaga. Þar segir m.a.: „Hliðstætt undanþáguákvæði er í gildandi söluskattslöggjöf og hefur upptaka virðisaukaskattsins því enga breytingu í för með sér að þessu leyti.“ Í 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 432/1986 um söluskatt af bátum sagði að bátar sem eru 6 metrar að lengd eða stærri skyldu vera undanþegnir söluskatti að uppfylltum frekari skilyrðum. Með hliðsjón af framangreindu er ekki um efnislega breytingu að ræða heldur er ákvæðið gert skýrara.
    Í c-lið er undanþága frá skattskyldri veltu felld niður vegna sölu tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða sbr. 9. tölul. 12. gr.
    d-liður nemur brott undanþágu vegna sölu bóka á íslenskri tungu.
    e-liður fellir brott undanþágu vegna sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.

Um 42. gr.


    Ákvæði 13. gr. laganna um virðisaukaskatt um útgáfu reiknings vegna afhendingar vöru eða þjónustu er gert skýrara með þessari grein. Jafnframt er gerð nauðsynleg breyting á henni vegna upptöku 14% skatthlutfalls.

Um 43. gr.


    Í 43. gr. felst það nýmæli að tekið er upp 14% þrep í virðisaukaskatti. Vara og þjónusta sem gerð er skattskyld skv. 39. og 41. gr. frumvarpsins fellur undir þetta nýja skattþrep.
    Í 1. tölul. er fjallað um fólksflutninga að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða.
    Í 2. tölul. er fjallað um útleigu hótel- og gistiherbergja og aðra gistiþjónustu. Með annarri gistiþjónustu er m.a. átt við útleigu tjaldstæða og sölu á gistingu hjá ferðaþjónustu bænda.
    Í 3. tölul. er kveðið á um að milliganga um ferðaþjónustu sé skattskyld. Þótt þjónusta ferðaskrifstofa hafi verið túlkuð á þann veg að einungis sé átt við milligöngu um ferðaþjónustu þykir rétt að kveða fastar að orði og taka skýrt fram að ákvæðið eigi einungis við um milligöngu um ferðaþjónustu en ekki aðra starfsemi sem ferðaskrifstofur kunna að hafa með höndum.
    Í 4. tölul. er fjallað um afnotagjöld útvarpsstöðva.
    Í 5. tölul. felur í sér ráðagerð um það að fella niður undanþágu á virðisaukaskatti vegna sölu tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða.
    Í 6. tölul. er kveðið á um niðurfellingu á undanþágu á virðisaukaskatti vegna sölu bóka á íslenskri tungu jafnt frumsaminna sem þýddra.
    Loks er í 7. tölul. fjallað um sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.

Um 44. gr.


    Sett er inn ný málsgrein til að tryggja að fyrir hendi sé óyggjandi heimild fyrir fjármálaráðherra til að auðkenna þau ökutæki sérstaklega sem veita rétt til að telja virðisaukaskatt af öflun eða leigu til innskatts.

Um 45. gr.


    Breytingar á þessari grein eru tæknilegs eðlis og varða formskilyrði vegna útfyllingar reikninga, sbr. 20. gr. laganna um virðisaukaskatt. Orðalagi um aðgreiningu skattskyldrar og óskattskyldrar sölu er breytt þannig að ekki er lengur gerð krafa um aðskilda reikninga. Hins vegar verður samkvæmt þessari grein að aðgreina sölu eftir skattskyldu og skatthlutfalli á hverjum reikningi. Hins vegar eru gerðar nauðsynlegar breytingar vegna upptöku á 14% skatthlutfalli.


Um 46., 47., 49., 50., 51. og 54. gr.


    Þessar greinar kveða á um breytingar á skipulagi í skattkerfinu og er vísað til umfjöllunar í I. kafla um þau efni.

Um 48. gr.


    Í þessari grein felst heimild til handa fjármálaráðherra til að setja reglugerð um undanþágu frá skattskyldu vegna innflutnings á prentuðu máli enda sé innflutningur ekki í viðskiptaskyni. Á þetta ákvæði fyrst og fremst við um innflutning á ýmsum skýrslum og ritum sem erlendar stofnanir senda endurgjaldslaust til hliðstæðra stofnana hér á landi. Hingað til hafa engar heimildir verið í lögum til að fella niður virðisaukaskatt í þessum tilfellum.

Um 52. gr.


    52. gr. frumvarpsins felur í sér breytingu á 42. gr. laganna um virðisaukaskatt. Byggjendum íbúðarhúsnæðis skal endurgreitt 60% virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað og eigendum íbúðarhúsnæðis skal endurgreitt 60% af vinnu manna við endurbætur og viðhald þess í stað fullrar endurgreiðslu áður.

Um 53. gr.


    Þessi grein kveður á um endurgreiðslur á hluta virðisaukaskatts vegna sölu á orku til húshitunar.

Um 55

. gr.
    Þessi grein kveður á um gildistöku einstakra ákvæða laganna á mismunandi tímapunktum. Almennt taka lögin gildi 1. janúar 1993 og tekur það til afnáms undanþágu frá skattskyldri veltu hvað varðar sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til húshitunar. Frá þessu eru tvær undantekningar. Annars vegar verður velta tímarita, dagblaða, landsmála-og héraðsfréttablaða og sala bóka á íslenskri tungu svo og afnotagjöld útvarpsstöðva gerð skattskyld frá og með 1. júlí 1993. Hins vegar verður vinna og þjónusta við fólksflutninga, aðra en með leigubifreiðum, við leigu hótel- og gistiherbergja og milliganga um ferðaþjónustu skattskyld frá og með 1. janúar 1994.

Um 56. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 57. gr.


    Samkvæmt þessari grein er lagt til að ráðherra geti ákveðið með reglugerð að norræn menningarverðlaun njóti skattfrelsis með sama hætti og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Um 58. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.
Neðanmálsgrein: 1
    Taxing Profits in a Global Economy; OECD París 1991.